Draumurinn um „eitthvað annað“ Þorsteinn Pálsson skrifar 21. maí 2011 07:00 Fjármálaráðherra skrifaði grein í vikunni sem var málefnaleg tilraun til að sýna fram á að Ísland væri að rísa á ný. Síðast þegar ráðherrann reyndi þetta með yfirlýsingu á Alþingi um nýtt hagvaxtarskeið barði Hagstofan hann niður strax daginn eftir með tölum um samdrátt í stað hagvaxtar. Að þessu sinni var Fréttablaðsgrein ráðherrans varla komin fyrir augu lesenda þegar varaformaður Framsóknarflokksins bað um aukafund í efnahagsnefnd Alþingis þar sem greiningardeild Arion banka hafði upplýst að útflutningur landsins stæði ekki undir afborgunum af erlendum lánum. Það voru að vísu ekki alveg óvænt tíðindi en virkuðu þó á sama veg á málflutning ráðherrans eins og Hagstofuupplýsingarnar áður. Vitaskuld eru ýmsar orsakir fyrir því að fjármálaráðherranum gengur erfiðlega að sýna fram á að landið sé að rísa. Helsta ástæðan er þó andstaða hans eigin flokks og hluta Samfylkingarinnar gegn erlendri fjárfestingu. Efnahagsáætlun AGS gerði ráð fyrir að nú á þriðja ári frá hruni væru framkvæmdir við tvö álver og nauðsynlegar virkjanir komnar vel á veg. Það var forsendan fyrir því að unnt var að fara mjúka leið í ríkisfjármálum. Báðir stjórnarflokkarnir féllust á efnahagsáætlunina í orði. Í verki hefur verið komið í veg fyrir að þessi áform yrðu að veruleika. Svar stjórnarflokkanna við þeim ásökununum að þeir séu andvígir erlendri fjárfestingu er einfalt: Við viljum „eitthvað annað“ en orkuframkvæmdir og stóriðju. Draumurinn um „eitthvað annað“ hefur nú ræst. Útflutningshagvöxtur er óverulegur. Við framleiðum ekki nóg til að greiða niður skuldirnar.Nær innflutningshöftum en afnámi gjaldeyrishafta. Sá veruleiki sem varaformaður Framsóknarflokksins vakti athygli á segir þá sögu að afleiðingin af „eitthvað annað“-stefnunni er sú að þjóðin stendur nær innflutningshöftum en afnámi gjaldeyrishafta. Menn virða að ríkisstjórnin talar um afnám gjaldeyrishafta. En að sama skapi hljóta menn að harma að hún stefnir í raun í gagnstæða átt. Forstjóri Kauphallarinnar vakti í vikunni réttilega athygli á því mikla tjóni sem gjaldeyrishöftin valda. Til þess að unnt sé að afnema þau þurfa allar forsendur efnahagsáætlunar AGS að verða að veruleika. Það þarf erlenda fjárfestingu, útflutningshagvöxt og nógu sterka stöðu ríkissjóðs til að hann geti aflað fjár á erlendum mörkuðum. Kjarni málsins er sá að stjórnin er ekki að uppfylla þessi skilyrði. Skilyrði AGS um aðgerðir í ríkisfjármálum voru afar mild miðað við aðstæður. Fjármálaráðherra segir réttilega að fram til þessa hefur hann uppfylt þau. Ómálefnalegt er að gera lítið úr því. Veikleikinn er hins vegar sá að það var ekki gert með skipulagsbreytingum sem gera sparnaðinn varanlegan. Að auki er nú ljóst að stefnan um „eitthvað annað“ skilar aðeins broti af þeim hagvexti sem ráðgerður er í forsendum kjarasamninga. Það þýðir að ríkissjóður fær ekki nægar tekjur. Augljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki þingstyrk til að bæta það upp með harðari ríkisfjármálaaðgerðum sem hún hefur misst niður á öðrum sviðum. Ísland virðist vera komið í þá stöðu að verðbólga fer vaxandi án þess að hana megi rekja til þenslu í atvinnulífinu. Þetta er einhver hættulegasta blindgata sem eitt hagkerfi getur lent í. Verðbólgulausn í stað arðsemiskröfu Uppistaðan í efnahagspólitík fjármálaráðherrans er sú hugsun að rýra verðgildi krónunnar eftir þörfum til að tryggja samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Ganga hans til móts við nýja framtíð er þar af leiðandi eftir braut verðbólgunnar. Launafólk veit á hvaða vogarskál hallar eftir því sem lengra er gengið í þá átt. „Eitthvað annað“ – stefnan í atvinnumálum skildi sjávarútveginn einan eftir með ferðaþjónustunni til að afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið og greiða niður erlendar skuldir. Þar þurfti líka að gera „eitthvað annað“ en það sem skilað hefur efnahagsárangri. Því var afráðið að hverfa frá þeim sjónarmiðum almannaghagsmuna að sjávarútvegurinn skili hámarks arðsemi. Í staðinn er tekin upp varsla sérhagsmuna í þágu þeirra sem vilja koma nýir inn í atvinnugreinina. Afleiðingin af þessu er sú að verja þarf miklu fleiri krónum en áður til að veiða hvert tonn. Færri krónur verða því eftir til að bæta greiðslujöfnuðinn við útlönd. Það fást ekki fleiri evrur fyrir útfluttan fisk þó að við gengisfellum krónuna. Peningapólitík fjármálaráðherrans getur falið afleiðingar óhagkvæmra fiskveiða í bókhaldi útgerðanna. Hún færir okkur hins vegar fjær stöðugleika og hagvexti. Alvarleg hætta er á að draumur ríkisstjórnarinnar um „eitthvað annað“ endi í martröð almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Fjármálaráðherra skrifaði grein í vikunni sem var málefnaleg tilraun til að sýna fram á að Ísland væri að rísa á ný. Síðast þegar ráðherrann reyndi þetta með yfirlýsingu á Alþingi um nýtt hagvaxtarskeið barði Hagstofan hann niður strax daginn eftir með tölum um samdrátt í stað hagvaxtar. Að þessu sinni var Fréttablaðsgrein ráðherrans varla komin fyrir augu lesenda þegar varaformaður Framsóknarflokksins bað um aukafund í efnahagsnefnd Alþingis þar sem greiningardeild Arion banka hafði upplýst að útflutningur landsins stæði ekki undir afborgunum af erlendum lánum. Það voru að vísu ekki alveg óvænt tíðindi en virkuðu þó á sama veg á málflutning ráðherrans eins og Hagstofuupplýsingarnar áður. Vitaskuld eru ýmsar orsakir fyrir því að fjármálaráðherranum gengur erfiðlega að sýna fram á að landið sé að rísa. Helsta ástæðan er þó andstaða hans eigin flokks og hluta Samfylkingarinnar gegn erlendri fjárfestingu. Efnahagsáætlun AGS gerði ráð fyrir að nú á þriðja ári frá hruni væru framkvæmdir við tvö álver og nauðsynlegar virkjanir komnar vel á veg. Það var forsendan fyrir því að unnt var að fara mjúka leið í ríkisfjármálum. Báðir stjórnarflokkarnir féllust á efnahagsáætlunina í orði. Í verki hefur verið komið í veg fyrir að þessi áform yrðu að veruleika. Svar stjórnarflokkanna við þeim ásökununum að þeir séu andvígir erlendri fjárfestingu er einfalt: Við viljum „eitthvað annað“ en orkuframkvæmdir og stóriðju. Draumurinn um „eitthvað annað“ hefur nú ræst. Útflutningshagvöxtur er óverulegur. Við framleiðum ekki nóg til að greiða niður skuldirnar.Nær innflutningshöftum en afnámi gjaldeyrishafta. Sá veruleiki sem varaformaður Framsóknarflokksins vakti athygli á segir þá sögu að afleiðingin af „eitthvað annað“-stefnunni er sú að þjóðin stendur nær innflutningshöftum en afnámi gjaldeyrishafta. Menn virða að ríkisstjórnin talar um afnám gjaldeyrishafta. En að sama skapi hljóta menn að harma að hún stefnir í raun í gagnstæða átt. Forstjóri Kauphallarinnar vakti í vikunni réttilega athygli á því mikla tjóni sem gjaldeyrishöftin valda. Til þess að unnt sé að afnema þau þurfa allar forsendur efnahagsáætlunar AGS að verða að veruleika. Það þarf erlenda fjárfestingu, útflutningshagvöxt og nógu sterka stöðu ríkissjóðs til að hann geti aflað fjár á erlendum mörkuðum. Kjarni málsins er sá að stjórnin er ekki að uppfylla þessi skilyrði. Skilyrði AGS um aðgerðir í ríkisfjármálum voru afar mild miðað við aðstæður. Fjármálaráðherra segir réttilega að fram til þessa hefur hann uppfylt þau. Ómálefnalegt er að gera lítið úr því. Veikleikinn er hins vegar sá að það var ekki gert með skipulagsbreytingum sem gera sparnaðinn varanlegan. Að auki er nú ljóst að stefnan um „eitthvað annað“ skilar aðeins broti af þeim hagvexti sem ráðgerður er í forsendum kjarasamninga. Það þýðir að ríkissjóður fær ekki nægar tekjur. Augljóst er að ríkisstjórnin hefur ekki þingstyrk til að bæta það upp með harðari ríkisfjármálaaðgerðum sem hún hefur misst niður á öðrum sviðum. Ísland virðist vera komið í þá stöðu að verðbólga fer vaxandi án þess að hana megi rekja til þenslu í atvinnulífinu. Þetta er einhver hættulegasta blindgata sem eitt hagkerfi getur lent í. Verðbólgulausn í stað arðsemiskröfu Uppistaðan í efnahagspólitík fjármálaráðherrans er sú hugsun að rýra verðgildi krónunnar eftir þörfum til að tryggja samkeppnisstöðu atvinnulífsins. Ganga hans til móts við nýja framtíð er þar af leiðandi eftir braut verðbólgunnar. Launafólk veit á hvaða vogarskál hallar eftir því sem lengra er gengið í þá átt. „Eitthvað annað“ – stefnan í atvinnumálum skildi sjávarútveginn einan eftir með ferðaþjónustunni til að afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið og greiða niður erlendar skuldir. Þar þurfti líka að gera „eitthvað annað“ en það sem skilað hefur efnahagsárangri. Því var afráðið að hverfa frá þeim sjónarmiðum almannaghagsmuna að sjávarútvegurinn skili hámarks arðsemi. Í staðinn er tekin upp varsla sérhagsmuna í þágu þeirra sem vilja koma nýir inn í atvinnugreinina. Afleiðingin af þessu er sú að verja þarf miklu fleiri krónum en áður til að veiða hvert tonn. Færri krónur verða því eftir til að bæta greiðslujöfnuðinn við útlönd. Það fást ekki fleiri evrur fyrir útfluttan fisk þó að við gengisfellum krónuna. Peningapólitík fjármálaráðherrans getur falið afleiðingar óhagkvæmra fiskveiða í bókhaldi útgerðanna. Hún færir okkur hins vegar fjær stöðugleika og hagvexti. Alvarleg hætta er á að draumur ríkisstjórnarinnar um „eitthvað annað“ endi í martröð almennings.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun