Yfirgefur Dalvík af illri nauðsyn og flytur suður 26. ágúst 2011 07:00 með strákunum Matti með strákunum sínum tveimur sem hafa æft með Víkingi í sumar. Feðgarnir eru að flytja til Reykjavíkur eftir fjögurra ára dvöl á Dalvík.fréttablaðið/anton „Við erum af illri nauðsyn að flytja í bæinn," segir tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson. Hann hefur búið á Dalvík undanfarin fjögur ár með fjölskyldu sinni en núna verður breyting þar á. „Það er bara brjálað að gera. Ég er nánast ekkert búinn að koma til Dalvíkur síðan í janúar. Þetta var orðin hálfgerð fjarbúð og ekki nógu mikill tími með börnunum og annað. Við ákváðum að taka þetta skref núna. Maður verður að elta vinnuna þangað sem hún er," segir Matti. Hann leikur í söngleiknum Hárið sem verður sýndur í Hörpunni í september auk þess sem hann hefur nóg að gera í smærri söngverkefnum, þar á meðal brúðkaupum og jarðarförum. Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar einnig að vera meira áberandi á næstunni. „Það var orðið svo dýrt að fara á milli. Ég gafst upp eftir einn mánuð þegar ég borgaði yfir tvö hundruð þúsund í flugfargjöld. Þá var þetta hætt að vera spurning." Matti og fjölskylda eru þessa dagana að leita sér að húsi í Fossvogi eða í Gerðunum, auk þess sem húsið þeirra á Dalvík er til sölu. Hann segir tímann á Dalvík hafa verið hreint út sagt dásamlegan. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tíma með börnunum mínum á Dalvík, að byggja þau upp og gera þau að sterkum einstaklingum," segir hann og á við tvo syni sína sem eru í 1. og 4. bekk. Verður ekkert erfitt að rífa þá upp þaðan? „Það sem hjálpar til er að allt okkar bakland er nánast í Reykjavík og á því svæði: ömmur og afar, frænkur og frændur og systkini okkar hjóna. Við fengum að vera með þá í Fossvogsskóla í vetur. Þeir hafa fengið að spila fótbolta með Víkingi í sumar og labba beint í félagahópana þaðan. Það mýkir aðeins höggið en auðvitað er þetta alltaf erfitt. En þeir höndla þetta mjög vel, enda megastrákar." Matti var í bæjarstjórn á Dalvík og menningarráði og finnst leiðinlegt að þurfa að kúpla sig út úr því. „Á meðan laun sveitarstjórnarmanna eru ekki hærri en þau eru er þetta ekki nógu mikið til þess að halda manni."freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Við erum af illri nauðsyn að flytja í bæinn," segir tónlistarmaðurinn Matthías Matthíasson. Hann hefur búið á Dalvík undanfarin fjögur ár með fjölskyldu sinni en núna verður breyting þar á. „Það er bara brjálað að gera. Ég er nánast ekkert búinn að koma til Dalvíkur síðan í janúar. Þetta var orðin hálfgerð fjarbúð og ekki nógu mikill tími með börnunum og annað. Við ákváðum að taka þetta skref núna. Maður verður að elta vinnuna þangað sem hún er," segir Matti. Hann leikur í söngleiknum Hárið sem verður sýndur í Hörpunni í september auk þess sem hann hefur nóg að gera í smærri söngverkefnum, þar á meðal brúðkaupum og jarðarförum. Hljómsveitin Vinir Sjonna ætlar einnig að vera meira áberandi á næstunni. „Það var orðið svo dýrt að fara á milli. Ég gafst upp eftir einn mánuð þegar ég borgaði yfir tvö hundruð þúsund í flugfargjöld. Þá var þetta hætt að vera spurning." Matti og fjölskylda eru þessa dagana að leita sér að húsi í Fossvogi eða í Gerðunum, auk þess sem húsið þeirra á Dalvík er til sölu. Hann segir tímann á Dalvík hafa verið hreint út sagt dásamlegan. „Ég hefði ekki getað hugsað mér betri tíma með börnunum mínum á Dalvík, að byggja þau upp og gera þau að sterkum einstaklingum," segir hann og á við tvo syni sína sem eru í 1. og 4. bekk. Verður ekkert erfitt að rífa þá upp þaðan? „Það sem hjálpar til er að allt okkar bakland er nánast í Reykjavík og á því svæði: ömmur og afar, frænkur og frændur og systkini okkar hjóna. Við fengum að vera með þá í Fossvogsskóla í vetur. Þeir hafa fengið að spila fótbolta með Víkingi í sumar og labba beint í félagahópana þaðan. Það mýkir aðeins höggið en auðvitað er þetta alltaf erfitt. En þeir höndla þetta mjög vel, enda megastrákar." Matti var í bæjarstjórn á Dalvík og menningarráði og finnst leiðinlegt að þurfa að kúpla sig út úr því. „Á meðan laun sveitarstjórnarmanna eru ekki hærri en þau eru er þetta ekki nógu mikið til þess að halda manni."freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira