Sósíalistar dauðans 1. júní 2011 06:00 Um þarsíðustu helgi fóru fram héraðskosningar hér á Spáni og eins og jafnan þegar kosningar fara fram varð ég margs vísari um meðbræður mína. Ég hafði til dæmis lengi dáðst að nautabönum og þá sérstaklega fyrir þá reisn sem þeir sýna þegar skepnan nær að setja hornin í þá. Ef ég hefði skepnu upp á hálft tonn á eftir mér sem síðan ræki horn í síðu mína myndi ég líklegast ganga af göflunum og kikna í hnjánum af ótta í hvert skipti sem ég sæi horn. Yrði þetta svo römm fóbía að ég myndi líklegast aldrei aftur geta farið til Hornafjarðar. En þessu er öðruvísi farið með nautabana sem stundum eru stangaðir margsinnis niður en standa alltaf upp aftur rétt eins og fótboltakappi sem hefur verið felldur og bíður þess eins að dómarinn dæmi aukaspyrnu. Svo halda þeir áfram að veifa skikkju sinni framan í skepnuna eins og ekkert hafi í skorist. Þessi hegðun var mér alveg óskiljanleg og taldi ég það víst að engir aðrir en nautabanar gætu sýnt af sér slíka fífldirfsku. En þar varð mér á í messunni. Ég fór nefnilega í þorpið Zújar í Granadahéraði þar sem ég er skráður til heimilis og gerði mig líklegan til að kjósa. Svo undarlega brá við að mér varð létt þegar ég komst að því á kjörstað, sem er vel vaktaður af sjálfum frambjóðendunum, að ég var ekki á kjörskrá. „Þú kemur bara á mánudaginn og leggur inn kvörtunarbréf," sagði bæjarritarinn þegar ljóst var að ég var ranglega óskráður á kjörskrá. Það sannaðist nefnilega hið fornkveðna þennan kjördag að sá á kvölina sem á völina. Hér er nefnilega hægt að velja á milli andalúsískra þjóðernissinna sem er staðbundinn brandari, Lýðflokksins hægrisinnaða sem er spilltari en andskotinn og síðan Sósíalistaflokksins. Og viti menn, meiri hluti Zújar-búa skaut nautabananum ref fyrir rass. Það er að segja, eftir að Sósíalistaflokkurinn er búinn að koma atvinnuleysinu upp í 30 prósent í Zújar eins og í Granadahéraði öllu, þá dressaði meirihluti íbúa sig upp, mætti í kjól og hvítu á kjörstað og kaus sósíalista til áframhaldandi stjórnarsetu. Þvílíka fífldirfsku hef ég aldrei nokkurn tímann séð í einu einasta nautaati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun
Um þarsíðustu helgi fóru fram héraðskosningar hér á Spáni og eins og jafnan þegar kosningar fara fram varð ég margs vísari um meðbræður mína. Ég hafði til dæmis lengi dáðst að nautabönum og þá sérstaklega fyrir þá reisn sem þeir sýna þegar skepnan nær að setja hornin í þá. Ef ég hefði skepnu upp á hálft tonn á eftir mér sem síðan ræki horn í síðu mína myndi ég líklegast ganga af göflunum og kikna í hnjánum af ótta í hvert skipti sem ég sæi horn. Yrði þetta svo römm fóbía að ég myndi líklegast aldrei aftur geta farið til Hornafjarðar. En þessu er öðruvísi farið með nautabana sem stundum eru stangaðir margsinnis niður en standa alltaf upp aftur rétt eins og fótboltakappi sem hefur verið felldur og bíður þess eins að dómarinn dæmi aukaspyrnu. Svo halda þeir áfram að veifa skikkju sinni framan í skepnuna eins og ekkert hafi í skorist. Þessi hegðun var mér alveg óskiljanleg og taldi ég það víst að engir aðrir en nautabanar gætu sýnt af sér slíka fífldirfsku. En þar varð mér á í messunni. Ég fór nefnilega í þorpið Zújar í Granadahéraði þar sem ég er skráður til heimilis og gerði mig líklegan til að kjósa. Svo undarlega brá við að mér varð létt þegar ég komst að því á kjörstað, sem er vel vaktaður af sjálfum frambjóðendunum, að ég var ekki á kjörskrá. „Þú kemur bara á mánudaginn og leggur inn kvörtunarbréf," sagði bæjarritarinn þegar ljóst var að ég var ranglega óskráður á kjörskrá. Það sannaðist nefnilega hið fornkveðna þennan kjördag að sá á kvölina sem á völina. Hér er nefnilega hægt að velja á milli andalúsískra þjóðernissinna sem er staðbundinn brandari, Lýðflokksins hægrisinnaða sem er spilltari en andskotinn og síðan Sósíalistaflokksins. Og viti menn, meiri hluti Zújar-búa skaut nautabananum ref fyrir rass. Það er að segja, eftir að Sósíalistaflokkurinn er búinn að koma atvinnuleysinu upp í 30 prósent í Zújar eins og í Granadahéraði öllu, þá dressaði meirihluti íbúa sig upp, mætti í kjól og hvítu á kjörstað og kaus sósíalista til áframhaldandi stjórnarsetu. Þvílíka fífldirfsku hef ég aldrei nokkurn tímann séð í einu einasta nautaati.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun