Í fínu andlegu og líkamlegu formi 5. ágúst 2011 15:45 Björgvin Gíslason spilar á sítarinn sinn. Endurútgáfa og tvennir tónleikar eru framundan í tilefni sextugsafmælis hans. Fréttablaðið/Valli „Ég er í afskaplega fínu formi bæði andlega og líkamlega," segir gítarleikarinn snjalli Björgvin Gíslason. Hann heldur upp á sextugsafmælið sitt 4. september með því að endurútgefa þrjár sólóplötur sínar í viðhafnarútgáfu og halda tónleika í Austurbæ og á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef aldrei haldið upp á afmælið mitt. Ég hef verið úti í Perú eða einhvers staðar. Mér fannst ágætt að gera þetta svona," segir Björgvin um tónleikana. Hann hefur lengi verið talinn einn besti gítarleikari landsins og hefur spilað með þekktum sveitum á borð við Náttúru, Paradís, Pelican, Das Kapital og KK Band. Síðasti vakti hann athygli fyrir gítarleik sinn á plötu Mugison, Mugiboogie. Þrjú ár eru liðin síðan Björgvin keypti af Senu útgáfuréttinn að sólóplötum sínum þremur; Öræfarokk, Glettur og Örugglega, frá árunum 1977 til 1983. Þær tvær fyrstu komu aðeins út á vínyl og hafa verið ófáanlegar í mörg ár. Allar plöturnar hafa nú verið endurhljómjafnaðar (e. master) af Gunnari Smára Helgasyni, auk þess sem sonur Björgvins, Óðinn Bolli hjá Odinn Design, hannaði veglegan pakka utan um góðgætið og nefnist hann Björgvin Gíslason 3X. „Það var aldeilis kominn tími á að gefa þetta út. Ég hef ekki fengið spilun á þetta í útvarpi enda nennir enginn að setja rispaðan vínyl á fóninn," segir Björgvin. Hann hefur lítið spilað á tónleikum undanfarin ár en hefur haldið sér við með gítarkennslu á heimili sínu. Er alltaf nóg að gera? „Maður skrimtir. Maður hefur náð endum saman. Það er nóg fyrir gamlan hippa sem er ekki kröfuharður," segir hann í léttum dúr. Með Björgvin á afmælistónleikunum verða þeir Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Stefán Már Magnússon, Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson sem syngur. Miðasala hefst í dag hér á Midi.is. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Ég er í afskaplega fínu formi bæði andlega og líkamlega," segir gítarleikarinn snjalli Björgvin Gíslason. Hann heldur upp á sextugsafmælið sitt 4. september með því að endurútgefa þrjár sólóplötur sínar í viðhafnarútgáfu og halda tónleika í Austurbæ og á Græna hattinum á Akureyri. „Ég hef aldrei haldið upp á afmælið mitt. Ég hef verið úti í Perú eða einhvers staðar. Mér fannst ágætt að gera þetta svona," segir Björgvin um tónleikana. Hann hefur lengi verið talinn einn besti gítarleikari landsins og hefur spilað með þekktum sveitum á borð við Náttúru, Paradís, Pelican, Das Kapital og KK Band. Síðasti vakti hann athygli fyrir gítarleik sinn á plötu Mugison, Mugiboogie. Þrjú ár eru liðin síðan Björgvin keypti af Senu útgáfuréttinn að sólóplötum sínum þremur; Öræfarokk, Glettur og Örugglega, frá árunum 1977 til 1983. Þær tvær fyrstu komu aðeins út á vínyl og hafa verið ófáanlegar í mörg ár. Allar plöturnar hafa nú verið endurhljómjafnaðar (e. master) af Gunnari Smára Helgasyni, auk þess sem sonur Björgvins, Óðinn Bolli hjá Odinn Design, hannaði veglegan pakka utan um góðgætið og nefnist hann Björgvin Gíslason 3X. „Það var aldeilis kominn tími á að gefa þetta út. Ég hef ekki fengið spilun á þetta í útvarpi enda nennir enginn að setja rispaðan vínyl á fóninn," segir Björgvin. Hann hefur lítið spilað á tónleikum undanfarin ár en hefur haldið sér við með gítarkennslu á heimili sínu. Er alltaf nóg að gera? „Maður skrimtir. Maður hefur náð endum saman. Það er nóg fyrir gamlan hippa sem er ekki kröfuharður," segir hann í léttum dúr. Með Björgvin á afmælistónleikunum verða þeir Ásgeir Óskarsson, Haraldur Þorsteinsson, Stefán Már Magnússon, Jón Ólafsson og Björn Jörundur Friðbjörnsson sem syngur. Miðasala hefst í dag hér á Midi.is. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“