Glaðningur fyrir ríka aðdáendur 25. ágúst 2011 21:00 björk Biophilia er sjöunda hljóðversplata Bjarkar á enskri tungu. biophilia Tíu krómaðar tónkvíslir í tíu mismunandi litum fylgja með boxinu. Á heimasíðu Bjarkar Guðmundsdóttur, Bjork.com, var á dögunum auglýst viðamikið Biophilia-box í tilefni af útgáfu samnefndrar plötu hennar. Þrátt fyrir að kosta hátt í eitt hundrað þúsund krónur er boxið nú þegar uppselt en það var gefið út í tvö hundruð númeruðum eintökum. Ljóst er að eingöngu alhörðustu aðdáendur söngkonunnar með mikið fé á milli handanna tryggðu sér eintak og er það væntanlegt til þeirra í pósti í lok september. „Þetta er gefið út í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, sem gefur út plötur Bjarkar hér á landi. Spurður hvort þetta sé dýrasta varan sem Björk hafi sent frá sér telur hann svo vera. „En það hafa oft verið hlutir á eBay sem tengjast henni á einhvern hátt sem hafa verið seldir á hærra verði.“ Biophilia hefur verið lýst sem heimsins fyrstu app-plötunni. Fyrir peninginn sem boxið kostar myndu sumir ætla að iPad-græja fylgdi með í kaupunum en svo er ekki. Fyrir 500 pund, eða um 93 þúsund krónur, fá kaupendur sendan heim til sín forláta viðarkassa með 48 blaðsíðna safaríkum Biophilia-bæklingi og tíu krómuðum tónkvíslum í tíu mismundandi litum. Hver tónkvísl um sig hefur verið gerð sérstaklega fyrir hvert lag á plötunni en þau eru tíu talsins. Að sjálfsögðu fylgir Biophilia-platan einnig með í kaupunum ásamt upptöku frá nýlegum tónleikum Bjarkar á listahátíðinni í Manchester. Biophilia-boxið er eins og gefur að skilja eitt það dýrasta sem gefið hefur verið út og líklega það dýrasta sem ekki er safnbox með öllum plötum flytjanda. Þýsku rokkararnir í Rammstein eru ekki hálfdrættingar á við Björk því óvenjuleg útgáfa plötu þeirra, Liebe Ist Fur Alle Da, kostaði um 45 þúsund krónur. Auk viðhafnarútgáfu af plötunni sjálfri voru í boxinu sex kynlífsleikföng og hvert og eitt þeirra var sérmerkt einum meðlimi bandsins. Dýrar endurútgáfur eru einnig vinsælar um þessar mundir, þar á meðal Nevermind-plata Nirvana sem kom fyrst út fyrir tuttugu árum. Super Deluxe-útgáfa plötunnar kostar þó „aðeins“ um fimmtán þúsund krónur sem eru smáaurar miðað við Biophilia-boxið. freyr@frettabladid.isRammstein Sex kynlífsleikföng fylgdu með plötu Rammstein, Liebe Ist Fur Alle Da. Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
biophilia Tíu krómaðar tónkvíslir í tíu mismunandi litum fylgja með boxinu. Á heimasíðu Bjarkar Guðmundsdóttur, Bjork.com, var á dögunum auglýst viðamikið Biophilia-box í tilefni af útgáfu samnefndrar plötu hennar. Þrátt fyrir að kosta hátt í eitt hundrað þúsund krónur er boxið nú þegar uppselt en það var gefið út í tvö hundruð númeruðum eintökum. Ljóst er að eingöngu alhörðustu aðdáendur söngkonunnar með mikið fé á milli handanna tryggðu sér eintak og er það væntanlegt til þeirra í pósti í lok september. „Þetta er gefið út í mjög takmörkuðu upplagi,“ segir Ásmundur Jónsson í Smekkleysu, sem gefur út plötur Bjarkar hér á landi. Spurður hvort þetta sé dýrasta varan sem Björk hafi sent frá sér telur hann svo vera. „En það hafa oft verið hlutir á eBay sem tengjast henni á einhvern hátt sem hafa verið seldir á hærra verði.“ Biophilia hefur verið lýst sem heimsins fyrstu app-plötunni. Fyrir peninginn sem boxið kostar myndu sumir ætla að iPad-græja fylgdi með í kaupunum en svo er ekki. Fyrir 500 pund, eða um 93 þúsund krónur, fá kaupendur sendan heim til sín forláta viðarkassa með 48 blaðsíðna safaríkum Biophilia-bæklingi og tíu krómuðum tónkvíslum í tíu mismundandi litum. Hver tónkvísl um sig hefur verið gerð sérstaklega fyrir hvert lag á plötunni en þau eru tíu talsins. Að sjálfsögðu fylgir Biophilia-platan einnig með í kaupunum ásamt upptöku frá nýlegum tónleikum Bjarkar á listahátíðinni í Manchester. Biophilia-boxið er eins og gefur að skilja eitt það dýrasta sem gefið hefur verið út og líklega það dýrasta sem ekki er safnbox með öllum plötum flytjanda. Þýsku rokkararnir í Rammstein eru ekki hálfdrættingar á við Björk því óvenjuleg útgáfa plötu þeirra, Liebe Ist Fur Alle Da, kostaði um 45 þúsund krónur. Auk viðhafnarútgáfu af plötunni sjálfri voru í boxinu sex kynlífsleikföng og hvert og eitt þeirra var sérmerkt einum meðlimi bandsins. Dýrar endurútgáfur eru einnig vinsælar um þessar mundir, þar á meðal Nevermind-plata Nirvana sem kom fyrst út fyrir tuttugu árum. Super Deluxe-útgáfa plötunnar kostar þó „aðeins“ um fimmtán þúsund krónur sem eru smáaurar miðað við Biophilia-boxið. freyr@frettabladid.isRammstein Sex kynlífsleikföng fylgdu með plötu Rammstein, Liebe Ist Fur Alle Da.
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira