Evrópumál kljúfa fólk frá Framsóknarflokki 23. ágúst 2011 03:00 á útleið Guðmundur Steingrímsson mun segja sig úr Framsóknarflokknum í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun stofnun nýs stjórnmálaafls vera til skoðunar.fréttablaðið/gva siv friðleifsdóttir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Flokkurinn fór smám saman í aðra átt en ég gat farið í. Það er ágreiningur í Evrópumálum en hann endurspeglar líka ágreining um grundvallaratriði í pólitík,“ segir Guðmundur, sem vill að staðið verði af ábyrgð við það ferli sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu í. Hann nefnir einnig ólík sjónarmið um stjórnlagaráð og markaðs- og nútímavæðingu atvinnulífsins, orkumál og landbúnað. Guðmundur afhendir í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt. „Við áttum hreint ekki mikla málefnalega samleið. Ef maður er endalaust að tala sér þvert um geð og tala upp málstað sem maður styður ekki er maður óheiðarlegur og óeinlægur í pólitík,“ segir Guðmundur, sem kveður „íhaldsarminn“ í Framsóknarflokknum og „þjóðernisíhaldssemi“ hafa náð yfirhöndinni yfir þeim sem séu frjálslyndir. „Galdurinn við að stjórna Framsóknarflokknum hefur verið sá að geta talað við báða hópana,“ segir Guðmundur, sem kveðst ætla að vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Honum líki ekki sú alhæfinga- og ásakanapólitík sem einkenni núverandi flokka. „Mig langar virkilega til að láta á það reyna hvort það er ekki fólk sem er til í að sjá frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk.“ Sigmundur Davíð lagði til í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar. Sú grein kallaði á úrsögn nokkurra framámanna í flokknum. Fleiri eru að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Meðal þeirra er Einar Skúlason, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem gekk úr flokknum í gær. Bjarni Benediktsson, kosningastjóri Guðmundar í síðustu alþingiskosningum, mun einnig á leið úr flokknum. Ekki er vitað að nokkur annar þingmaður hyggist fylgja Guðmundi úr flokknum. Siv Friðleifsdóttir þingmaður greiddi atkvæði með aðildarviðræðunum, ásamt Guðmundi og Birki Jóni Jónssyni varaformanni. Hún segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Siv segist ætla að berjast áfram fyrir framfaramálum á Alþingi. „Ég er ekki á leið úr Framsóknarflokknum,“ segir hún. gar@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
siv friðleifsdóttir Guðmundur Steingrímsson alþingismaður segir sig úr Framsóknarflokknum í dag. „Flokkurinn fór smám saman í aðra átt en ég gat farið í. Það er ágreiningur í Evrópumálum en hann endurspeglar líka ágreining um grundvallaratriði í pólitík,“ segir Guðmundur, sem vill að staðið verði af ábyrgð við það ferli sem aðildarviðræður að Evrópusambandinu séu í. Hann nefnir einnig ólík sjónarmið um stjórnlagaráð og markaðs- og nútímavæðingu atvinnulífsins, orkumál og landbúnað. Guðmundur afhendir í dag Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Framsóknarflokksins, úrsagnarbréf sitt. „Við áttum hreint ekki mikla málefnalega samleið. Ef maður er endalaust að tala sér þvert um geð og tala upp málstað sem maður styður ekki er maður óheiðarlegur og óeinlægur í pólitík,“ segir Guðmundur, sem kveður „íhaldsarminn“ í Framsóknarflokknum og „þjóðernisíhaldssemi“ hafa náð yfirhöndinni yfir þeim sem séu frjálslyndir. „Galdurinn við að stjórna Framsóknarflokknum hefur verið sá að geta talað við báða hópana,“ segir Guðmundur, sem kveðst ætla að vinna að stofnun nýs stjórnmálaflokks. Honum líki ekki sú alhæfinga- og ásakanapólitík sem einkenni núverandi flokka. „Mig langar virkilega til að láta á það reyna hvort það er ekki fólk sem er til í að sjá frjálslyndan, víðsýnan, Evrópusinnaðan og grænan miðjuflokk.“ Sigmundur Davíð lagði til í grein í Morgunblaðinu í síðustu viku að viðræðurnar við Evrópusambandið yrðu lagðar til hliðar. Sú grein kallaði á úrsögn nokkurra framámanna í flokknum. Fleiri eru að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Meðal þeirra er Einar Skúlason, fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, sem gekk úr flokknum í gær. Bjarni Benediktsson, kosningastjóri Guðmundar í síðustu alþingiskosningum, mun einnig á leið úr flokknum. Ekki er vitað að nokkur annar þingmaður hyggist fylgja Guðmundi úr flokknum. Siv Friðleifsdóttir þingmaður greiddi atkvæði með aðildarviðræðunum, ásamt Guðmundi og Birki Jóni Jónssyni varaformanni. Hún segist ekki hafa breytt þeirri skoðun sinni að ljúka eigi aðildarviðræðum og bera niðurstöðuna undir þjóðaratkvæði. Siv segist ætla að berjast áfram fyrir framfaramálum á Alþingi. „Ég er ekki á leið úr Framsóknarflokknum,“ segir hún. gar@frettabladid.is, kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira