Sérstök deild rannsakar hryðjuverkin 4. ágúst 2011 07:45 Blómahafið og aðrir munir sem settir höfðu verið á torg fyrir framan dómkirkjuna í Ósló voru fjarlægðir í gær. Bréf og kort verða varðveitt. Mynd/AP Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Lögreglan hélt blaðamannafund í gær þar sem meðal annars var greint frá þessu. Mikill fjöldi lögreglumanna kemur að rannsókninni og lögregla nýtur aðstoðar evrópsku lögreglunnar Europol og FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. Anders Behring Breivik var yfirheyrður í þriðja sinn í gærdag. Þrátt fyrir að hann hafi játað á sig verknaðinn er mörgum spurningum ósvarað. Lögreglan hefur lagt áherslu á að komast að því hvernig hann fjármagnaði verknaðinn og við hverja hann hefur haft samskipti undanfarið. Lögreglan hefur sérstakan áhuga á því að skoða bankareikninga sem Breivik gæti hafa opnað og tæmt. Sjálfur hefur Breivik sagst vera hluti af stærri samtökum sem hafi hryðjuverkasellur um Evrópu, en lögregla hefur ekki fundið nein merki um að það eigi við rök að styðjast. Þá hefur verið upplýst að Breivik hringdi sjálfur í lögregluna frá Útey og sagði meðal annars að verkefninu væri lokið. Símtalið tók aðeins um þrjár sekúndur. Mikill fjöldi fólks hefur sótt útfarir fórnarlamba hryðjuverkanna. Nokkrir hafa verið jarðsettir á hverjum degi fram til þessa, en tugir verða jarðsettir í dag og á morgun. Ráðherrar og aðrir háttsettir innan Verkamannaflokksins hafa verið viðstaddir útfarirnar, og hefur að minnsta kosti einn fulltrúi flokksins verið við hverja útför ungmennanna sem létust í Útey. Hafist hefur verið handa við að hreinsa upp blómahafið og aðra hluti sem skildir voru eftir við dómkirkjuna í Ósló til minningar um fórnarlömbin. Öllum kortum og bréfum verður safnað saman og þau geymd á bókasöfnum í framtíðinni. Þannig verður hægt að sjá hvað venjulegt fólk hafði að segja um voðaverkin 22. júlí. thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira
Sett verður upp sérstök deild innan norsku lögreglunnar sem mun rannsaka hryðjuverkaárásirnar hinn 22. júlí, sem urðu 77 manns að bana. Lögreglan hélt blaðamannafund í gær þar sem meðal annars var greint frá þessu. Mikill fjöldi lögreglumanna kemur að rannsókninni og lögregla nýtur aðstoðar evrópsku lögreglunnar Europol og FBI, bandarísku alríkislögreglunnar. Anders Behring Breivik var yfirheyrður í þriðja sinn í gærdag. Þrátt fyrir að hann hafi játað á sig verknaðinn er mörgum spurningum ósvarað. Lögreglan hefur lagt áherslu á að komast að því hvernig hann fjármagnaði verknaðinn og við hverja hann hefur haft samskipti undanfarið. Lögreglan hefur sérstakan áhuga á því að skoða bankareikninga sem Breivik gæti hafa opnað og tæmt. Sjálfur hefur Breivik sagst vera hluti af stærri samtökum sem hafi hryðjuverkasellur um Evrópu, en lögregla hefur ekki fundið nein merki um að það eigi við rök að styðjast. Þá hefur verið upplýst að Breivik hringdi sjálfur í lögregluna frá Útey og sagði meðal annars að verkefninu væri lokið. Símtalið tók aðeins um þrjár sekúndur. Mikill fjöldi fólks hefur sótt útfarir fórnarlamba hryðjuverkanna. Nokkrir hafa verið jarðsettir á hverjum degi fram til þessa, en tugir verða jarðsettir í dag og á morgun. Ráðherrar og aðrir háttsettir innan Verkamannaflokksins hafa verið viðstaddir útfarirnar, og hefur að minnsta kosti einn fulltrúi flokksins verið við hverja útför ungmennanna sem létust í Útey. Hafist hefur verið handa við að hreinsa upp blómahafið og aðra hluti sem skildir voru eftir við dómkirkjuna í Ósló til minningar um fórnarlömbin. Öllum kortum og bréfum verður safnað saman og þau geymd á bókasöfnum í framtíðinni. Þannig verður hægt að sjá hvað venjulegt fólk hafði að segja um voðaverkin 22. júlí. thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Erlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Fleiri fréttir Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Sjá meira