Manndómur 21. júní 2011 06:00 Stundum finnst manni sumir stjórnmálamenn og smáhópar innan stjórnmálahreyfinga gera lítinn greinarmun á stjórnmálaflokki og sértrúarsöfnuði. Standa eins og hundar á roði á kennisetningum og trúa því að það sé af hugsjón og heiðarleika, eða yfirburða vitsmunum. Eftir að hafa valið sér hólf í skoðanabankanum, hverfa þeir inn í það og loka á eftir sér. Standa eftir það við opinn glugga og prédika eigið fagnaðarerindi, baða sig í eigin ágæti, og gera lítið úr þeim sem kunna ekki að meta það. Þetta er reyndar ekki stór hópur, en hefur meiri áhrif en efni standa til vegna staðfestu sinnar og yfirlætis. Sumir fá öryggistilfinningu við það að gefa sig á vald samtökum og einstaklingum sem boða endanlegan sannleika. Óvissunni er eytt. Rétt og rangt er klárt og kvitt. En lífið er ekki fugl í hendi. Lífið er hreyfing. Og lífið er óvissa. Og það er eiginlega dásamlegasti galdurinn við tilveruna. Á sögunnar spjöldÁ fjölmennum stuðningsmannafundi fyrrverandi forsætisráðherra í Hörpu fyrr í þessum mánuði, tók til máls Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Kristrún er aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra. Hún flutti framúrskarandi ræðu. Engar málalengingar, einlæg og tilgerðarlaus framsetning. Kristrún tók fram að hún hefði aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, væri á annarri snúru. En sagðist leyfa sér að fullyrða að engin siðmenntuð manneskja með lögfræðimenntun gæti horft á þetta mál án þess að blygðast sín. Kristín sýndi með þessu fágætan manndóm og fagmennsku. Líka gott fordæmi. Það er munur á því að vera stuðningsmaður stjórnmálaflokks eða vera flokksþræll. Þegar fram líða stundir verða samin dramatísk leikrit og líkast til kvikmyndir um yfirstandandi tímabil, og þetta mál sérstaklega. Hugsanlega á næstu árum eða eftir hálfa öld. Og vegna nútíma tækni, þá geta höfundar skoðað atburðarásina á Alþingi og geta sér til glöggvunar séð andlit þingmanna þegar þeir greiða atkvæði, sem og annarra sem að þessu máli koma. Viðbrögð Kristrúnar Heimisdóttur munu ekki fyrnast. ÞöggunHvers vegna er þetta ekki í umræðunni? Hvar eru þeir sem alltaf eru með á vörum orð eins og flokkseigendafélagið, flokksræði, og flokksþrælar. Af hverju er ekki staldrað við þegar brotist er út úr hefðinni? Er þetta ekki tækifæri til að endurskoða samskiptasiði þeirra sem hafa mismunandi skoðanir? Hvað er frétt? Hvar eru umbótabloggararnir? Er eitthvað að því að fólk hafi mismunandi skoðanir á stjórnmálum, uppeldi eða íþróttafélagi? Væri ekki einkennilegt ef svo væri ekki? Þó að það sé ríkt í okkur að allt sé betra en áður var, þar með við sjálf, þá er maðurinn alltaf og alls staðar eins. Líka pólitíkin. Í ágústmánuði árið 1788 skrifaði Benjamín Franklín smákafla um stjórnmálaflokka í sjálfsævisögu sína: Benjamín„Hinir miklu viðburðir, stríð, stjórnarbreytingarnar eru framkvæmdar af flokkum. Skoðanir þessara flokka miðast við það, sem þeir telja hag flokksins. Mismunurinn á skoðunum flokkanna veldur öllum vandræðunum. Þó að flokkur hafi almannahag á stefnuskrá sinni, þá horfir hver maður fyrst og fremst á eigin hag. Þegar flokkur hefur náð aðaltakmarki sínu, fara flokksmenn að ganga ríkt eftir hagsmunamálum sínum, en þau koma þá hvert í bága við annað, og þetta leiðir til þess að flokkurinn klofnar og flokkunum fjölgar. Við þetta eykst glundroðinn stórum. Fáir sem fást við opinber mál, hugsa aðeins um heill landsins, hvað sem þeir láta í veðri vaka. Þó að störf þeirra komi landinu að verulega gagni, þá hafa þeir fyrst og fremst hugsað um eigin hag, en þá hefur hagur þeirra og landsins farið saman. Þeir hafa því ekki látið stjórnast af einskærum velvilja.“ Er mikill munur á manneskjum árið 1788 og 2011? Varla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Stundum finnst manni sumir stjórnmálamenn og smáhópar innan stjórnmálahreyfinga gera lítinn greinarmun á stjórnmálaflokki og sértrúarsöfnuði. Standa eins og hundar á roði á kennisetningum og trúa því að það sé af hugsjón og heiðarleika, eða yfirburða vitsmunum. Eftir að hafa valið sér hólf í skoðanabankanum, hverfa þeir inn í það og loka á eftir sér. Standa eftir það við opinn glugga og prédika eigið fagnaðarerindi, baða sig í eigin ágæti, og gera lítið úr þeim sem kunna ekki að meta það. Þetta er reyndar ekki stór hópur, en hefur meiri áhrif en efni standa til vegna staðfestu sinnar og yfirlætis. Sumir fá öryggistilfinningu við það að gefa sig á vald samtökum og einstaklingum sem boða endanlegan sannleika. Óvissunni er eytt. Rétt og rangt er klárt og kvitt. En lífið er ekki fugl í hendi. Lífið er hreyfing. Og lífið er óvissa. Og það er eiginlega dásamlegasti galdurinn við tilveruna. Á sögunnar spjöldÁ fjölmennum stuðningsmannafundi fyrrverandi forsætisráðherra í Hörpu fyrr í þessum mánuði, tók til máls Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur. Kristrún er aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra. Hún flutti framúrskarandi ræðu. Engar málalengingar, einlæg og tilgerðarlaus framsetning. Kristrún tók fram að hún hefði aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn, væri á annarri snúru. En sagðist leyfa sér að fullyrða að engin siðmenntuð manneskja með lögfræðimenntun gæti horft á þetta mál án þess að blygðast sín. Kristín sýndi með þessu fágætan manndóm og fagmennsku. Líka gott fordæmi. Það er munur á því að vera stuðningsmaður stjórnmálaflokks eða vera flokksþræll. Þegar fram líða stundir verða samin dramatísk leikrit og líkast til kvikmyndir um yfirstandandi tímabil, og þetta mál sérstaklega. Hugsanlega á næstu árum eða eftir hálfa öld. Og vegna nútíma tækni, þá geta höfundar skoðað atburðarásina á Alþingi og geta sér til glöggvunar séð andlit þingmanna þegar þeir greiða atkvæði, sem og annarra sem að þessu máli koma. Viðbrögð Kristrúnar Heimisdóttur munu ekki fyrnast. ÞöggunHvers vegna er þetta ekki í umræðunni? Hvar eru þeir sem alltaf eru með á vörum orð eins og flokkseigendafélagið, flokksræði, og flokksþrælar. Af hverju er ekki staldrað við þegar brotist er út úr hefðinni? Er þetta ekki tækifæri til að endurskoða samskiptasiði þeirra sem hafa mismunandi skoðanir? Hvað er frétt? Hvar eru umbótabloggararnir? Er eitthvað að því að fólk hafi mismunandi skoðanir á stjórnmálum, uppeldi eða íþróttafélagi? Væri ekki einkennilegt ef svo væri ekki? Þó að það sé ríkt í okkur að allt sé betra en áður var, þar með við sjálf, þá er maðurinn alltaf og alls staðar eins. Líka pólitíkin. Í ágústmánuði árið 1788 skrifaði Benjamín Franklín smákafla um stjórnmálaflokka í sjálfsævisögu sína: Benjamín„Hinir miklu viðburðir, stríð, stjórnarbreytingarnar eru framkvæmdar af flokkum. Skoðanir þessara flokka miðast við það, sem þeir telja hag flokksins. Mismunurinn á skoðunum flokkanna veldur öllum vandræðunum. Þó að flokkur hafi almannahag á stefnuskrá sinni, þá horfir hver maður fyrst og fremst á eigin hag. Þegar flokkur hefur náð aðaltakmarki sínu, fara flokksmenn að ganga ríkt eftir hagsmunamálum sínum, en þau koma þá hvert í bága við annað, og þetta leiðir til þess að flokkurinn klofnar og flokkunum fjölgar. Við þetta eykst glundroðinn stórum. Fáir sem fást við opinber mál, hugsa aðeins um heill landsins, hvað sem þeir láta í veðri vaka. Þó að störf þeirra komi landinu að verulega gagni, þá hafa þeir fyrst og fremst hugsað um eigin hag, en þá hefur hagur þeirra og landsins farið saman. Þeir hafa því ekki látið stjórnast af einskærum velvilja.“ Er mikill munur á manneskjum árið 1788 og 2011? Varla.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun