Sumargleði og vetrarþankar Jónína Michaelsdóttir skrifar 16. ágúst 2011 06:30 Undurfagra ævintýr, ágústnóttin hljóð. Þetta lag og ljóð þeirra Árna úr Eyjum og Oddgeirs Kristjánssonar sveimar meira og minna um vitundina þegar líða fer á ágúst ár hvert: „Hjá þér ljómar ljúf og hýr, lífsins töfraglóð." Á góðum sumrum finnst manni mánuðirnir júní og júlí á Íslandi með sólskinsdaga og bjartar nætur engu líkir og nýtur þeirra út í ystu æsar. Ágúst er oft heitari og það er alltaf einhver dulúð í loftinu í þeim mánuði, þegar byrjar að skyggja. Það er að minnsta kosti mín upplifun. Mér finnst þetta sumar hafa verið sérstaklega gott hér á landi á margan hátt. Bæði vorgleðin og allar hátíðir og uppákomur víða um land hafa verið vel sóttar og manni finnst fólk almennt rólegra og glaðara en meðan sveiflan á þjóðinni var sem mest. Það er eins og fólk sé komið niður á jörðina, lifi meira í augnablikinu en oft áður og njóti menningarviðburða og útivistar af lífi og sál. Tónlistarhúsið Harpan hefur kveikt í okkur og við treystum því að hún verði bæði íslenskum og erlendum listamönnum innblástur. Og í haust verður Ísland heiðursgestur á Bókastefnunni í Frankfurt. Verkefnisstjóri er Halldór Guðmundsson, og nú þegar er ljóst, að auk þess að vera mikill heiður verður þessi bókastefna mikil lyftistöng fyrir íslenskar bókmenntir og Ísland yfirleitt. Þetta verður því greinilega eftirminnilegt og gott ár að mörgu leyti – en ekki öllu ef fram fer sem horfir. Traust vantarÞegar haustar, skólarnir byrja og Alþingi kemur saman tekur alvaran við. Hún hefur svo sem hvorki verið í fríi eða dái, en sumargleðin hefur dregið úr henni. Það er býsna margt sem vantar upp á að landsmálin séu ásættanleg: Atvinnuleysi, gjaldeyrisskortur, læknaskortur, lamað athafnalíf og margt fleira. En það sem dregur úr vonum um batnandi tíð er vaxandi skortur á trausti í samfélaginu. Traust á stjórnmálamönnum og stjórnmálum er ekki upp á marga fiska. Og þeir sem lenda í hópuppsögnum eru ekki endilega aðdáendur atvinnurekenda, þó að þeir viti og skilji að uppsögnin var ekki höfnun, heldur neyðarúrræði. Traust vantar á öllum sviðum. Þegar fyrirheit ríkisstjórnar reynast marklaus, er ekki tekið mark á öðru sem að er stefnt. Rétt eins og börn sem eru að vaxa og þroskast þurfa foreldra sem eru sjálfum sér samkvæmir og traustir, þarf almenningur leiðtoga sem skapar öryggistilfinningu, af því að honum er treyst. Ef foreldrar segja ítrekað eitthvað við börn sín en gera allt annað, leiðir það ekki endilega til þess að börnunum þyki ekki jafn vænt um foreldrana og áður. En þeir taka ekki mark á því sem þeir segja. Treysta þeim ekki. Traust er undirstöðuatriði í viðskiptum og öllum samskiptum. Líka í stjórnmálum. Fyrirtæki fá gjarnan fagmenn til aðstoðar við kynningu á þjónustu og vörum. Fagmaður sem ég þekki segir mér að hann ráðleggi jafnan heiðarleika og traust í viðskiptum. En fyrst og fremst að menn séu þeir sjálfir. Það þurfi engan sérfræðing til að skynja hvenær talað er af sannfæringu, og hvenær er verið að gera sér upp til að vinna sig í álit. Og það sé ekki traustvekjandi! Lífsins töfraglóðSkortur á trausti í garð þeirra sem eru áhrifamenn í athafnalífi eða stjórnmálum skapar smám saman upplausn, sem er sprottin af óöryggi og pirringi almennings. Ekki endilega reiði. Við ættum því að reyna að stilla kompásinn á samstöðu. Hvar sem er. Þeir sem óska eftir trausti almennings verða að vera trausts verðir. Og hinir sem fá útrás á blogginu mættu alveg vera sparsamari á stóryrðin og örlátari á lífsins töfraglóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun
Undurfagra ævintýr, ágústnóttin hljóð. Þetta lag og ljóð þeirra Árna úr Eyjum og Oddgeirs Kristjánssonar sveimar meira og minna um vitundina þegar líða fer á ágúst ár hvert: „Hjá þér ljómar ljúf og hýr, lífsins töfraglóð." Á góðum sumrum finnst manni mánuðirnir júní og júlí á Íslandi með sólskinsdaga og bjartar nætur engu líkir og nýtur þeirra út í ystu æsar. Ágúst er oft heitari og það er alltaf einhver dulúð í loftinu í þeim mánuði, þegar byrjar að skyggja. Það er að minnsta kosti mín upplifun. Mér finnst þetta sumar hafa verið sérstaklega gott hér á landi á margan hátt. Bæði vorgleðin og allar hátíðir og uppákomur víða um land hafa verið vel sóttar og manni finnst fólk almennt rólegra og glaðara en meðan sveiflan á þjóðinni var sem mest. Það er eins og fólk sé komið niður á jörðina, lifi meira í augnablikinu en oft áður og njóti menningarviðburða og útivistar af lífi og sál. Tónlistarhúsið Harpan hefur kveikt í okkur og við treystum því að hún verði bæði íslenskum og erlendum listamönnum innblástur. Og í haust verður Ísland heiðursgestur á Bókastefnunni í Frankfurt. Verkefnisstjóri er Halldór Guðmundsson, og nú þegar er ljóst, að auk þess að vera mikill heiður verður þessi bókastefna mikil lyftistöng fyrir íslenskar bókmenntir og Ísland yfirleitt. Þetta verður því greinilega eftirminnilegt og gott ár að mörgu leyti – en ekki öllu ef fram fer sem horfir. Traust vantarÞegar haustar, skólarnir byrja og Alþingi kemur saman tekur alvaran við. Hún hefur svo sem hvorki verið í fríi eða dái, en sumargleðin hefur dregið úr henni. Það er býsna margt sem vantar upp á að landsmálin séu ásættanleg: Atvinnuleysi, gjaldeyrisskortur, læknaskortur, lamað athafnalíf og margt fleira. En það sem dregur úr vonum um batnandi tíð er vaxandi skortur á trausti í samfélaginu. Traust á stjórnmálamönnum og stjórnmálum er ekki upp á marga fiska. Og þeir sem lenda í hópuppsögnum eru ekki endilega aðdáendur atvinnurekenda, þó að þeir viti og skilji að uppsögnin var ekki höfnun, heldur neyðarúrræði. Traust vantar á öllum sviðum. Þegar fyrirheit ríkisstjórnar reynast marklaus, er ekki tekið mark á öðru sem að er stefnt. Rétt eins og börn sem eru að vaxa og þroskast þurfa foreldra sem eru sjálfum sér samkvæmir og traustir, þarf almenningur leiðtoga sem skapar öryggistilfinningu, af því að honum er treyst. Ef foreldrar segja ítrekað eitthvað við börn sín en gera allt annað, leiðir það ekki endilega til þess að börnunum þyki ekki jafn vænt um foreldrana og áður. En þeir taka ekki mark á því sem þeir segja. Treysta þeim ekki. Traust er undirstöðuatriði í viðskiptum og öllum samskiptum. Líka í stjórnmálum. Fyrirtæki fá gjarnan fagmenn til aðstoðar við kynningu á þjónustu og vörum. Fagmaður sem ég þekki segir mér að hann ráðleggi jafnan heiðarleika og traust í viðskiptum. En fyrst og fremst að menn séu þeir sjálfir. Það þurfi engan sérfræðing til að skynja hvenær talað er af sannfæringu, og hvenær er verið að gera sér upp til að vinna sig í álit. Og það sé ekki traustvekjandi! Lífsins töfraglóðSkortur á trausti í garð þeirra sem eru áhrifamenn í athafnalífi eða stjórnmálum skapar smám saman upplausn, sem er sprottin af óöryggi og pirringi almennings. Ekki endilega reiði. Við ættum því að reyna að stilla kompásinn á samstöðu. Hvar sem er. Þeir sem óska eftir trausti almennings verða að vera trausts verðir. Og hinir sem fá útrás á blogginu mættu alveg vera sparsamari á stóryrðin og örlátari á lífsins töfraglóð.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun