Stjórnlögum náð Pawel Bartoszek skrifar 29. júlí 2011 09:00 Störfum stjórnlagaráðs lýkur í dag. Sem einn þeirra sem fengu að taka þátt í þeirri vegferð sem smíði nýs frumvarps til stjórnskipunarlaga er, get ég auðvitað ekki varist því að upplifa ákveðinn sjálfshátíðleika. Það er merkileg tilfinning að vera í þeim sporum sem fimm hundruð manna og kvenna vildu vera í. Seint verður það traust þakkað nóg. Líkt og hinir 24 fulltrúarnir greiddi ég atkvæði með því frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem nú hefur verið samþykkt í stjórnlagaráði. Í þeirri ákvörðun felst að ég tel þau stjórnarskrárdrög sem nú liggja fyrir vera yfir það heila betri en núgildandi stjórnarskrá. Í því felst að sjálfsögðu ekki að ég telji allt í frumvarpinu vera sönglandi sælu, og að ekkert í frumvarpinu megi skoða betur. Það gefur augaleið að svo er ekki. Ekkert frumvarp getur orðið þannig að allir fái sitt fram og ekkert mannanna verk er yfir gagnrýni hafið. Vinna á slíkum samkomum er í eðli sínu málamiðlunarstarf. Menn reyna að finna heildarlausn sem flestir geta sætt sig. Sá þáttur starfs stjórnlagaráðs hefur verið til fyrirmyndar. Í því ljósi ber auðvitað að skoða atkvæðatölur við lokaafgreiðslu einstakra greina með ákveðnum fyrirvara. Sá breiði stuðningur sem flestar greinar frumvarpsins fengu á fundinum seinasta þriðjudag og miðvikudag endurspeglar fyrst og fremst breiða virðingu allra ráðsfulltrúa við þann sáttaranda sem í ráðinu hefur ríkt. Oft var tekist á. Í fyrri umræðu var kosið um fjölmargar breytingartillögur, margar þær atkvæðagreiðslur fóru tæpt. Til að mynda var hlutfall kjósenda sem farið geta fram á atkvæðagreiðslu lækkað úr 15% í 10%. Ég er einn þeirra sem vildi stíga varlegar til jarðar í þessum efnum en ein og ein tala breytir engu um heildaráferð skjalsins hvað þetta varðar. Öllu meira máli skiptir sú umgjörð sem sköpuð er í kringum beina lýðræðið, þar sem gert er ráð fyrir öflugri aðkomu þingsins að flestum stigum málsins. Þannig munu 2% kjósenda geta lagt fram þingmál til afgreiðslu á Alþingi. Hvort slík mál nái fram að ganga verður háð stuðningi við það á þingi en að fenginni reynslu erlendis frá má ætla að slíkur tillöguréttur verði öflugt vopn í höndum kjósenda sem vilja koma ákveðnum málum á dagskrá. Margt annað í frumvarpinu er nýmæli. Þannig er lagt til kosningakerfi þar sem vægi atkvæða er jafnt á landinu öllu um leið og tryggt er að öll svæði landsins eigi sér fulltrúa á þingi. Hér er um að ræða lausn sem jafnt stuðningsmenn þess að gera landið að einu kjördæmi og þeir sem vilja áfram sjá kjördæmi geta vel unað við. Í þeirri útfærslu sem lögð er til gæti kjósandi í Reykjavík þannig kosið frambjóðendur á landslista sem búsettir eru í öðrum kjördæmum. Þá munu kjósendur ráða öllu um það hvaða frambjóðendur ná kjöri, og stjórnmálaflokkar engu, nái tillögur stjórnlagaráðs fram að ganga. Loks er opnað fyrir möguleika kjósenda á að velja frambjóðendur af fleiri en einum lista en löggjafanum þó falið úrslitavald í þeim efnum. Þá er hlutverk Alþingis gagnvart ríkisstjórn eflt til muna, ráðherrar látnir víkja af þingi, vald minnihluta þingsins aukið, stjórnarandstöðunni gefið færi á að láta athuga hvort lagafrumvörp standist stjórnarskrá, og skoða embættisfærslur ráðherra og stjórnsýslunnar. Loks er vald forseta í stjórnarskránni skýrt og fellt út orðalag þar sem forseti er sagður fara með platvald. Málskotsrétti forseta er þó haldið óbreyttum að sinni, en með tilliti til þess að hluti kjósenda mun geta krafist þjóðaratkvæðis um nýsamþykkt lög er ólíklegt að þeim rétti verði framvegis mikið beitt. Frumvarpi að nýjum drögum að stjórnarskrá hefur nú verið skilað til forseta Alþingis. Í framhaldinu færi best á því að almenningur, þingmenn og sérfræðingar fengju góðan tíma til að melta skjalið, lýsa sínum sjónarmiðum og ef til vill benda á eitthvað sem betur mætti fara. Góðir hlutir gerast hægt. Góð stjórnarskrá er góður hlutur og breytingar á henni á að gera hægt. Mér þætti ekkert óeðlilegt ef þjóðaratkvæðagreiðsla um hin nýju grunnlög færi fram í lok núverandi kjörtímabils, eftir tvö ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Störfum stjórnlagaráðs lýkur í dag. Sem einn þeirra sem fengu að taka þátt í þeirri vegferð sem smíði nýs frumvarps til stjórnskipunarlaga er, get ég auðvitað ekki varist því að upplifa ákveðinn sjálfshátíðleika. Það er merkileg tilfinning að vera í þeim sporum sem fimm hundruð manna og kvenna vildu vera í. Seint verður það traust þakkað nóg. Líkt og hinir 24 fulltrúarnir greiddi ég atkvæði með því frumvarpi til stjórnskipunarlaga sem nú hefur verið samþykkt í stjórnlagaráði. Í þeirri ákvörðun felst að ég tel þau stjórnarskrárdrög sem nú liggja fyrir vera yfir það heila betri en núgildandi stjórnarskrá. Í því felst að sjálfsögðu ekki að ég telji allt í frumvarpinu vera sönglandi sælu, og að ekkert í frumvarpinu megi skoða betur. Það gefur augaleið að svo er ekki. Ekkert frumvarp getur orðið þannig að allir fái sitt fram og ekkert mannanna verk er yfir gagnrýni hafið. Vinna á slíkum samkomum er í eðli sínu málamiðlunarstarf. Menn reyna að finna heildarlausn sem flestir geta sætt sig. Sá þáttur starfs stjórnlagaráðs hefur verið til fyrirmyndar. Í því ljósi ber auðvitað að skoða atkvæðatölur við lokaafgreiðslu einstakra greina með ákveðnum fyrirvara. Sá breiði stuðningur sem flestar greinar frumvarpsins fengu á fundinum seinasta þriðjudag og miðvikudag endurspeglar fyrst og fremst breiða virðingu allra ráðsfulltrúa við þann sáttaranda sem í ráðinu hefur ríkt. Oft var tekist á. Í fyrri umræðu var kosið um fjölmargar breytingartillögur, margar þær atkvæðagreiðslur fóru tæpt. Til að mynda var hlutfall kjósenda sem farið geta fram á atkvæðagreiðslu lækkað úr 15% í 10%. Ég er einn þeirra sem vildi stíga varlegar til jarðar í þessum efnum en ein og ein tala breytir engu um heildaráferð skjalsins hvað þetta varðar. Öllu meira máli skiptir sú umgjörð sem sköpuð er í kringum beina lýðræðið, þar sem gert er ráð fyrir öflugri aðkomu þingsins að flestum stigum málsins. Þannig munu 2% kjósenda geta lagt fram þingmál til afgreiðslu á Alþingi. Hvort slík mál nái fram að ganga verður háð stuðningi við það á þingi en að fenginni reynslu erlendis frá má ætla að slíkur tillöguréttur verði öflugt vopn í höndum kjósenda sem vilja koma ákveðnum málum á dagskrá. Margt annað í frumvarpinu er nýmæli. Þannig er lagt til kosningakerfi þar sem vægi atkvæða er jafnt á landinu öllu um leið og tryggt er að öll svæði landsins eigi sér fulltrúa á þingi. Hér er um að ræða lausn sem jafnt stuðningsmenn þess að gera landið að einu kjördæmi og þeir sem vilja áfram sjá kjördæmi geta vel unað við. Í þeirri útfærslu sem lögð er til gæti kjósandi í Reykjavík þannig kosið frambjóðendur á landslista sem búsettir eru í öðrum kjördæmum. Þá munu kjósendur ráða öllu um það hvaða frambjóðendur ná kjöri, og stjórnmálaflokkar engu, nái tillögur stjórnlagaráðs fram að ganga. Loks er opnað fyrir möguleika kjósenda á að velja frambjóðendur af fleiri en einum lista en löggjafanum þó falið úrslitavald í þeim efnum. Þá er hlutverk Alþingis gagnvart ríkisstjórn eflt til muna, ráðherrar látnir víkja af þingi, vald minnihluta þingsins aukið, stjórnarandstöðunni gefið færi á að láta athuga hvort lagafrumvörp standist stjórnarskrá, og skoða embættisfærslur ráðherra og stjórnsýslunnar. Loks er vald forseta í stjórnarskránni skýrt og fellt út orðalag þar sem forseti er sagður fara með platvald. Málskotsrétti forseta er þó haldið óbreyttum að sinni, en með tilliti til þess að hluti kjósenda mun geta krafist þjóðaratkvæðis um nýsamþykkt lög er ólíklegt að þeim rétti verði framvegis mikið beitt. Frumvarpi að nýjum drögum að stjórnarskrá hefur nú verið skilað til forseta Alþingis. Í framhaldinu færi best á því að almenningur, þingmenn og sérfræðingar fengju góðan tíma til að melta skjalið, lýsa sínum sjónarmiðum og ef til vill benda á eitthvað sem betur mætti fara. Góðir hlutir gerast hægt. Góð stjórnarskrá er góður hlutur og breytingar á henni á að gera hægt. Mér þætti ekkert óeðlilegt ef þjóðaratkvæðagreiðsla um hin nýju grunnlög færi fram í lok núverandi kjörtímabils, eftir tvö ár.
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun