Annie Mist hraustasta kona í heimi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 2. ágúst 2011 08:00 Annie Mist Þórisdóttir sést hér taka vel á því í síðustu greininni þar sem hún tryggði sér sigurinn. Mynd/Daði Hrafn Sveinbjarnarson Annie Mist Þórisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síðustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það," sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himinlifandi, það er ótrúleg tilfinning að ná þessum áfanga," sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist beinlínis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífurlega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfingaáætlun frá þeim. Ég æfi á morgnana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið." „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á," sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfarana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólympískum lyftingum og fleiru," sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálpaði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftingasambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt," sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram." Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira
Annie Mist Þórisdóttir gerði sér lítið fyrir og vann Heimsleikana í Crossfit um helgina í Home Depot Center í Carson í Kaliforníu. Sigur Annie var einkar glæsilegur en hún fékk 842 stig en heimsmeistari síðasta árs, Kristan Clever, varð önnur með 799 stig. Annie og Clever voru hlið við hlið í brautinni í þremur síðustu greinunum og því mikil keppni þeirra á milli en stutt hvíld var á milli hverrar greinar í lokin. „Ég vissi að ég var með ellefu stiga forskot þegar við fórum inn í síðustu keppnina. Ég hugsaði ekki um annað en að vinna hana í öllum greinunum í lokin og mér tókst það," sagði Annie í samtali við Fréttablaðið frá Bandaríkjunum skömmu eftir að hún vaknaði en þá var sigurinn enn að síast inn. „Mér líður ótrúlega vel. Það er erfitt að lýsa því. Maður er himinlifandi, það er ótrúleg tilfinning að ná þessum áfanga," sagði Annie, sem fór með það markmið til Bandaríkjanna að vinna mótið þó hún segist ekki hafa búist beinlínis við því að sigra. „Maður er búinn að leggja gífurlega mikið á sig, síðasta árið sérstaklega. Ég náði öðru sæti í fyrra og þá fór maður að hugsa að maður ætti séns og þá leggur maður allt í þetta. Ég er með tvo erlenda þjálfara og fylgi æfingaáætlun frá þeim. Ég æfi á morgnana og seinni partinn og síðan er ég líka að kenna crossfit þannig að lífið hefur verið crossfit síðasta árið." „Aðstæður til æfinga í Boot Camp eru alveg nógu góðar fyrir þetta ef maður tekur nóg á," sagði Annie hlæjandi og bætti við: „Ég er í miklu sambandi við þjálfarana mína erlendis og hef farið út til að hitta þjálfara sem mig hefur vantað að hitta, þjálfara í ólympískum lyftingum og fleiru," sagði Annie, sem er með samning við Reebok sem fjármagnaði þátttöku hennar í Heimsleikunum. „Áður en ég náði samningi við Reebok fór ég víða að reyna að safna styrkjum þar sem ÍSÍ hjálpaði ekkert og það er erfitt að fá styrki frá fyrirtækjum þegar íþróttin er ekki innan ÍSÍ. Þess vegna hef ég skoðað leiðir til að komast inn í ÍSÍ, bæði í gegnum frjálsar íþróttir eða lyftingasambandið, og vonandi á það eftir ganga eftir einhvern tímann. Þetta er íþrótt," sagði Annie Mist. Allir keppendur fóru í lyfjapróf að mótinu loknu að sögn Annie, sem er hvergi hætt enda aðeins 21 árs gömul. „Ætli ég þurfi ekki bara að stefna að því að verða fyrsta manneskjan til að vinna tvö ár í röð. Ég veit ekki hvert ég stefni en á meðan ég hef svona gaman af crossfit þá held ég áfram."
Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Fleiri fréttir Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Valur áfram eftir góðan sigur „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fyrrum leikstjórnandi í NFL deildinni stunginn og handtekinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Sjá meira