Íslenskur hlaupastíll vekur athygli í Englandi 26. júní 2011 11:00 Smári Jósafatsson, framkvæmdastjóri Smart Motion Running, mun kenna Bretum að hlaupa upp á nýtt. Fréttablaðið/gva Íslenskur hlaupastíll sem þróaður er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Marathon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli," segir Smári, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjóbak. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á." Smári segir að í kjölfar sýningarinnar hafi hann haldið hlaupastílsnámskeið á Englandi fyrir blaðamenn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englendinga sem kenna munu á hlaupastílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþróttamaður og var meðal annars í landsliði Bretlands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á námskeið," segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju enginn hafi kennt þeim þessa aðferð." Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virkur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates beinist mikið að miðjunni," segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf." Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pilates. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi," upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira
Íslenskur hlaupastíll sem þróaður er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Marathon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli," segir Smári, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjóbak. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á." Smári segir að í kjölfar sýningarinnar hafi hann haldið hlaupastílsnámskeið á Englandi fyrir blaðamenn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englendinga sem kenna munu á hlaupastílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþróttamaður og var meðal annars í landsliði Bretlands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á námskeið," segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju enginn hafi kennt þeim þessa aðferð." Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virkur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates beinist mikið að miðjunni," segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf." Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pilates. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi," upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is
Heilsa Mest lesið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Fleiri fréttir Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Sjá meira