Vill leika stórt hlutverk í umbreyttu stjórnmálakerfi 3. ágúst 2011 08:30 Jens Stoltenberg var meðal þeirra sem mættu í útför Monu Abdinur, sem lést í Útey. Mörg fórnarlambanna hafa verið jörðuð undanfarna daga. Nordicphotos/afp Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fangelsinu. Sá síðari er mjög óraunhæfur og langt frá raunveruleikanum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvernig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsingar um meintar aðrar hryðjuverkasellur. „Það er algjörlega ómögulegt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheilbrigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkisstjórnarinnar. Hann vill umfangsmiklar breytingar á stjórnmálakerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þessar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni á sprengjusvæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en hafist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokkar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Framfaraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokkurra ára skeið en Siv Jensen, formaður flokksins, segir að Breivik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refsingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Hryðjuverkamaðurinn Anders Behring Breivik vill að ríkisstjórn Noregs fari frá völdum og að hann sjálfur gegni stóru hlutverki í nýju stjórnmálakerfi í landinu. Þetta er meðal krafa sem hann hefur sett fram, að sögn Geir Lippestad, verjanda hans. Breivik hefur sett fram tvo kröfulista. Sá fyrri er svipaður listum sem fangar setja iðulega fram og þar fer hann til dæmis fram á að fá sígarettur og að ganga í venjulegum fötum í fangelsinu. Sá síðari er mjög óraunhæfur og langt frá raunveruleikanum, segir Lippestad. Listinn sýni að Breivik viti ekki hvernig samfélagið virki. Hann vill að kröfunum á seinni listanum verði mætt og setur það sem skilyrði fyrir því að hann veiti upplýsingar um meintar aðrar hryðjuverkasellur. „Það er algjörlega ómögulegt að uppfylla þessar kröfur,“ segir Lippestad, en meðal þess sem Breivik vill er að geðheilbrigði hans verði rannsakað af japönskum sérfræðingum. Hann telur að japanskir sérfræðingar muni skilja hann mun betur en evrópskir. Jafnframt segir Lippestad að kröfurnar feli í sér gjörbreytt norskt og evrópskt samfélag, þar á meðal afsögn norsku ríkisstjórnarinnar. Hann vill umfangsmiklar breytingar á stjórnmálakerfinu og fá að gegna þar stóru hlutverki. Lippestad vildi ekki gefa nánari upplýsingar um þessar breytingar á samfélögum, en sagði ljóst að Breivik skildi ekki stöðu sína. Lögreglan hefur nú lokið rannsókn sinni á sprengjusvæðinu í miðborg Óslóar. Enn er þó unnið að rannsókninni í Útey, en hafist hefur verið handa við að hreinsa eyjuna. Þá er verið að safna saman eigum ungmenna sem skildar voru eftir þar hinn 22. júlí. Jens Stoltenberg forsætisráðherra sagði við þingmenn á mánudag að stjórnmálaflokkar ættu að velja orð sín af meiri varkárni í framtíðinni, og hefur verið talið að hann hafi verið að beina orðum sínum til Framfaraflokksins, sem hefur talað gegn innflytjendum. Breivik var meðlimur í flokknum um nokkurra ára skeið en Siv Jensen, formaður flokksins, segir að Breivik hafi aldrei tekið mikinn þátt í starfi flokksins. „Við hefðum ekki getað séð neitt af þessu fyrir,“ segir hún. Meirihluti Norðmanna telur að refsingar fyrir alvarlega glæpi séu of vægar, samkvæmt könnun norska dagblaðið Verdens gang. 65 prósent aðspurðra telja refsingarnar of vægar, 24 prósent sanngjarnar og tvö prósent of harðar. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira