Læknasmók Pawel Bartozsek skrifar 3. júní 2011 09:00 Menn segja stundum að frelsið glatist sjaldnast allt í einu heldur hægt og í smáum skrefum. Það er ekki alltaf satt. Stundum eru skrefin stór, hröð og endatakmarkið ljóst. Tillögur nokkurra þingmanna um því sem næst allsherjarbann á sölu, neyslu og umræðu um tóbak hafa fengið verðskuldaða athygli almennings. Þingmönnunum er það raunar til hróss að sýna okkur endastöðina í þessum leiðangri sínum. Hún liggur fyrir. Þingsályktunartillagan segir: „Að u.þ.b. 10 árum liðnum yrði salan í apótekum enn takmörkuð á þann hátt að eftir það yrði hún háð því að „tóbakslyfseðli" sé framvísað. Tóbak yrði þannig aðgengilegt fyrir þá fáu tóbaksneytendur sem ekki geta eða ekki vilja hætta. Skilyrði þess að læknir eða aðrir sérþjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn skrifi út tóbakslyfseðil verður að viðkomandi hafi sjúkdómsgreininguna tóbaksfíkn og að ákveðin meðferðarúrræði hafi verið reynd og brugðist. Nikótínlyf og tóbak verða þannig aðgengileg á viðráðanlegu verði fyrir fólk með staðfesta tóbaksfíkn sem ekki getur eða ekki vill hætta." Glæpir eða vitleysa?Reykingar eru ógeðslega óhollar og svo gott sem allir vita það. En hve langt á að ganga í glæpvæðingu þess óholla? Undanfarna daga hefur umræðan um svokallað læknadóp farið hátt. Í stuttu máli gengur þingsályktunartillagan út á það að gera sígarettur að læknadópi. Um það bil sjöttungur fólks verður gerður að sjúklingum sem munu þá þurfa að leita í heilbrigðiskerfið, bögga lækna og fá einhver tóbaksneysluleyfi til að kveikja sér í. Þetta eru látalæti. Reykingar eru mun nær því að vera vitleysa en sjúkdómur, hvað þá glæpur. Hluti þeirra sem reykja mun ekki sjá tíma sínum vel varið í að reyna að kreista sér í gegnum nálarauga hins opinbera tóbakssölukerfis. Markaðurinn þolir ekki tóm og því munu svört viðskipti með með tóbak stóraukast. Venjulegu fólki verður því ýtt út í dóphagkerfið. Frábær hugmynd. Gerum þá sem reykja fyrst að sjúklingum og því næst að glæpamönnum. Þeir „fáu tóbaksneytendur sem ekki geta eða ekki vilja hætta" munu samkvæmt hugmyndum þingmannanna geta fengið sígarettupakkann á viðráðanlegu verði. Hvað gerist þegar einn maður getur keypt sígarettupakkann á 500 kr. en annar sem getur ekki keypt hann vill hann líka? Það er augljóst. Þeir fáu „sjúklingar" sem fá úthlutað tóbaksneysluleyfum verða gerðir að dópsölum. Þegar einn mann langar í eitthvað sem annar á og báðir eru til í viðskiptin þá mega allir miðlægir tóbaksneyslugagnagrunnar sín nefnilega lítils. LæknakókSvo því sé til haga haldið, þá getur alveg verið að hinar drastísku takmarkanir á aðgengi á tóbaki muni minnka neyslu svo markmiði tillögunnar verður kannski náð. En hliðarafleiðingar stórra breytinga eru stundum furðulegar. Þannig hefur því verið haldið fram að aukin offita Vesturlandabúa skýrist að einhverju leyti af minnkandi reykingum. Og hver er afleiðingin? Nýleg rannsókn í New England Journal og Medical Science á leiðir líkum að því að offitufaraldurinn éti upp ávinninginn af minnkandi reykingum og gott betur. Nettótapið nemur um níu mánuðum, talið í lífslíkum Bandaríkjamanna. Það má því hæglega búast við því að næsta atlaga að óhollustu verði háð við sykurinn. Á eftir lögfestingu læknasmóksins fáum við því læknanammi og læknakók. Síðan kemur læknakaffið, ef margra áratuga tilraunir vísindamanna um að sanna að hinn meinholli drykkur kaffi sé manninum skaðlegur bera loks árangur. Líkamleg hreyfing er enn þá inni en auðvitað er hún ekki hættulaus heldur, ég hef með eigin augum séð mann hníga niður og deyja í miðju hlaupi. Sumir af þeim hlaupurum sem ég hef kynnst eru auðvitað ekkert nema fíklar. Spurning hvort það þurfi ekki að koma reglu á þessa hluti og koma upp niðurnjörvuðu læknahlaupi fyrir „þá sem ekki geta eða ekki vilja hætta". SkandifasismiÞað er ákveðið grunnskref forræðishyggjumanna að vísa til barna í rökstuðningi sínum fyrir hinu og þessu banninu. Það mátti ekki leyfa bjórinn, út af börnunum, nú á að banna tóbak, einnig barnanna vegna. Niðurstaðan verður hins vegar sú að komið er við allt fólk, ungt sem gamalt, eins og börn. Jafnvel ungabörn. „Æjæjæ, ekki borða þetta. Þetta er ullabjakk. Knúsa pabba." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Menn segja stundum að frelsið glatist sjaldnast allt í einu heldur hægt og í smáum skrefum. Það er ekki alltaf satt. Stundum eru skrefin stór, hröð og endatakmarkið ljóst. Tillögur nokkurra þingmanna um því sem næst allsherjarbann á sölu, neyslu og umræðu um tóbak hafa fengið verðskuldaða athygli almennings. Þingmönnunum er það raunar til hróss að sýna okkur endastöðina í þessum leiðangri sínum. Hún liggur fyrir. Þingsályktunartillagan segir: „Að u.þ.b. 10 árum liðnum yrði salan í apótekum enn takmörkuð á þann hátt að eftir það yrði hún háð því að „tóbakslyfseðli" sé framvísað. Tóbak yrði þannig aðgengilegt fyrir þá fáu tóbaksneytendur sem ekki geta eða ekki vilja hætta. Skilyrði þess að læknir eða aðrir sérþjálfaðir heilbrigðisstarfsmenn skrifi út tóbakslyfseðil verður að viðkomandi hafi sjúkdómsgreininguna tóbaksfíkn og að ákveðin meðferðarúrræði hafi verið reynd og brugðist. Nikótínlyf og tóbak verða þannig aðgengileg á viðráðanlegu verði fyrir fólk með staðfesta tóbaksfíkn sem ekki getur eða ekki vill hætta." Glæpir eða vitleysa?Reykingar eru ógeðslega óhollar og svo gott sem allir vita það. En hve langt á að ganga í glæpvæðingu þess óholla? Undanfarna daga hefur umræðan um svokallað læknadóp farið hátt. Í stuttu máli gengur þingsályktunartillagan út á það að gera sígarettur að læknadópi. Um það bil sjöttungur fólks verður gerður að sjúklingum sem munu þá þurfa að leita í heilbrigðiskerfið, bögga lækna og fá einhver tóbaksneysluleyfi til að kveikja sér í. Þetta eru látalæti. Reykingar eru mun nær því að vera vitleysa en sjúkdómur, hvað þá glæpur. Hluti þeirra sem reykja mun ekki sjá tíma sínum vel varið í að reyna að kreista sér í gegnum nálarauga hins opinbera tóbakssölukerfis. Markaðurinn þolir ekki tóm og því munu svört viðskipti með með tóbak stóraukast. Venjulegu fólki verður því ýtt út í dóphagkerfið. Frábær hugmynd. Gerum þá sem reykja fyrst að sjúklingum og því næst að glæpamönnum. Þeir „fáu tóbaksneytendur sem ekki geta eða ekki vilja hætta" munu samkvæmt hugmyndum þingmannanna geta fengið sígarettupakkann á viðráðanlegu verði. Hvað gerist þegar einn maður getur keypt sígarettupakkann á 500 kr. en annar sem getur ekki keypt hann vill hann líka? Það er augljóst. Þeir fáu „sjúklingar" sem fá úthlutað tóbaksneysluleyfum verða gerðir að dópsölum. Þegar einn mann langar í eitthvað sem annar á og báðir eru til í viðskiptin þá mega allir miðlægir tóbaksneyslugagnagrunnar sín nefnilega lítils. LæknakókSvo því sé til haga haldið, þá getur alveg verið að hinar drastísku takmarkanir á aðgengi á tóbaki muni minnka neyslu svo markmiði tillögunnar verður kannski náð. En hliðarafleiðingar stórra breytinga eru stundum furðulegar. Þannig hefur því verið haldið fram að aukin offita Vesturlandabúa skýrist að einhverju leyti af minnkandi reykingum. Og hver er afleiðingin? Nýleg rannsókn í New England Journal og Medical Science á leiðir líkum að því að offitufaraldurinn éti upp ávinninginn af minnkandi reykingum og gott betur. Nettótapið nemur um níu mánuðum, talið í lífslíkum Bandaríkjamanna. Það má því hæglega búast við því að næsta atlaga að óhollustu verði háð við sykurinn. Á eftir lögfestingu læknasmóksins fáum við því læknanammi og læknakók. Síðan kemur læknakaffið, ef margra áratuga tilraunir vísindamanna um að sanna að hinn meinholli drykkur kaffi sé manninum skaðlegur bera loks árangur. Líkamleg hreyfing er enn þá inni en auðvitað er hún ekki hættulaus heldur, ég hef með eigin augum séð mann hníga niður og deyja í miðju hlaupi. Sumir af þeim hlaupurum sem ég hef kynnst eru auðvitað ekkert nema fíklar. Spurning hvort það þurfi ekki að koma reglu á þessa hluti og koma upp niðurnjörvuðu læknahlaupi fyrir „þá sem ekki geta eða ekki vilja hætta". SkandifasismiÞað er ákveðið grunnskref forræðishyggjumanna að vísa til barna í rökstuðningi sínum fyrir hinu og þessu banninu. Það mátti ekki leyfa bjórinn, út af börnunum, nú á að banna tóbak, einnig barnanna vegna. Niðurstaðan verður hins vegar sú að komið er við allt fólk, ungt sem gamalt, eins og börn. Jafnvel ungabörn. „Æjæjæ, ekki borða þetta. Þetta er ullabjakk. Knúsa pabba."
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun