Katrín og Kristín hetjurnar 23. júlí 2011 06:00 Katrín Ásbjörnsdóttir tryggði KR-konum sæti í bikarúrslitaleiknum á lokamínútu leiksins. Mynd/Hag Valur og KR mætast í fjórða sinn í bikarúrslitaleik kvenna eftir sigra í undan-úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á lokamínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR-stelpur blésu á það og hófu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufalega í höndina í teignum. Stojkanovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir hornspyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemning hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kaflaskiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum framherjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnarleik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynjarsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðnari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði markaskorarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heimamenn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira
Valur og KR mætast í fjórða sinn í bikarúrslitaleik kvenna eftir sigra í undan-úrslitaleikjum Valitor-bikars kvenna í gærkvöldi. Valur vann 1-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ en KR vann 2-1 sigur á Fylki í Árbænum. KR tryggði sér sæti í úrslitum Valitor-bikars kvenna í gærkvöld með 2-1 sigri á Fylki með marki Katrínar Ásbjörnsdóttur á lokamínútum leiksins. Fylkir þótti sigurstranglegra liðið fyrir leik liðanna en KR-stelpur blésu á það og hófu leikinn af miklum krafti og komust yfir á 9. mínútu þegar Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg skoraði úr víti sem dæmt var þegar Lidija Stojkanovic fékk boltann klaufalega í höndina í teignum. Stojkanovic kvittaði fyrir vítið þegar hún jafnaði metin eftir hornspyrnu á 26. mínútu en Fylkir réð lögum og lofum á vellinum eftir að KR komst yfir. KR hóf seinni hálfleikinn mun betur en er leið á hálfleikinn náði Fylkir yfirhöndinni án þess að skapa sér afgerandi færi. Þegar allt virtist stefna í framlengingu tryggði Katrín Ásbjörnsdóttir KR sætið í úrslitunum með laglegu skoti eftir skyndisókn. „Það virðist vera bikarstemning hjá okkur í ár og þetta var verðskuldað hjá okkur. Mér fannst við betra liðið í kaflaskiptum leik,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari KR að leiknum loknum. „Ég er með mjög fljóta vörn og gengur vel á móti fljótum framherjum en á í meira basli gegn líkamlega sterkum framherjum,“ sagði Björgvin um góðan varnarleik síns liðs, sérstaklega í seinni hálfleik. Bláklæddar Valskonur mættu grimmari til leiks í Mosfellsbæ í gærkvöld. Þær sóttu nokkuð ákaft framan af og sóknin bar árangur á 21. mínútu. Þá gaf Dagný Brynjarsdóttir boltann frá hægri út í teiginn þar sem markahrókurinn Kristín Ýr Bjarnadóttir setti knöttinn í nærhornið. Færi fyrri hálfleiksins voru Valskvenna sem náðu þó ekki að nýta þau og Íslands- og bikarmeistararnir með eins marks forystu í hálfleik. Í síðari hálfleik voru leikar mun jafnari. Mosfellingar voru ákveðnari fram á við og gáfu Valskonum minni tíma með boltann. „Við dettum stundum í of flókna hluti í seinni hálfleik eftir að hafa verið betri í fyrri hálfleik. Ofhugsum allt í staðinn fyrir að sparka bara í boltann og hlaupa. Við erum við að hugsa of mikið um að gera allt rétt,“ sagði markaskorarinn Kristín Ýr Bjarnadóttir. Valskonur virtust óviðbúnar mótspyrnunni, misstu góð tök sín á leiknum án þess þó að gefa nema eitt færi á sér. Ahkeelea Mollon sem er í láni frá Stjörnunni komst þá í gegn en Meagan McCray varði vel í marki Vals. Valskonur voru nær því að bæta við marki í lokin en heimamenn að jafna. Meðal annars átti Björk Gunnarsdóttir hörkuskot í þverslá. Valskonur eru komnar í bikarúrslit en bikarinn er þeirra að verja. „Þetta er skemmtilegasti leikur ársins að mínu mati. við ætluðum þangað allan tímann,“ sagði Kristín Ýr sem skoraði þrennu þegar Valur vann 3-0 sigur á Þór/KA í undanúrslitunum í fyrra.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Sjá meira