Sárt að þurfa að segja sig úr landsliðshópnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2011 07:00 Hannes Þór Halldórsson hefur spilað mjög vel á sínu fyrsta tímabili með KR-liðinu. Mynd/Daníel Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. „Það var leiðinlegt að þurfa að horfa fram á það að geta ekki mætt í þennan landsleik. Það hlóðust upp óheppilegar aðstæður sem gerðu þetta að verkum og þetta var mjög sárt," segir Hannes. „Það koma landsleikir eftir þennan en það breytir ekki því að maður vill mæta þegar maður er kallaður til. Það gekk ekki að þessu sinni. Vonandi höldum við áfram að spila vel í KR og höldum áfram að fá á okkur fá mörk. Þá er aldrei að vita nema tækifærið gefist aftur með landsliðinu en þetta var leiðinlegt," segir Hannes. „Ég tognaði áður á sama stað og ég greindi svipaðan verk og þegar það var að byrja. Það var því réttast að fara varlega, þar sem Atli Jónasson er einnig meiddur," segir Hannes en hann er viss um að hann geti spilað bikarúrslitaleikinn á móti Þór á laugardaginn. „Ég verð alltaf tilbúinn til að spila á laugardaginn nema ef eitthvað gerist í vikunni. Þetta eru meira fyrirbyggjandi aðgerðir því þetta er lúmskur verkur. Ég fékk bara þau fyrirmæli frá sjúkraþjálfara og lækni að taka því rólega framan af í vikunni til þess að vera ekki að erta þetta. Svo lengi sem ekkert kemur upp þá verð ég í góðu standi á laugardaginn," segir Hannes en KR-liðið má ekki við því að missa fleiri lykilmenn. „Við urðum fyrir miklu áfalli þegar Óskar meiddist og þetta er hrikalega leiðinlegt fyrir hann. Ofan á það lét Mummi reka sig út af. Við viljum ekki lenda í frekara tjóni og það þurfa allir sem eru eitthvað aumir að fara varlega," segir Hannes en hann er þar að tala um þá Óskar Örn Hauksson og Guðmund Reyni Gunnarsson. Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður toppliðs KR, hefur verið í sannkölluðu landsliðsformi á sínu fyrsta tímabili með KR-ingum og var í kjölfarið valinn í A-landsliðið fyrir vináttuleikinn á móti Ungverjum í kvöld. Hannes varð hins vegar að segja sig úr hópnum vegna meiðsla á hendi og það verður því einhver bið á því að hann spili fyrsta landsleikinn. „Það var leiðinlegt að þurfa að horfa fram á það að geta ekki mætt í þennan landsleik. Það hlóðust upp óheppilegar aðstæður sem gerðu þetta að verkum og þetta var mjög sárt," segir Hannes. „Það koma landsleikir eftir þennan en það breytir ekki því að maður vill mæta þegar maður er kallaður til. Það gekk ekki að þessu sinni. Vonandi höldum við áfram að spila vel í KR og höldum áfram að fá á okkur fá mörk. Þá er aldrei að vita nema tækifærið gefist aftur með landsliðinu en þetta var leiðinlegt," segir Hannes. „Ég tognaði áður á sama stað og ég greindi svipaðan verk og þegar það var að byrja. Það var því réttast að fara varlega, þar sem Atli Jónasson er einnig meiddur," segir Hannes en hann er viss um að hann geti spilað bikarúrslitaleikinn á móti Þór á laugardaginn. „Ég verð alltaf tilbúinn til að spila á laugardaginn nema ef eitthvað gerist í vikunni. Þetta eru meira fyrirbyggjandi aðgerðir því þetta er lúmskur verkur. Ég fékk bara þau fyrirmæli frá sjúkraþjálfara og lækni að taka því rólega framan af í vikunni til þess að vera ekki að erta þetta. Svo lengi sem ekkert kemur upp þá verð ég í góðu standi á laugardaginn," segir Hannes en KR-liðið má ekki við því að missa fleiri lykilmenn. „Við urðum fyrir miklu áfalli þegar Óskar meiddist og þetta er hrikalega leiðinlegt fyrir hann. Ofan á það lét Mummi reka sig út af. Við viljum ekki lenda í frekara tjóni og það þurfa allir sem eru eitthvað aumir að fara varlega," segir Hannes en hann er þar að tala um þá Óskar Örn Hauksson og Guðmund Reyni Gunnarsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira