Kalla eftir evrópskri samstöðu gegn hatri 26. júlí 2011 06:45 Zapatero og Cameron áttu fund í gær og ræddu meðal annars hryðjuverkin í Noregi. Nordicphotos/AFP José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir samevrópskum viðbrögðum gegn útlendingahatri og fordómum í kjölfar hinna hryllilegu hryðjuverkaárása í Noregi. „Þetta er einhver alvarlegasti atburður sem átt hefur sér stað í Evrópu. Hann kallar á viðbrögð, evrópsk viðbrögð, til varnar frelsi og lýðræði og gegn öfgum,“ sagði Zapatero á blaðamannafundi með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í London í gær. Zapatero hvatti í kjölfarið leiðtoga Evrópuríkja til að sameinast um viðbrögð. Í kjölfarið vottaði Cameron fórnarlömbum árásanna samúð sína og bætti svo við: „Bretland og Spánn hafa bæði orðið fyrir barðinu á hræðilegum hryðjuverkum í fortíðinni og ég veit að við munum báðir bjóða Norðmönnum allan þann stuðning sem við getum á næstu dögum.“ Anders Behring Breivik, sem játað hefur á sig árásirnar, gaf út á netinu 1500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu daginn sem árásirnar áttu sér stað. Í stefnuyfirlýsingunni lýsir hann yfir stríði gegn þeim ríkisstjórnum og stjórnmálaöflum í Evrópu sem eru umburðarlynd gagnvart íslam. Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt árásirnar á síðustu dögum en margir hafa endurómað orð Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, frá því á föstudag: „Nú erum við öll Norðmenn.“ - mþl Hryðjuverk í Útey Noregur Spánn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
José Luis Rodríguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, kallaði í gær eftir samevrópskum viðbrögðum gegn útlendingahatri og fordómum í kjölfar hinna hryllilegu hryðjuverkaárása í Noregi. „Þetta er einhver alvarlegasti atburður sem átt hefur sér stað í Evrópu. Hann kallar á viðbrögð, evrópsk viðbrögð, til varnar frelsi og lýðræði og gegn öfgum,“ sagði Zapatero á blaðamannafundi með David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, í London í gær. Zapatero hvatti í kjölfarið leiðtoga Evrópuríkja til að sameinast um viðbrögð. Í kjölfarið vottaði Cameron fórnarlömbum árásanna samúð sína og bætti svo við: „Bretland og Spánn hafa bæði orðið fyrir barðinu á hræðilegum hryðjuverkum í fortíðinni og ég veit að við munum báðir bjóða Norðmönnum allan þann stuðning sem við getum á næstu dögum.“ Anders Behring Breivik, sem játað hefur á sig árásirnar, gaf út á netinu 1500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu daginn sem árásirnar áttu sér stað. Í stefnuyfirlýsingunni lýsir hann yfir stríði gegn þeim ríkisstjórnum og stjórnmálaöflum í Evrópu sem eru umburðarlynd gagnvart íslam. Leiðtogar ríkja um allan heim hafa fordæmt árásirnar á síðustu dögum en margir hafa endurómað orð Carls Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, frá því á föstudag: „Nú erum við öll Norðmenn.“ - mþl
Hryðjuverk í Útey Noregur Spánn Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira