Þjóðverji bjargaði 20 ungmennum af Útey 26. júlí 2011 04:45 Ættingjar fórnarlamba skotárasanna í Útey hafa margir safnast saman við eyjuna síðustu daga til að kveðja ástvini sína. Myndir/ap Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaupum frá árásarmanninum Anders Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem rólegum og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess fullviss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmdina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmanninum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokkuð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmálinu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fallinna félaga sinna. Pracon segist hafa beðið til guðs að Breivik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabundið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særðum vinum sínum í skjól. Þá björguðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmennum til bjargar. Løvik var í sumarleyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upplifðu. magnusl@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Frásagnir eftirlifenda af voðaverkunum í Útey hafa smám saman komið fram síðustu daga. Þær mála mynd af hryllilegum atburðum en inn á milli má finna sögur um manngæsku og samhjálp. Margir lýsa því hvernig þeir sáu vini sína skotna á hlaupum frá árásarmanninum Anders Behring Breivik. Aðrir voru skotnir á sundi frá eyjunni og í felum í tjöldum sínum eða inni í skálum. Breivik er lýst sem rólegum og yfirveguðum á meðan á morðunum stóð. Hann hljóp ekki á eftir þeim sem flúðu þess fullviss að ekkert skjól væri að finna á eyjunni. Sumum tókst þó að fela sig frá honum; undir rúmum, uppi í trjám og meira að segja inni í ísskáp. Þrátt fyrir hamslausa grimmdina virðist Breivik þó hafa verið fær um að sýna miskunn. Einn eftirlifenda, Adrian Pracon, lýsir því þegar Breivik mætti 10 ára gömlum hágrátandi dreng. Drengurinn sagði að faðir sinn væri dáinn en hann væri sjálfur of ungur til að deyja. Breivik leit á drenginn um stund og ákvað svo að hlífa honum. Skömmu síðar hóf hann þó skothríð aftur. Pracon sjálfur bjargaðist með naumindum en hann stakk sér til sunds til að flýja frá árásarmanninum. Hann gerði sér grein fyrir því þegar hann var kominn nokkuð frá eyjunni að hann kæmist ekki alla leið til lands og synti því til baka. Þegar hann var kominn aftur á land stóð hann skyndilega augliti til auglitis við Breivik sem af einhverjum ástæðum sleppti því að skjóta og fór í aðra átt. Pracon faldi sig í flæðarmálinu næstu klukkustundina en þá kom Breivik aftur með byssu á lofti. Fólk féll allt í kringum hann og hann lét sig detta og lét sem dauður væri við hlið fallinna félaga sinna. Pracon segist hafa beðið til guðs að Breivik myndi ekki uppgötva sig en hann færðist sífellt nær. Pracon fann andardrátt morðingjans og hitann frá hlaupinu og þá reið af skot sem hæfði Pracon í öxlina. Hann missti heyrnina tímabundið en passaði að hreyfa sig ekki þrátt fyrir sársaukann og komst því lífs af. Einnig hafa komið fram sögur af fórnarlömbum sem komu særðum vinum sínum í skjól. Þá björguðu eigendur báta í nágrenni Úteyjar nokkrum tugum úr eyjunni. Þýski ferðamaðurinn Marcel Gleffe bjargaði til dæmis 20 manns á árabáti sem hann hafði á leigu. Með líkum hætti kom Otto Løvik 40 til 50 ungmennum til bjargar. Løvik var í sumarleyfi nálægt Útey og hafði aðgang að báti. Hann þekkti skothljóðin strax og lét það ekki stöðva sig þótt Breivik skyti í átt að bátnum. Løvik segist enn ekki vera laus við andlit þeirra, sem hann þurfti að skilja eftir, úr huga sér. Það sama er sennilega hægt að segja um flesta sem voðaverkin upplifðu. magnusl@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira