Kolruglaður kjötmarkaður Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. ágúst 2011 07:30 Í grein Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær, sem víða hefur verið til umfjöllunar, hrekur hann alls konar vitleysu sem haldið er fram um útflutning á sauðfjárafurðum. Þórólfur sýnir þannig fram á að það er rangt sem haldið hefur verið fram, að skattgreiðendur niðurgreiði ekki lengur útflutning kindakjöts. Þótt útflutningsbætur hafi verið aflagðar fyrir tæpum tveimur áratugum eru enn greiddar „beingreiðslur“ og „gæðastýringarálag“ (tvö af þessum gegnsæju orðum í landbúnaðarfrumskóginum) til bænda. Ef litið er á hlutfall þess kjöts innan „greiðslumarks“ sem flutt er út, fara 400 til 1200 milljónir af fé skattgreiðenda til að borga með útfluttu lambakjöti, samkvæmt útreikningi prófessorsins. Þórólfur bendir á að útflutningurinn, svo og sú venja að henda lambakjöti sem selst ekki í búðum, í stað þess að lækka verðið á því rétt fyrir síðasta söludag, haldi uppi verðinu á lambakjöti innanlands. Þetta setur rökstuðninginn fyrir nýlegri hækkun á lambakjöti á innanlandsmarkaði í athyglisvert ljós: Kjöti er hent fremur en að lækka á því verðið. Lambakjöt er flutt út með styrk frá neytendum (sem eru sama fólkið og skattgreiðendur). Þannig er verði innanlands líka haldið uppi. Rökin fyrir enn frekari verðhækkun eru hins vegar að útflutningurinn gangi svo vel. Þannig er verðhækkun á kjöti sem íslenzkir neytendur hafa niðurgreitt ofan í útlendinga orðin rök fyrir því að þeir eigi að borga ennþá meira. Við það má bæta að samtökum bænda finnst alveg sjálfsagt að þeir fái að flytja út kjöt án tolla, til dæmis á markað í Evrópusambandslöndunum, en þau eru alveg á móti því að kjöt sé flutt inn til Íslands án tolla. Svona röksemdafærsla viðgengst hvergi nema á hinum kolruglaða búvörumarkaði. Þórólfur Matthíasson hrekur fleiri vitleysur; til dæmis þá að útflutningur lambakjöts skapi dýrmætar gjaldeyristekjur. Ríkisstyrkirnir sem koma til þýða að peningarnir eru fyrst sendir upp í sveit, áður en þeir koma heim aftur sem gjaldeyristekjur. Og til að framleiða kjöt til útflutnings þarf heilmikinn innflutning; áburð, olíu, vélar, fóður og þar fram eftir götunum. Því að þótt bændur vilji sem minnstan innflutning í nafni matvælaöryggis, hefur hvorki tekizt að koma á olíu- né dráttarvélaöryggi. Ávinningurinn af útflutningnum er því sáralítill í samanburði við aðrar útflutningsgreinar. Íslenzkt kindakjöt er frábær vara, sem á með réttu að selja um allan heim, ekki bara á Íslandi. En væri okkur öllum, líka framleiðendum lambakjöts, ekki greiði gerður með því að losa framleiðsluna og söluna út úr þessu fáránlega kerfi og innleiða viðskiptafrelsi í landbúnaðinum eins og öðrum greinum? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun
Í grein Þórólfs Matthíassonar hagfræðiprófessors í Fréttablaðinu í gær, sem víða hefur verið til umfjöllunar, hrekur hann alls konar vitleysu sem haldið er fram um útflutning á sauðfjárafurðum. Þórólfur sýnir þannig fram á að það er rangt sem haldið hefur verið fram, að skattgreiðendur niðurgreiði ekki lengur útflutning kindakjöts. Þótt útflutningsbætur hafi verið aflagðar fyrir tæpum tveimur áratugum eru enn greiddar „beingreiðslur“ og „gæðastýringarálag“ (tvö af þessum gegnsæju orðum í landbúnaðarfrumskóginum) til bænda. Ef litið er á hlutfall þess kjöts innan „greiðslumarks“ sem flutt er út, fara 400 til 1200 milljónir af fé skattgreiðenda til að borga með útfluttu lambakjöti, samkvæmt útreikningi prófessorsins. Þórólfur bendir á að útflutningurinn, svo og sú venja að henda lambakjöti sem selst ekki í búðum, í stað þess að lækka verðið á því rétt fyrir síðasta söludag, haldi uppi verðinu á lambakjöti innanlands. Þetta setur rökstuðninginn fyrir nýlegri hækkun á lambakjöti á innanlandsmarkaði í athyglisvert ljós: Kjöti er hent fremur en að lækka á því verðið. Lambakjöt er flutt út með styrk frá neytendum (sem eru sama fólkið og skattgreiðendur). Þannig er verði innanlands líka haldið uppi. Rökin fyrir enn frekari verðhækkun eru hins vegar að útflutningurinn gangi svo vel. Þannig er verðhækkun á kjöti sem íslenzkir neytendur hafa niðurgreitt ofan í útlendinga orðin rök fyrir því að þeir eigi að borga ennþá meira. Við það má bæta að samtökum bænda finnst alveg sjálfsagt að þeir fái að flytja út kjöt án tolla, til dæmis á markað í Evrópusambandslöndunum, en þau eru alveg á móti því að kjöt sé flutt inn til Íslands án tolla. Svona röksemdafærsla viðgengst hvergi nema á hinum kolruglaða búvörumarkaði. Þórólfur Matthíasson hrekur fleiri vitleysur; til dæmis þá að útflutningur lambakjöts skapi dýrmætar gjaldeyristekjur. Ríkisstyrkirnir sem koma til þýða að peningarnir eru fyrst sendir upp í sveit, áður en þeir koma heim aftur sem gjaldeyristekjur. Og til að framleiða kjöt til útflutnings þarf heilmikinn innflutning; áburð, olíu, vélar, fóður og þar fram eftir götunum. Því að þótt bændur vilji sem minnstan innflutning í nafni matvælaöryggis, hefur hvorki tekizt að koma á olíu- né dráttarvélaöryggi. Ávinningurinn af útflutningnum er því sáralítill í samanburði við aðrar útflutningsgreinar. Íslenzkt kindakjöt er frábær vara, sem á með réttu að selja um allan heim, ekki bara á Íslandi. En væri okkur öllum, líka framleiðendum lambakjöts, ekki greiði gerður með því að losa framleiðsluna og söluna út úr þessu fáránlega kerfi og innleiða viðskiptafrelsi í landbúnaðinum eins og öðrum greinum?
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun