Kvikmyndaskólinn nýtur ekki sannmælis 20. ágúst 2011 03:15 Hilmar Oddsson Vill að það sé haft hugfast að ríkisframlag vegna sambærilegs náms á Norðurlöndum er um fjörutíu sinnum hærra á hvern nemenda en hér á landi.fréttablaðið/gva Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. Eftir ríkisstjórnarfund í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að fyrra tilboð stjórnvalda um aukin framlög til skólans væri enn á borðinu. Hún tók einnig allan vafa af um það að nemendur skólans fengju fyrirgreiðslu hjá LÍN þrátt fyrir ríkjandi óvissu. Niðurstaða mennta- og menningarráðuneytisins, eftir skoðun á gögnum skólans, er að hann sé ekki rekstrarhæfur. „Eina sem ég get ráðið í þetta er að gamla tilboðið sé uppi á borðinu, en það var það sannarlega ekki í gær,“ segir Hilmar. Þar vísar hann til þess að skólanum hafa verið boðnar 58 milljónir en fjárveiting til skólans 2010 var 39 milljónir. Skólinn verður ekki rekinn fyrir lægra ríkisframlag en 70 milljónir, að sögn Hilmars. Fimm skólar sem kenna kvikmyndagerð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru í CILECT, alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla auk Kvikmyndaskóla Íslands. Kostnaður við hvern nemenda Kvikmyndaskólans er 278 þúsund krónur á ári. Hinir skólarnir í CILECT fá allir um tíu milljónir með hverjum nemenda. - shá Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira
Hilmar Oddsson, rektor Kvikmyndaskóla Íslands, segir að skilaboðin sem bárust út af ríkisstjórnarfundi í gær hafi í engu skýrt stöðu skólans. Hann telur að skökk mynd sé dregin upp af skólanum; máluð sé mynd af skóla með ósanngjarnar kröfur án þess að sú staðreynd komi fram að skólinn bjóði upp á sambærilegt nám við það besta á Norðurlöndunum fyrir brotabrot af þeim kostnaði sem þekkist annars staðar. Eftir ríkisstjórnarfund í gær sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að fyrra tilboð stjórnvalda um aukin framlög til skólans væri enn á borðinu. Hún tók einnig allan vafa af um það að nemendur skólans fengju fyrirgreiðslu hjá LÍN þrátt fyrir ríkjandi óvissu. Niðurstaða mennta- og menningarráðuneytisins, eftir skoðun á gögnum skólans, er að hann sé ekki rekstrarhæfur. „Eina sem ég get ráðið í þetta er að gamla tilboðið sé uppi á borðinu, en það var það sannarlega ekki í gær,“ segir Hilmar. Þar vísar hann til þess að skólanum hafa verið boðnar 58 milljónir en fjárveiting til skólans 2010 var 39 milljónir. Skólinn verður ekki rekinn fyrir lægra ríkisframlag en 70 milljónir, að sögn Hilmars. Fimm skólar sem kenna kvikmyndagerð í Danmörku, Svíþjóð og Noregi eru í CILECT, alþjóðasamtökum kvikmyndaskóla auk Kvikmyndaskóla Íslands. Kostnaður við hvern nemenda Kvikmyndaskólans er 278 þúsund krónur á ári. Hinir skólarnir í CILECT fá allir um tíu milljónir með hverjum nemenda. - shá
Fréttir Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi ná kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Sjá meira