HBO staðfestir að Game of Thrones sé á leið til Íslands 24. ágúst 2011 12:00 Jon Snow sem leikinn er af Kit Harington er sendur í könnunarleiðangur norður fyrir Vegginn í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. Þau atriði verða tekin upp á Íslandi. Þættirnir eru sýndir á sunnudagskvöldum á Stöð 2. Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. Bandaríski sjónvarpsrisinn HBO staðfesti í gær tvo nýja tökustaði fyrir aðra þáttaröð af Game of Thrones, sem slegið hafa rækilega í gegn hjá sjónvarpsáhorfendum um allan heim. Fréttablaðið sagði frá þessum áformum í síðustu viku en nú hefur formleg staðfesting verið send út. Króatía varð fyrir valinu í sumartökur en Ísland verður notað fyrir kaldari senur. Á fréttavef Entertainment Weekly kemur fram að Ísland eigi að vera notað fyrir svæðið norðan Veggsins sem Jon Snow og Næturverðir hans kanna. Blaðamaður Entertainment Weekly lýsir því jafnframt yfir að þetta sýni glögglega þann mikla metnað sem lagður er í þættina, það hljóti að vera einsdæmi að sjónvarpsþættir séu teknir upp í þremur löndum á tímum tölvutækni en aðalbækistöðvar tökuliðsins verða á Norður-Írlandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga tökurnar að standa yfir í hálfan mánuð og því ljóst að þetta er umfangsmikið verkefni. Þá er jafnframt ágætis möguleiki á því að íslensk karlmenni sem telja sig lipur með sverð eigi möguleika á því að fá statistahlutverk. Hins vegar er enn ekki orðið ljóst hversu margir munu koma að þessu tökum. Þetta er annað stóra tökuverkefnið sem berst til Íslands á skömmum tíma því fyrr í sumar tók leikstjórinn Ridley Scott upp senur fyrir kvikmynd sína Prometheus við Heklu og Dettifoss. Ekki liggur hins vegar fyrir hvar tökulið Game of Thrones hyggst athafna sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoða tökuliðið en forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekkert tjá sig um málið. freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Lífið Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Önnur þáttaröð Game of Thrones verður að hluta til tekin upp á Íslandi. Tökulið frá HBO kemur hingað til lands í tvær vikur síðar á árinu. Bandaríski sjónvarpsrisinn HBO staðfesti í gær tvo nýja tökustaði fyrir aðra þáttaröð af Game of Thrones, sem slegið hafa rækilega í gegn hjá sjónvarpsáhorfendum um allan heim. Fréttablaðið sagði frá þessum áformum í síðustu viku en nú hefur formleg staðfesting verið send út. Króatía varð fyrir valinu í sumartökur en Ísland verður notað fyrir kaldari senur. Á fréttavef Entertainment Weekly kemur fram að Ísland eigi að vera notað fyrir svæðið norðan Veggsins sem Jon Snow og Næturverðir hans kanna. Blaðamaður Entertainment Weekly lýsir því jafnframt yfir að þetta sýni glögglega þann mikla metnað sem lagður er í þættina, það hljóti að vera einsdæmi að sjónvarpsþættir séu teknir upp í þremur löndum á tímum tölvutækni en aðalbækistöðvar tökuliðsins verða á Norður-Írlandi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eiga tökurnar að standa yfir í hálfan mánuð og því ljóst að þetta er umfangsmikið verkefni. Þá er jafnframt ágætis möguleiki á því að íslensk karlmenni sem telja sig lipur með sverð eigi möguleika á því að fá statistahlutverk. Hins vegar er enn ekki orðið ljóst hversu margir munu koma að þessu tökum. Þetta er annað stóra tökuverkefnið sem berst til Íslands á skömmum tíma því fyrr í sumar tók leikstjórinn Ridley Scott upp senur fyrir kvikmynd sína Prometheus við Heklu og Dettifoss. Ekki liggur hins vegar fyrir hvar tökulið Game of Thrones hyggst athafna sig. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins mun framleiðslufyrirtækið Pegasus aðstoða tökuliðið en forsvarsmenn fyrirtækisins vildu ekkert tjá sig um málið. freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Lífið Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist