Erfitt að selja sig 26. ágúst 2011 14:00 Morgan Spurlock segir það erfitt að vera einstæður pabbi í þessum bransa, hann þurfi að verja löngum stundum frá syni sínum en hann reyni að hafa sem mest samband við hann gegnum Skype.Fréttablaðið/Stefán fréttablaðið/stefán Morgan Spurlock er eilítið sér á báti í bandarískri heimildarmyndagerð. Hann sló fyrst í gegn með Super Size Me og hefur síðan þá verið einn vinsælasti heimildarmyndagerðarmaður heims. Freyr Gígja Gunnarsson settist niður með honum og ræddi við hann um vöruinnsetningar í kvikmyndum og hvernig það er að vera fráskilinn. „Núna hef ég smá tíma fyrir sjálfan mig til að skoða landið,“ er meðal þess fyrsta sem Morgan Spurlock segir þegar blaðamaður hittir hann á áttundu hæð Nordica Hotel við Suðurlandsbraut. Hann heimsótti Ísland fyrir sjö árum þegar hann sýndi Super Size Me, myndina sem kom honum á kortið. Núna ætlar Spurlock að borða fisk, fara í Bláa lónið og skoða Gullfoss og Geysi. „Ég ætla ekki að láta eina steik inn fyrir mínar varir, fiskurinn hérna er frábær.“ Og þar með er Íslandskynningu viðtalsins lokið. Tjaldið fellurÞrátt fyrir alvarlegan undirtón í myndum sínum tekur Spurlock sig aldrei hátíðlega heldur nálgast viðfangsefni sín með háði og húmor. The Greatest Movie Ever Sold, sem fjallar um vöruinnsetningar í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum, er engin undantekning þar á. Gagnrýnin á bandaríska afþreyingu er til staðar en hún er sett fram á fyndinn hátt án þess að persónulegri skoðun Spurlocks sé þröngvað upp á áhorfandann. „Ég vil að áhorfendur myndi sér sína eigin skoðun, sumir eiga eftir að segja að þetta sé skandall og það verði að banna þetta, aðrir verða þeirrar skoðunar að vöruinnsetningar séu bara hluti af þessum iðnaði og verði alltaf.“ Hann segist sjálfur hafa orðið meðvitaðri um vöruinnsetningar eftir að hann byrjaði að vinna þessa mynd. Og hann vonast til að áhorfendur horfi á afþreyingarefni með öðrum augum nú þegar tjaldið er fallið. Hringdi í 600 fyrirtækiThe Greatest Movie Ever Sold er eingöngu fjármögnuð af fyrirtækjum og varð Spurlock því að ganga á milli fyrirtækja og selja sjálfan sig. Hann viðurkennir að það ferðalag hafi reynst honum erfiðara en hann átti von á og sest á sálina. „Það kom mér á óvart hversu erfiðlega þetta gekk. Ég hringdi í 600 fyrirtæki en það voru bara fimmtán sem vildu vera með.“ Spurlock reyndi meira að segja við McDonald‘s. „Ég hringdi margoft og skildi eftir mörg skilaboð. Ég útskýrði fyrir þeim að þetta yrði allt öðruvísi núna en þeir svöruðu mér ekki. Það gerðu hins vegar Burger King, KFC og Taco Bell. Og þau vildu alls ekki vera með.“ Kvikmyndagerðin tekur sinn tollSpurlock hefur ekki verið feiminn við að nota fjölskylduna í myndunum sínum. Í Super Size Me stóð eiginkonan hans, Alexandra Jamieson, þétt við bakið á honum og í Where in the World Is Osama Bin Laden? lék ólétta hennar stórt hlutverk. Og þetta virðist hafa tekið sinn toll því þau eru nú skilin eftir að hafa verið gift í sex ár. „Ég er einstæður pabbi og það er mjög erfitt þegar maður er í þessum bransa. Þetta ferðalag sem ég er í núna stendur yfir í þrjár vikur. Ég reyni að vera í sem mestu sambandi við strákinn minn gegnum Skype en það er erfitt að geta ekki verið með honum í svona langan tíma.“ Spurlock bendir jafnframt á þá staðreynd að hann er ekki kvikmyndastjarna sem þénar tuttugu milljónir dala á hverja mynd. „Ég verð því alltaf að vera að og fá hugmyndir.“ Comic-Con næstSpurlock er þegar farinn að leggja drög að næstu mynd, sem fjallar um hátíðina Comic-Con í San Diego, eina áhrifamestu ráðstefnu í heimi. Þangað koma 150 þúsund manns og ráða því hvaða myndir, tölvuleikir og myndasögublöð verða vinsæl næst. Þetta verður óhefðbundin Spurlock-mynd því hann verður ekki í forgrunni sjálfur. „Þeir sem þola mig ekki ættu að geta farið á þessa mynd því röddin mín heyrist ekki einu sinni. En ég er mjög spenntur fyrir henni.“ Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
fréttablaðið/stefán Morgan Spurlock er eilítið sér á báti í bandarískri heimildarmyndagerð. Hann sló fyrst í gegn með Super Size Me og hefur síðan þá verið einn vinsælasti heimildarmyndagerðarmaður heims. Freyr Gígja Gunnarsson settist niður með honum og ræddi við hann um vöruinnsetningar í kvikmyndum og hvernig það er að vera fráskilinn. „Núna hef ég smá tíma fyrir sjálfan mig til að skoða landið,“ er meðal þess fyrsta sem Morgan Spurlock segir þegar blaðamaður hittir hann á áttundu hæð Nordica Hotel við Suðurlandsbraut. Hann heimsótti Ísland fyrir sjö árum þegar hann sýndi Super Size Me, myndina sem kom honum á kortið. Núna ætlar Spurlock að borða fisk, fara í Bláa lónið og skoða Gullfoss og Geysi. „Ég ætla ekki að láta eina steik inn fyrir mínar varir, fiskurinn hérna er frábær.“ Og þar með er Íslandskynningu viðtalsins lokið. Tjaldið fellurÞrátt fyrir alvarlegan undirtón í myndum sínum tekur Spurlock sig aldrei hátíðlega heldur nálgast viðfangsefni sín með háði og húmor. The Greatest Movie Ever Sold, sem fjallar um vöruinnsetningar í bandarísku sjónvarpi og kvikmyndum, er engin undantekning þar á. Gagnrýnin á bandaríska afþreyingu er til staðar en hún er sett fram á fyndinn hátt án þess að persónulegri skoðun Spurlocks sé þröngvað upp á áhorfandann. „Ég vil að áhorfendur myndi sér sína eigin skoðun, sumir eiga eftir að segja að þetta sé skandall og það verði að banna þetta, aðrir verða þeirrar skoðunar að vöruinnsetningar séu bara hluti af þessum iðnaði og verði alltaf.“ Hann segist sjálfur hafa orðið meðvitaðri um vöruinnsetningar eftir að hann byrjaði að vinna þessa mynd. Og hann vonast til að áhorfendur horfi á afþreyingarefni með öðrum augum nú þegar tjaldið er fallið. Hringdi í 600 fyrirtækiThe Greatest Movie Ever Sold er eingöngu fjármögnuð af fyrirtækjum og varð Spurlock því að ganga á milli fyrirtækja og selja sjálfan sig. Hann viðurkennir að það ferðalag hafi reynst honum erfiðara en hann átti von á og sest á sálina. „Það kom mér á óvart hversu erfiðlega þetta gekk. Ég hringdi í 600 fyrirtæki en það voru bara fimmtán sem vildu vera með.“ Spurlock reyndi meira að segja við McDonald‘s. „Ég hringdi margoft og skildi eftir mörg skilaboð. Ég útskýrði fyrir þeim að þetta yrði allt öðruvísi núna en þeir svöruðu mér ekki. Það gerðu hins vegar Burger King, KFC og Taco Bell. Og þau vildu alls ekki vera með.“ Kvikmyndagerðin tekur sinn tollSpurlock hefur ekki verið feiminn við að nota fjölskylduna í myndunum sínum. Í Super Size Me stóð eiginkonan hans, Alexandra Jamieson, þétt við bakið á honum og í Where in the World Is Osama Bin Laden? lék ólétta hennar stórt hlutverk. Og þetta virðist hafa tekið sinn toll því þau eru nú skilin eftir að hafa verið gift í sex ár. „Ég er einstæður pabbi og það er mjög erfitt þegar maður er í þessum bransa. Þetta ferðalag sem ég er í núna stendur yfir í þrjár vikur. Ég reyni að vera í sem mestu sambandi við strákinn minn gegnum Skype en það er erfitt að geta ekki verið með honum í svona langan tíma.“ Spurlock bendir jafnframt á þá staðreynd að hann er ekki kvikmyndastjarna sem þénar tuttugu milljónir dala á hverja mynd. „Ég verð því alltaf að vera að og fá hugmyndir.“ Comic-Con næstSpurlock er þegar farinn að leggja drög að næstu mynd, sem fjallar um hátíðina Comic-Con í San Diego, eina áhrifamestu ráðstefnu í heimi. Þangað koma 150 þúsund manns og ráða því hvaða myndir, tölvuleikir og myndasögublöð verða vinsæl næst. Þetta verður óhefðbundin Spurlock-mynd því hann verður ekki í forgrunni sjálfur. „Þeir sem þola mig ekki ættu að geta farið á þessa mynd því röddin mín heyrist ekki einu sinni. En ég er mjög spenntur fyrir henni.“
Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira