Stefnir á Ólympíugull árið 2018 Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2011 12:00 Jakob helgi Bjarnason Jakob er í hópi efnilegustu skíðamanna heims og stefnir á þátttöku á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi árið 2014.Fréttablaðið/Stefán Garðbæingurinn Jakob Helgi Bjarnason hefur vakið mikla athygli í skíðaheiminum síðustu misseri. Hann er fimmtán ára gamall og í sínum aldursflokki er hann stigahæsti skíðamaður heims. Hann skrifaði í síðustu viku undir samning við austurríska skíðaframleiðandann Atomic og skipar sér þar með í hóp með mörgum af fremstu skíðamönnum heims. Fátítt er að svo ungir skíðamenn geri samning við Atomic en því má líkja við að knattspyrnumaður geri atvinnumannasamning við Manchester United fimmtán ára gamall. Jakob Helgi stundaði nám í norskum skíðamenntaskóla á síðasta ári en hefur nám í Verzlunarskóla Íslands í haust. Hann verður þó áfram með annan fótinn erlendis því hann fer nær mánaðarlega í æfinga- eða keppnisferðir á bestu skíðasvæði heims. Jakob setur stefnuna hátt og hyggst komast í fremstu röð í sinni íþrótt og stefnir óhikað á að vinna Ólympíugull á Vetrarólympíuleikunum 2018. Samningurinn mikil hvatningJakob Helgi er nú kominn í hóp rúmlega 40 skíðamanna sem Atomic sér alfarið um en í þeim hópi eru meðal annarra Ólympíumeistararnir Benjamin Raich og Carlo Janka. Jakob segir samninginn gjörbreyta sínum aðstæðum og vera mikla hvatningu um að leggja enn harðar að sér. „Þetta er auðvitað rosalegt. Ég var boðaður á fund hjá Atomic án þess að ég hefði búist við neinu. Ég hitti manninn sem heldur utan um alla keppnismennina hjá þeim og hélt að þeir ætluðu að bjóða mér nokkur frí skíði og svona. En nei, þeir vildu fá mig inn í Atomic-fjölskylduna og nú sjá þeir um allt fyrir mig," segir Jakob Helgi og bætir við: „Ég fæ núna bestu græjur sem völ er á sérútbúnar fyrir mig og alla þá hjálp og sérfræðiþekkingu sem mig gæti vantað. Fyrst og fremst er þetta samt bara hvatning og merki um að ég sé að gera eitthvað rétt." Jakob Helgi hóf að æfa skíði níu ára gamall undir leiðsögn föður síns, Bjarna Th. Bjarnasonar, en hafði æft fótbolta fram að því. Bjarni var sjálfur bráðefnilegur skíðamaður á sínum tíma en hætti í íþróttinni sautján ára. „Ég fór sem sagt að æfa skíði í janúar 2005 og komst fljótt að því að þetta lá mjög vel fyrir mér. Það voru ekki liðnir nema 20 dagar þegar ég vann mitt fyrsta mót og eftir það var ekki aftur snúið. Þetta var bara í blóðinu og svo fannst mér þetta skemmtilegra en fótboltinn þótt hann sé ágætur líka," segir Jakob. Jakob keppir fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur en Bjarni faðir hans kemur þaðan. Jakob segir aðstæður til skíðaiðkunar vera slæmar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og skíðar því mikið á Dalvík. „Við eigum hús á Dalvík og förum þangað mjög reglulega. Dalvík er fyrir mér staður þar sem mér líður vel og þótt bærinn sé kannski lítill þá er hann alls ekki of lítill. Það er mjög fínt og róandi að vera þarna, bæði til að slappa af og til að fara á skíði," segir Jakob sem bætir við að Dalvík sé mikill íþróttabær og nefnir Björgvin Björgvinsson skíðamann og knattspyrnumennina Heiðar Helguson og Atla Viðar Björnsson í því samhengi. Lítil aðstaða á höfuðborgarsvæðinuBjörgvin Björgvinsson, sem verið hefur fremsti skíðamaður Íslendinga síðustu ár, tilkynnti nýverið að hann hygðist hætta keppni á skíðum. Í fréttatilkynningu sem Björgvin sendi út við það tilefni sagði hann Skíðasamband Íslands ekki geta veitt afreksfólki þann stuðning sem nauðsynlegur væri til að komast í allra fremstu röð. Jakob tekur undir með Björgvin og segir skorta afreksstefnu hjá sambandinu. Hann segir þó stærra vandamál hvað æfingaaðstaða sé slæm. Nauðsynlegt sé að koma upp snjóvélum í Bláfjöllum eigi að gera skíðafólki á höfuðborgarsvæðinu kleift að stunda íþróttina af krafti. Verið er að mynda þjálfarateymi í kringum Jakob þar sem fjöldi einstaklinga kemur að. Verður Björgvin Björgvinsson tæknilegur þjálfari Jakobs og ráðgjafi. Björgvin hefur leiðbeint Jakobi síðustu ár og Jakob segist líta mikið upp til hans. „Hann er mín helsta fyrirmynd og það hefur verið frábært að æfa með honum. Hann er auðvitað mjög góður á skíðum en hann er líka toppnáungi bæði í brekkunni og utan hennar. Til að bæta sig þarf maður að hafa einhvern mælikvarða eða fyrirmynd og hann hefur verið það fyrir mig," segir Jakob. Mest áhrif segir hann þó föður sinn hafa haft á sig. „Hann er besti þjálfari sem ég veit um. Hann hefur farið á fjölmörg þjálfaranámskeið og þekkir minn stíl og mína tækni rosalega vel sem er mikill kostur," segir Jakob. Spurður hvort faðir hans hafi lagt mikla pressu á hann svarar Jakob: „Orðum það þannig að hann hafi stutt mig. Ég ræð alltaf ferðinni en hann vísar mér veginn og heldur mér við efnið. Ef ég er til dæmis að missa einbeitinguna á æfingum þá stoppar hann og ræðir við mig. Hann er vissulega strangur og með aga en hann leyfir mér að ráða ferðinni. Við áttum okkur báðir á því að þetta þarf að vera skemmtilegt til að ég geti bætt mig sem mest. Það er ekki hægt að æfa eins og brjálæðingur ef þetta er leiðinlegt." Síðasta vetur fluttist Jakob til Noregs með föður sínum og stundaði nám við skíðamenntaskóla þar í landi. Í vetur mun hann búa heima á Íslandi en mun samt sem áður verja miklum tíma erlendis bæði við æfingar og keppni. „Ég mun í raun vera eins mikið úti og skólinn leyfir mér. Það skiptir mig miklu á þessum tímapunkti að æfa við toppaðstæður. Ég legg samt líka mikla áherslu á það að vanrækja ekki skólann og læri því mikið í mínum ferðalögum. Námið skiptir alveg jafn miklu máli og skíðin því ef eitthvað fer úrskeiðis vil ég ekki vera ómenntaður," segir Jakob. Spurður hvort ferðalögunum fylgi ekki mikill kostnaður svarar Jakob: „Ég á frábæra bakhjarla í foreldrum mínum og fjölskyldu. Þau hafa hjálpað mér ótrúlega mikið og styðja alveg 100 prósent við bakið á mér. Það breytir í raun öllu því oftast hætta krakkar í þessu vegna kostnaðar. Samningurinn sem ég skrifaði undir við Atomic léttir svo auðvitað undir með okkur." Stefnir á ÓlympíugullJakob Helgi ásamt Björgvin BjörgvinssyniJakob lýsir sjálfum sér sem alhliða skíðamanni en hann keppir í svigi, stórsvigi, risasvigi og bruni. Svig virðist þó vera sérgrein hans og hann vann til að mynda svigkeppnina á Whistler Cup í Kanada árið 2010 en Whistler Cup er önnur af tveimur stærstu skíðakeppnum heims í hans aldursflokki. Jakob segir Whistler-fjall vera skemmtilegasta staðinn sem hann hafi skíðað á en þess má geta að skíðakeppni Vetrarólympíuleikanna í fyrra fór fram á sama svæði. „Það var auðvitað ótrúlega gaman að sigra í þessu móti. Að standa uppi á palli fyrir framan þúsundir áhorfenda og heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan var bara magnað. Þetta er tilfinning sem ég vil upplifa aftur," segir Jakob Helgi. Jakob segist gera sér grein fyrir því að hann verði að leggja mikið á sig til að komast í fremstu röð. Hann æfi því nær daglega. „Álagið er í raun mest á haustin á undirbúningstímabilinu. Þá er ég bæði að skíða mikið en líka á þrekæfingum. Til að geta skíðað fer ég til Sviss eða Austurríkis þar sem ég skíða á jöklum í rúmlega þrjú þúsund metra hæð. Hæðin gerir það virkilega erfitt og því eru þrekæfingarnar að hluta til hugsaðar sem æfingar til að ég geti æft eins undarlega og það hljómar. En auðvitað er ég líka að styrkja mig með það fyrir augum að skíða betur," segir Jakob. Spurður hvort álagið verði stundum of mikið segir Jakob að auðvitað sé þetta stundum erfitt. Maður sé mikið í burtu og missi samband við vini og kunningja. „Ég geri þetta samt með glöðu geði, ég held ekkert að grasið sé eitthvað grænna hinu megin. Auðvitað koma tímabil þar sem maður spyr sig hvort þetta sé þess virði en ég er 100 prósent viss um að þetta er það sem ég vil gera." Jakob er ekki hræddur við að setja markið hátt en segist ætla að passa sig á að taka ekki of stór skref í einu. Lokatakmarkið sé þó að verða heimsbikarmeistari í alpagreinum og að vinna Ólympíugull. „Ég stefni á að keppa á Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014 til að fá reynsluna og svo 2018 til að reyna að komast á pall. Núna í vetur mun ég í fyrsta sinn keppa í Evrópubikarnum sem er svona skrefið á undan heimsbikarnum. Svo sjáum við til veturinn þar á eftir hvort ég er tilbúinn í heimsbikarinn," segir Jakob og bætir við: „Stærsta markmiðið hjá öllum skíðamönnum er að vinna samanlagðan heimsbikar. Í heimsbikarnum eru 30 mót og sá sem nær bestum samanlögðum árangri er besti skíðamaður heims, það er bara þannig. Það er meiri heppni á Ólympíuleikunum því dagsformið skiptir miklu. Ég ætla nú samt sem áður að vinna Ólympíugull áður en yfir lýkur." Innlendar Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira
Garðbæingurinn Jakob Helgi Bjarnason hefur vakið mikla athygli í skíðaheiminum síðustu misseri. Hann er fimmtán ára gamall og í sínum aldursflokki er hann stigahæsti skíðamaður heims. Hann skrifaði í síðustu viku undir samning við austurríska skíðaframleiðandann Atomic og skipar sér þar með í hóp með mörgum af fremstu skíðamönnum heims. Fátítt er að svo ungir skíðamenn geri samning við Atomic en því má líkja við að knattspyrnumaður geri atvinnumannasamning við Manchester United fimmtán ára gamall. Jakob Helgi stundaði nám í norskum skíðamenntaskóla á síðasta ári en hefur nám í Verzlunarskóla Íslands í haust. Hann verður þó áfram með annan fótinn erlendis því hann fer nær mánaðarlega í æfinga- eða keppnisferðir á bestu skíðasvæði heims. Jakob setur stefnuna hátt og hyggst komast í fremstu röð í sinni íþrótt og stefnir óhikað á að vinna Ólympíugull á Vetrarólympíuleikunum 2018. Samningurinn mikil hvatningJakob Helgi er nú kominn í hóp rúmlega 40 skíðamanna sem Atomic sér alfarið um en í þeim hópi eru meðal annarra Ólympíumeistararnir Benjamin Raich og Carlo Janka. Jakob segir samninginn gjörbreyta sínum aðstæðum og vera mikla hvatningu um að leggja enn harðar að sér. „Þetta er auðvitað rosalegt. Ég var boðaður á fund hjá Atomic án þess að ég hefði búist við neinu. Ég hitti manninn sem heldur utan um alla keppnismennina hjá þeim og hélt að þeir ætluðu að bjóða mér nokkur frí skíði og svona. En nei, þeir vildu fá mig inn í Atomic-fjölskylduna og nú sjá þeir um allt fyrir mig," segir Jakob Helgi og bætir við: „Ég fæ núna bestu græjur sem völ er á sérútbúnar fyrir mig og alla þá hjálp og sérfræðiþekkingu sem mig gæti vantað. Fyrst og fremst er þetta samt bara hvatning og merki um að ég sé að gera eitthvað rétt." Jakob Helgi hóf að æfa skíði níu ára gamall undir leiðsögn föður síns, Bjarna Th. Bjarnasonar, en hafði æft fótbolta fram að því. Bjarni var sjálfur bráðefnilegur skíðamaður á sínum tíma en hætti í íþróttinni sautján ára. „Ég fór sem sagt að æfa skíði í janúar 2005 og komst fljótt að því að þetta lá mjög vel fyrir mér. Það voru ekki liðnir nema 20 dagar þegar ég vann mitt fyrsta mót og eftir það var ekki aftur snúið. Þetta var bara í blóðinu og svo fannst mér þetta skemmtilegra en fótboltinn þótt hann sé ágætur líka," segir Jakob. Jakob keppir fyrir hönd Skíðafélags Dalvíkur en Bjarni faðir hans kemur þaðan. Jakob segir aðstæður til skíðaiðkunar vera slæmar í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og skíðar því mikið á Dalvík. „Við eigum hús á Dalvík og förum þangað mjög reglulega. Dalvík er fyrir mér staður þar sem mér líður vel og þótt bærinn sé kannski lítill þá er hann alls ekki of lítill. Það er mjög fínt og róandi að vera þarna, bæði til að slappa af og til að fara á skíði," segir Jakob sem bætir við að Dalvík sé mikill íþróttabær og nefnir Björgvin Björgvinsson skíðamann og knattspyrnumennina Heiðar Helguson og Atla Viðar Björnsson í því samhengi. Lítil aðstaða á höfuðborgarsvæðinuBjörgvin Björgvinsson, sem verið hefur fremsti skíðamaður Íslendinga síðustu ár, tilkynnti nýverið að hann hygðist hætta keppni á skíðum. Í fréttatilkynningu sem Björgvin sendi út við það tilefni sagði hann Skíðasamband Íslands ekki geta veitt afreksfólki þann stuðning sem nauðsynlegur væri til að komast í allra fremstu röð. Jakob tekur undir með Björgvin og segir skorta afreksstefnu hjá sambandinu. Hann segir þó stærra vandamál hvað æfingaaðstaða sé slæm. Nauðsynlegt sé að koma upp snjóvélum í Bláfjöllum eigi að gera skíðafólki á höfuðborgarsvæðinu kleift að stunda íþróttina af krafti. Verið er að mynda þjálfarateymi í kringum Jakob þar sem fjöldi einstaklinga kemur að. Verður Björgvin Björgvinsson tæknilegur þjálfari Jakobs og ráðgjafi. Björgvin hefur leiðbeint Jakobi síðustu ár og Jakob segist líta mikið upp til hans. „Hann er mín helsta fyrirmynd og það hefur verið frábært að æfa með honum. Hann er auðvitað mjög góður á skíðum en hann er líka toppnáungi bæði í brekkunni og utan hennar. Til að bæta sig þarf maður að hafa einhvern mælikvarða eða fyrirmynd og hann hefur verið það fyrir mig," segir Jakob. Mest áhrif segir hann þó föður sinn hafa haft á sig. „Hann er besti þjálfari sem ég veit um. Hann hefur farið á fjölmörg þjálfaranámskeið og þekkir minn stíl og mína tækni rosalega vel sem er mikill kostur," segir Jakob. Spurður hvort faðir hans hafi lagt mikla pressu á hann svarar Jakob: „Orðum það þannig að hann hafi stutt mig. Ég ræð alltaf ferðinni en hann vísar mér veginn og heldur mér við efnið. Ef ég er til dæmis að missa einbeitinguna á æfingum þá stoppar hann og ræðir við mig. Hann er vissulega strangur og með aga en hann leyfir mér að ráða ferðinni. Við áttum okkur báðir á því að þetta þarf að vera skemmtilegt til að ég geti bætt mig sem mest. Það er ekki hægt að æfa eins og brjálæðingur ef þetta er leiðinlegt." Síðasta vetur fluttist Jakob til Noregs með föður sínum og stundaði nám við skíðamenntaskóla þar í landi. Í vetur mun hann búa heima á Íslandi en mun samt sem áður verja miklum tíma erlendis bæði við æfingar og keppni. „Ég mun í raun vera eins mikið úti og skólinn leyfir mér. Það skiptir mig miklu á þessum tímapunkti að æfa við toppaðstæður. Ég legg samt líka mikla áherslu á það að vanrækja ekki skólann og læri því mikið í mínum ferðalögum. Námið skiptir alveg jafn miklu máli og skíðin því ef eitthvað fer úrskeiðis vil ég ekki vera ómenntaður," segir Jakob. Spurður hvort ferðalögunum fylgi ekki mikill kostnaður svarar Jakob: „Ég á frábæra bakhjarla í foreldrum mínum og fjölskyldu. Þau hafa hjálpað mér ótrúlega mikið og styðja alveg 100 prósent við bakið á mér. Það breytir í raun öllu því oftast hætta krakkar í þessu vegna kostnaðar. Samningurinn sem ég skrifaði undir við Atomic léttir svo auðvitað undir með okkur." Stefnir á ÓlympíugullJakob Helgi ásamt Björgvin BjörgvinssyniJakob lýsir sjálfum sér sem alhliða skíðamanni en hann keppir í svigi, stórsvigi, risasvigi og bruni. Svig virðist þó vera sérgrein hans og hann vann til að mynda svigkeppnina á Whistler Cup í Kanada árið 2010 en Whistler Cup er önnur af tveimur stærstu skíðakeppnum heims í hans aldursflokki. Jakob segir Whistler-fjall vera skemmtilegasta staðinn sem hann hafi skíðað á en þess má geta að skíðakeppni Vetrarólympíuleikanna í fyrra fór fram á sama svæði. „Það var auðvitað ótrúlega gaman að sigra í þessu móti. Að standa uppi á palli fyrir framan þúsundir áhorfenda og heyra íslenska þjóðsönginn spilaðan var bara magnað. Þetta er tilfinning sem ég vil upplifa aftur," segir Jakob Helgi. Jakob segist gera sér grein fyrir því að hann verði að leggja mikið á sig til að komast í fremstu röð. Hann æfi því nær daglega. „Álagið er í raun mest á haustin á undirbúningstímabilinu. Þá er ég bæði að skíða mikið en líka á þrekæfingum. Til að geta skíðað fer ég til Sviss eða Austurríkis þar sem ég skíða á jöklum í rúmlega þrjú þúsund metra hæð. Hæðin gerir það virkilega erfitt og því eru þrekæfingarnar að hluta til hugsaðar sem æfingar til að ég geti æft eins undarlega og það hljómar. En auðvitað er ég líka að styrkja mig með það fyrir augum að skíða betur," segir Jakob. Spurður hvort álagið verði stundum of mikið segir Jakob að auðvitað sé þetta stundum erfitt. Maður sé mikið í burtu og missi samband við vini og kunningja. „Ég geri þetta samt með glöðu geði, ég held ekkert að grasið sé eitthvað grænna hinu megin. Auðvitað koma tímabil þar sem maður spyr sig hvort þetta sé þess virði en ég er 100 prósent viss um að þetta er það sem ég vil gera." Jakob er ekki hræddur við að setja markið hátt en segist ætla að passa sig á að taka ekki of stór skref í einu. Lokatakmarkið sé þó að verða heimsbikarmeistari í alpagreinum og að vinna Ólympíugull. „Ég stefni á að keppa á Ólympíuleikunum í Sotsjí 2014 til að fá reynsluna og svo 2018 til að reyna að komast á pall. Núna í vetur mun ég í fyrsta sinn keppa í Evrópubikarnum sem er svona skrefið á undan heimsbikarnum. Svo sjáum við til veturinn þar á eftir hvort ég er tilbúinn í heimsbikarinn," segir Jakob og bætir við: „Stærsta markmiðið hjá öllum skíðamönnum er að vinna samanlagðan heimsbikar. Í heimsbikarnum eru 30 mót og sá sem nær bestum samanlögðum árangri er besti skíðamaður heims, það er bara þannig. Það er meiri heppni á Ólympíuleikunum því dagsformið skiptir miklu. Ég ætla nú samt sem áður að vinna Ólympíugull áður en yfir lýkur."
Innlendar Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Dagskráin í dag: HM í pílu og Körfuboltakvöld Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Veislan hafin og Littler feginn eftir fyrsta leik Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Sjá meira