Veigar Páll: Fátt skemmtilegra en að spila gegn Noregi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. ágúst 2011 09:00 Veigar Páll Gunnarsson er kominn aftur í íslenska landsliðið. Mynd/Anton Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. „Það er mjög ánægjulegt að vera valinn aftur í landsliðið enda mikill heiður að fá að spila fyrir hönd þjóðarinnar," sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Það er heldur alls ekkert leyndarmál að mér finnst skemmtilegt að spila gegn Noregi. Það er nánast þannig að maður þekkir marga í norska lanndsliðinu jafnvel og þá í því íslenska. Þetta er því bara eins og að spila gegn félögunum." Noregur er í 12. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland í 124. sæti. Veigar Páll segir muninn á landsliðunum þó ekki vera mikinn þó svo að Norðmenn séu vissulega með sterkara lið. „Munurinn er ekki svo mikill – það er alveg ljóst. Norska landsliðið er með aðeins meiri breidd í sínu liði en ef við hittum á góðan dag getum við vel tekið þrjú stig. Ef okkur tekst að vinna saman sem liðsheild getum við vel tekið þrjú stig í Ósló." Hann segir muninn liggja einnig að miklu leyti í sjálfstrausti og trú á eigin getu. „Sjálfstraust og leikgleði er í hámarki í norska landsliðinu. Þegar leikmenn ganga inn á völlinn ætla þeir sér sigur – sama hver andstæðingurinn er. Skiptir engu hvort það er Þýskaland eða Færeyjar. Þeim hefur gengið vel í langan tíma og er þetta bein afleiðing af því." Ólafur Jóhannesson mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari þegar undankeppninni lýkur í haust. „Ég hef svo sem ekki sterkar skoðanir á því," segir Veigar Páll um það. „En miðað við árangur er ágætt að prófa eitthvað nýtt. En Óli er mjög fínn þjálfari og ég hef verið mikið í hópi hjá honum. Ég hef því ekkert slæmt um hann að segja – alls ekki." Veigar Páll hefur átt velgengni að fagna á sínum ferli en aldrei fengið að njóta sín til fulls með landsliðinu. Hann hefur fengið að líða fyrir það að spila sömu stöðu og Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur gengið fyrir í landsliðinu. „Ég held að það hafi haft sitt að segja og hef ég fullkominn skilning á því. En svo þegar Eiður gekk í gegnum smá lægð á sínum ferli kom Gylfi (Þór Sigurðsson) til sögunnar og gekk í sama hlutverk. Ég skil það líka mjög vel," segir hann og bætir við: „Ég verð því að líta svo á að ég sé bara fórnarlamb aðstæðna og það er lítið sem ég gert í því," sagði hann í léttum dúr. Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira
Veigar Páll Gunnarsson var valinn í íslenska landsliðið á nýjan leik fyrir leikina gegn Noregi og Kýpur í undankeppni EM 2012 byrjun september. Veigar Páll þekkir mjög vel til í Noregi, þar sem hann hefur spilað í átta ár, og hlakkar hann vitanlega mjög til að fá að mæta Norðmönnum á nýjan leik. „Það er mjög ánægjulegt að vera valinn aftur í landsliðið enda mikill heiður að fá að spila fyrir hönd þjóðarinnar," sagði hann í samtali við Fréttablaðið. „Það er heldur alls ekkert leyndarmál að mér finnst skemmtilegt að spila gegn Noregi. Það er nánast þannig að maður þekkir marga í norska lanndsliðinu jafnvel og þá í því íslenska. Þetta er því bara eins og að spila gegn félögunum." Noregur er í 12. sæti á styrkleikalista FIFA en Ísland í 124. sæti. Veigar Páll segir muninn á landsliðunum þó ekki vera mikinn þó svo að Norðmenn séu vissulega með sterkara lið. „Munurinn er ekki svo mikill – það er alveg ljóst. Norska landsliðið er með aðeins meiri breidd í sínu liði en ef við hittum á góðan dag getum við vel tekið þrjú stig. Ef okkur tekst að vinna saman sem liðsheild getum við vel tekið þrjú stig í Ósló." Hann segir muninn liggja einnig að miklu leyti í sjálfstrausti og trú á eigin getu. „Sjálfstraust og leikgleði er í hámarki í norska landsliðinu. Þegar leikmenn ganga inn á völlinn ætla þeir sér sigur – sama hver andstæðingurinn er. Skiptir engu hvort það er Þýskaland eða Færeyjar. Þeim hefur gengið vel í langan tíma og er þetta bein afleiðing af því." Ólafur Jóhannesson mun ekki halda áfram sem landsliðsþjálfari þegar undankeppninni lýkur í haust. „Ég hef svo sem ekki sterkar skoðanir á því," segir Veigar Páll um það. „En miðað við árangur er ágætt að prófa eitthvað nýtt. En Óli er mjög fínn þjálfari og ég hef verið mikið í hópi hjá honum. Ég hef því ekkert slæmt um hann að segja – alls ekki." Veigar Páll hefur átt velgengni að fagna á sínum ferli en aldrei fengið að njóta sín til fulls með landsliðinu. Hann hefur fengið að líða fyrir það að spila sömu stöðu og Eiður Smári Guðjohnsen, sem hefur gengið fyrir í landsliðinu. „Ég held að það hafi haft sitt að segja og hef ég fullkominn skilning á því. En svo þegar Eiður gekk í gegnum smá lægð á sínum ferli kom Gylfi (Þór Sigurðsson) til sögunnar og gekk í sama hlutverk. Ég skil það líka mjög vel," segir hann og bætir við: „Ég verð því að líta svo á að ég sé bara fórnarlamb aðstæðna og það er lítið sem ég gert í því," sagði hann í léttum dúr.
Íslenski boltinn Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira