Það er greinilegt að Lindsay Lohan er í makaleit en hún hefur sést á stefnumótum með þremur mönnum á síðustu vikum. Nú síðast skemmti daman sér prýðilega með hávöxnum dökkhærðum manni á tónleikum bresku söngkonunnar Adele í Los Angeles.
Lindsay Lohan er að reyna að koma lífi sínu á beinu brautina eftir að hafa ítrekað komist í kast við lögin síðustu ár. Hún undirbýr meðal annars endurkomu sína á hvíta tjaldið en hún leikur í myndinni Gotti: In the Shadow of My Father ásamt John Travolta og Al Pacino.
Á stefnumót
