Blessaðar skepnurnar Davíð Þór Jónsson skrifar 14. maí 2011 06:00 Nýverið kallaði stjórnmálamaður annan stjórnmálamann fasistabelju. Ummælin vöktu af einhverjum ástæðum athygli. Ýmsum þótti sem þarna kvæði við nýjan tón í pólitískri umræðu rétt eins og góð og gegn níðyrði á borð við „gunga“, „drusla“ og „skítlegt eðli“ og ljót orðasull á borð við „afturhaldskommatittur“ hafi aldrei heyrst úr þessum ranni áður. Staðreyndin er auðvitað sú að fólk er löngu orðið vant því að íslenskir stjórnmálamenn tali eins og óvenju orðljót börn og er hætt að kippa sér upp við það. Verra er þó að fólk virðist vera orðið samdauna þessu og nánast farið að telja orðfæri af þessu tagi eðlilegt á vettvangi stjórnmálanna. Einkum er þetta slæmt vegna þess að það kemur í veg fyrir að sú áhugaverða mannfræðipæling sé tekin til umræðu hvort barnalegasta fólk á Íslandi veljist í pólitík eða hvort það sé pólitíkin sem geri heilbrigt fólk svona barnalegt. Skv. Íslenskri orðabók er fasismi „þjóðernissinnuð stjórnmálastefna“ sem m.a. er „andstæð lýðræðisskipan“ og „með áherslu á forræði ríkisins og öflugs leiðtoga þess með miklu lögregluvaldi á öllum sviðum.“ Þetta er skemmtilegt vegna þess að þingmaðurinn, sem lét orðið falla, sagði einmitt á sínum tíma skilið við lýðræðislega grasrótarhreyfingu, sem hann var kjörinn á þing til að sitja fyrir, til að ganga til liðs við þá stjórnmálahreyfingu þar sem andstaðan er hve einörðust við að þjóðin fái sjálf að ráða fram úr helsta málefninu sem varðar framtíð hennar. Nýi flokkurinn er auk þess afar hlynntur forræði ríkisins á mörgum sviðum og auknu eftirliti, t.d. með fjölmiðlum og veraldarvefnum. Hér mætti því láta gamminn geysa um flísar og bjálka, grjót og glerhús, en ég ætla að láta það ógert. Þess í stað langar mig að taka upp hanskann fyrir blessaðar kýrnar. Staðreyndin er nefnilega sú að erfitt er að benda á nokkra lífveru sem er lausari við fasískar tilhneigingar en blessuð kýrin. Göfugari og meinlausari rólyndisskepna er varla til. Kýr sletta úr klaufunum einu sinni á ári og þá af einskærum fögnuði yfir því að fá að njóta sólarblíðu og útiveru. Í minni sveit var tvennt sem stappaði nærri guðlasti að bölva: sólin og kýrnar. Orðið lýsir því algerri vanþekkingu, bæði á fasisma og kúm. Þær eiga betra skilið, blessaðar skepnurnar, en að vera kenndar við fasisma, hvað þá að vera líkt við íslenskan stjórnmálamann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Nýverið kallaði stjórnmálamaður annan stjórnmálamann fasistabelju. Ummælin vöktu af einhverjum ástæðum athygli. Ýmsum þótti sem þarna kvæði við nýjan tón í pólitískri umræðu rétt eins og góð og gegn níðyrði á borð við „gunga“, „drusla“ og „skítlegt eðli“ og ljót orðasull á borð við „afturhaldskommatittur“ hafi aldrei heyrst úr þessum ranni áður. Staðreyndin er auðvitað sú að fólk er löngu orðið vant því að íslenskir stjórnmálamenn tali eins og óvenju orðljót börn og er hætt að kippa sér upp við það. Verra er þó að fólk virðist vera orðið samdauna þessu og nánast farið að telja orðfæri af þessu tagi eðlilegt á vettvangi stjórnmálanna. Einkum er þetta slæmt vegna þess að það kemur í veg fyrir að sú áhugaverða mannfræðipæling sé tekin til umræðu hvort barnalegasta fólk á Íslandi veljist í pólitík eða hvort það sé pólitíkin sem geri heilbrigt fólk svona barnalegt. Skv. Íslenskri orðabók er fasismi „þjóðernissinnuð stjórnmálastefna“ sem m.a. er „andstæð lýðræðisskipan“ og „með áherslu á forræði ríkisins og öflugs leiðtoga þess með miklu lögregluvaldi á öllum sviðum.“ Þetta er skemmtilegt vegna þess að þingmaðurinn, sem lét orðið falla, sagði einmitt á sínum tíma skilið við lýðræðislega grasrótarhreyfingu, sem hann var kjörinn á þing til að sitja fyrir, til að ganga til liðs við þá stjórnmálahreyfingu þar sem andstaðan er hve einörðust við að þjóðin fái sjálf að ráða fram úr helsta málefninu sem varðar framtíð hennar. Nýi flokkurinn er auk þess afar hlynntur forræði ríkisins á mörgum sviðum og auknu eftirliti, t.d. með fjölmiðlum og veraldarvefnum. Hér mætti því láta gamminn geysa um flísar og bjálka, grjót og glerhús, en ég ætla að láta það ógert. Þess í stað langar mig að taka upp hanskann fyrir blessaðar kýrnar. Staðreyndin er nefnilega sú að erfitt er að benda á nokkra lífveru sem er lausari við fasískar tilhneigingar en blessuð kýrin. Göfugari og meinlausari rólyndisskepna er varla til. Kýr sletta úr klaufunum einu sinni á ári og þá af einskærum fögnuði yfir því að fá að njóta sólarblíðu og útiveru. Í minni sveit var tvennt sem stappaði nærri guðlasti að bölva: sólin og kýrnar. Orðið lýsir því algerri vanþekkingu, bæði á fasisma og kúm. Þær eiga betra skilið, blessaðar skepnurnar, en að vera kenndar við fasisma, hvað þá að vera líkt við íslenskan stjórnmálamann.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun