Kjötverð, beingreiðslur, útflutningur og matvælaöryggi Þórólfur Matthíasson skrifar 10. ágúst 2011 06:00 Íslenskir neytendur og íslenskir kjötsalar lenda í verulegum hremmingum vilji þeir flytja inn erlent kjötmeti. Íslenskum bændum er hins vegar frjálst að flytja út kjöt eftir því sem tollasamningar og almenn skilyrði aðflutningslanda tilgreina. Íslenskir bændur hafa því val um hvort þeir setji framleiðslu sína á innlendan markað eða erlendan. Þriðji möguleikinn, sem einnig hefur verið gripið til er að halda kjötinu frá markaði með því að farga því. Ríki og bændasamtök hafa gert með sér samning um að styðja kindakjötsframleiðslu með ríflega fjögurra milljarða króna framlagi á hverju ári. Ekki eru í gildi svipaðir samningar um aðra kjötframleiðslu. Samkvæmt grein 3.1 í þeim samningi skulu stjórnvöld styðja framleiðslugetu upp á 368.547 ærgildi. Á vef bændasamtakanna (http://bondi.is/Pages/194) er tilgreint að umreiknað til kílógramma kjöts jafngildi ærgildi 18,2 kílóum af dilkakjöti á ári. Í gildandi samningi er framleiðslukvaðarákvæði: Verði fjöldi vetrarfóðraðra kinda færri en 0,6 á hvert ærgildi sem hverjum sauðfjárbónda er markað með svokölluðu greiðslumarki skerðast beingreiðslur. Þannig gerir samningurinn það hagkvæmara en ella að halda uppi agnarlitlum og óhagkvæmum búum, hvetur til sauðfjárhalds og er því framleiðsluhvetjandi. Innlent verð 10-20% of hátt?Íslenskir skattgreiðendur borga sauðfjárbændum fjóra milljarða króna gegn því að sauðfjárbændur framleiði sem svarar 6.700 tonnum af kindakjöti árlega. Á árinu 2010 var framleiðslan gott betur eða 9.200 tonn. Samkvæmt þessu mætti ætla að útflutningur hefði numið 2.500 tonnum. En sú varð ekki raunin. Útflutningurinn var 600 tonnum meiri eða sem jafngildir 3.100 tonnum af óunnu kjöti. Þannig halda bændur 10% af umsömdu magni utan markaðarins. Ætla má að verð á kindakjöti á innlendum markaði væri 10-20% lægra en það nú er, hefði ekki komið til þessa umframútflutnings á kindakjöti. Einhliða skuldbindandi samningur?Kjörnir talsmenn sauðfjárbænda hafa haldið því fram að þar sem umreikningsstuðullinn 18,2 kíló á ærgildi sé ekki tilgreindur í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar eigi hann ekki við og að í raun sé ekki um nein töluleg markmið að ræða! Þeir virðast álíta að skattgreiðendur séu tilbúnir til að afhenda fjóra milljarða króna árlega án þess að fyrir liggi einhver skuldbinding af hálfu móttakanda fjárins! Þannig er ekki hægt að ráðstafa skattpeningum almennings. Það skal hins vegar viðurkennt að það hlýtur að falla undir slaka embættisfærslu af hálfu þeirra sem gerðu samning um skilyrði sauðfjárræktar á sínum tíma að hafa ekki fylgt því eftir að bændur stæðu við sinn hluta samningsins og seldu 6.700 tonn af kindakjöti á innlendum markaði árlega. En fátt er svo með öllu illt að eigi megi gott úr gera: Alþingi gæti ákveðið að skerða greiðslur til sauðfjárbænda um þriðjung (33,3%) á þeim forsendum að þeir hafi ekki uppfyllt sinn hluta búvörusamnings. Það myndi spara ríkissjóði útgjöld upp á um 1,2 milljarða króna á ári. Beingreiðslur sem ígildi útflutningsbótaÉg benti á það í blaðagrein fyrir skömmu að vegna þess að bændur flytja út hluta þess kjöts sem þeir ættu að bjóða á innanlandsmarkaði greiddu íslenskir skattgreiðendur niður kjöt fyrir erlenda neytendur. Talsmenn bænda hafa mótmælt þessu og rökstutt mál sitt með því að segja að beingreiðslur myndu ekki aukast væri ekkert flutt út. En horfa má á málið frá fleiri hliðum og spyrja: Hverjar yrðu beingreiðslur til bænda væri ekkert selt á innanlandsmarkaði og allt kindakjöt flutt út? Ætli íslenskir skattgreiðendur myndu líða íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskum ráðherrum að greiða sauðfjárbændum fjóra milljarða króna árlega fyrir slíka iðju? Sagt með öðrum orðum: Beingreiðsluvilji íslenskra skattgreiðenda hlýtur að helgast af umfangi útflutnings kindakjöts! Matvælaöryggi í bráð og lengdTalsmenn bænda og ráðherrar landbúnaðarmála hafa gjarnan rökstutt háa styrki til landbúnaðar með vísan til matvælaöryggis. Satt er það að sumt af því sem framleitt er í sveitum landsins endar á endanum á borðum landsmanna. En til þess að framleiða þennan mat þarf ógrynni af erlendum aðföngum. Olía og áburður eru mikilvægustu aðföngin sem flytja þarf erlendis frá. Samgöngur og flutningar eru lykilatriði í fæðuöryggi eyþjóðar í þúsund kílómetra fjarlægð frá næstu uppskipunarhöfnum. Fæðuöryggi slíkrar þjóðar hlýtur eðli máls samkvæmt að vera meira á borði utanríkisráðherra en landbúnaðarráðherra komi til samgöngutruflana við útlönd. Skiptir engu hvort slíkar truflanir verða vegna náttúruhamfara eða vegna styrjaldarástands. Þegar til lengri tíma er litið snýst fæðuöryggi og matvælaöryggi um sjálfbærni. Landbúnaður hefur ekki verið stundaður með sjálfbærum hætti á Íslandi í aldanna rás. Þvert á móti. Íslenska þjóðin á enn býsna mikla skuld að gjalda landinu vegna ofbeitar og ofnýtingar undangenginna alda. Nokkuð hefur þokast fyrir tilstuðlan fjárframlaga skattborgaranna og með ötulu starfi opinberra landbætingastofnana. Það væri býsna grátlegt yrði þeirri iðju allri steypt í voða með því að flytja íslensk heiðarlönd út í stærri stíl en nú er í formi niðurgreidds dilkakjöts. NiðurlagEndurskoða þarf markmið og framkvæmd búvörustefnunnar. Bændum eru greiddar gífurlega háar fjárhæðir en markmiðin með þeim samningum sem við þá eru gerðir eru óljós og illa skilgreind. Það er ekki í takt við góða stjórnsýslu svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Þá samrýmast aðgerðir samkvæmt búvörusamningum illa markmiðum um sjálfbærni og framtíðar fæðuöryggi. Frá sjónarhóli skattgreiðanda er ekkert hægt að finna sem réttlætir þau fjárútlát sem samningunum fylgir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir neytendur og íslenskir kjötsalar lenda í verulegum hremmingum vilji þeir flytja inn erlent kjötmeti. Íslenskum bændum er hins vegar frjálst að flytja út kjöt eftir því sem tollasamningar og almenn skilyrði aðflutningslanda tilgreina. Íslenskir bændur hafa því val um hvort þeir setji framleiðslu sína á innlendan markað eða erlendan. Þriðji möguleikinn, sem einnig hefur verið gripið til er að halda kjötinu frá markaði með því að farga því. Ríki og bændasamtök hafa gert með sér samning um að styðja kindakjötsframleiðslu með ríflega fjögurra milljarða króna framlagi á hverju ári. Ekki eru í gildi svipaðir samningar um aðra kjötframleiðslu. Samkvæmt grein 3.1 í þeim samningi skulu stjórnvöld styðja framleiðslugetu upp á 368.547 ærgildi. Á vef bændasamtakanna (http://bondi.is/Pages/194) er tilgreint að umreiknað til kílógramma kjöts jafngildi ærgildi 18,2 kílóum af dilkakjöti á ári. Í gildandi samningi er framleiðslukvaðarákvæði: Verði fjöldi vetrarfóðraðra kinda færri en 0,6 á hvert ærgildi sem hverjum sauðfjárbónda er markað með svokölluðu greiðslumarki skerðast beingreiðslur. Þannig gerir samningurinn það hagkvæmara en ella að halda uppi agnarlitlum og óhagkvæmum búum, hvetur til sauðfjárhalds og er því framleiðsluhvetjandi. Innlent verð 10-20% of hátt?Íslenskir skattgreiðendur borga sauðfjárbændum fjóra milljarða króna gegn því að sauðfjárbændur framleiði sem svarar 6.700 tonnum af kindakjöti árlega. Á árinu 2010 var framleiðslan gott betur eða 9.200 tonn. Samkvæmt þessu mætti ætla að útflutningur hefði numið 2.500 tonnum. En sú varð ekki raunin. Útflutningurinn var 600 tonnum meiri eða sem jafngildir 3.100 tonnum af óunnu kjöti. Þannig halda bændur 10% af umsömdu magni utan markaðarins. Ætla má að verð á kindakjöti á innlendum markaði væri 10-20% lægra en það nú er, hefði ekki komið til þessa umframútflutnings á kindakjöti. Einhliða skuldbindandi samningur?Kjörnir talsmenn sauðfjárbænda hafa haldið því fram að þar sem umreikningsstuðullinn 18,2 kíló á ærgildi sé ekki tilgreindur í samningi um starfsskilyrði sauðfjárræktar eigi hann ekki við og að í raun sé ekki um nein töluleg markmið að ræða! Þeir virðast álíta að skattgreiðendur séu tilbúnir til að afhenda fjóra milljarða króna árlega án þess að fyrir liggi einhver skuldbinding af hálfu móttakanda fjárins! Þannig er ekki hægt að ráðstafa skattpeningum almennings. Það skal hins vegar viðurkennt að það hlýtur að falla undir slaka embættisfærslu af hálfu þeirra sem gerðu samning um skilyrði sauðfjárræktar á sínum tíma að hafa ekki fylgt því eftir að bændur stæðu við sinn hluta samningsins og seldu 6.700 tonn af kindakjöti á innlendum markaði árlega. En fátt er svo með öllu illt að eigi megi gott úr gera: Alþingi gæti ákveðið að skerða greiðslur til sauðfjárbænda um þriðjung (33,3%) á þeim forsendum að þeir hafi ekki uppfyllt sinn hluta búvörusamnings. Það myndi spara ríkissjóði útgjöld upp á um 1,2 milljarða króna á ári. Beingreiðslur sem ígildi útflutningsbótaÉg benti á það í blaðagrein fyrir skömmu að vegna þess að bændur flytja út hluta þess kjöts sem þeir ættu að bjóða á innanlandsmarkaði greiddu íslenskir skattgreiðendur niður kjöt fyrir erlenda neytendur. Talsmenn bænda hafa mótmælt þessu og rökstutt mál sitt með því að segja að beingreiðslur myndu ekki aukast væri ekkert flutt út. En horfa má á málið frá fleiri hliðum og spyrja: Hverjar yrðu beingreiðslur til bænda væri ekkert selt á innanlandsmarkaði og allt kindakjöt flutt út? Ætli íslenskir skattgreiðendur myndu líða íslenskum stjórnmálamönnum og íslenskum ráðherrum að greiða sauðfjárbændum fjóra milljarða króna árlega fyrir slíka iðju? Sagt með öðrum orðum: Beingreiðsluvilji íslenskra skattgreiðenda hlýtur að helgast af umfangi útflutnings kindakjöts! Matvælaöryggi í bráð og lengdTalsmenn bænda og ráðherrar landbúnaðarmála hafa gjarnan rökstutt háa styrki til landbúnaðar með vísan til matvælaöryggis. Satt er það að sumt af því sem framleitt er í sveitum landsins endar á endanum á borðum landsmanna. En til þess að framleiða þennan mat þarf ógrynni af erlendum aðföngum. Olía og áburður eru mikilvægustu aðföngin sem flytja þarf erlendis frá. Samgöngur og flutningar eru lykilatriði í fæðuöryggi eyþjóðar í þúsund kílómetra fjarlægð frá næstu uppskipunarhöfnum. Fæðuöryggi slíkrar þjóðar hlýtur eðli máls samkvæmt að vera meira á borði utanríkisráðherra en landbúnaðarráðherra komi til samgöngutruflana við útlönd. Skiptir engu hvort slíkar truflanir verða vegna náttúruhamfara eða vegna styrjaldarástands. Þegar til lengri tíma er litið snýst fæðuöryggi og matvælaöryggi um sjálfbærni. Landbúnaður hefur ekki verið stundaður með sjálfbærum hætti á Íslandi í aldanna rás. Þvert á móti. Íslenska þjóðin á enn býsna mikla skuld að gjalda landinu vegna ofbeitar og ofnýtingar undangenginna alda. Nokkuð hefur þokast fyrir tilstuðlan fjárframlaga skattborgaranna og með ötulu starfi opinberra landbætingastofnana. Það væri býsna grátlegt yrði þeirri iðju allri steypt í voða með því að flytja íslensk heiðarlönd út í stærri stíl en nú er í formi niðurgreidds dilkakjöts. NiðurlagEndurskoða þarf markmið og framkvæmd búvörustefnunnar. Bændum eru greiddar gífurlega háar fjárhæðir en markmiðin með þeim samningum sem við þá eru gerðir eru óljós og illa skilgreind. Það er ekki í takt við góða stjórnsýslu svo ekki sé tekið dýpra í árinni. Þá samrýmast aðgerðir samkvæmt búvörusamningum illa markmiðum um sjálfbærni og framtíðar fæðuöryggi. Frá sjónarhóli skattgreiðanda er ekkert hægt að finna sem réttlætir þau fjárútlát sem samningunum fylgir.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun