Frelsi er ekki sjálfsagður hlutur Jónína Michaelsdóttir skrifar 30. ágúst 2011 06:00 Manneskjan almennt metur ekki að verðleikum það sem hún hefur fyrr en hún er svipt því. Þá fer hún að trega það. Hún tekur gott heilsufar fyrir sjálfsagðan hlut þar til hún veikist. Hún gengur að því sem vísu að fá þrjár máltíðir á dag, þangað til hún kynnist hungri, vegna aðstæðna sem hún sá ekki fyrir. Frelsi er aðeins orð þar til hún missir það, og þá fyrst fer hún að skilja hvað það er dýrmætt að hafa frelsi til athafna og frelsi til að velja.“ Með þessum orðum hefst bók lögmannsins og sakamálahöfundarins Erle Stanley Gardner, The Court of Last Resort, sem kom fyrst út í nóvember 1952, og síðan í endurbættri útgáfu 1954. Sjálfur kveðst hann reyndar hafa lært að meta frelsið með því að njóta þeirra stórkostlegu forréttinda að fá að lifa lífinu eins og honum hentaði best, og þá farið að hugsa um hvað það hlyti að vera ömurlegt að vera sviptur þessu frelsi. Þegar athygli hans er vakin á manni sem hefur verið dæmdur til dauða á hæpnum forsendum kynnir hann sér málið og tekst með aðstoð sérfræðinga að finna rök sem bjarga þessum manni frá þeim örlögum. Í framhaldi af því fer hann að skoða mál einstaklinga sem hafa verið dæmdir á veikum forsendum, og stofnar með sex öðrum sérfræðingum í sakamálum þetta fyrirbæri: The Court of Last Resort, sem á næstu árum leggur gífurlega mikla vinnu í að rannsaka mál einstaklinga sem hafa verið kærðir án saka og fengið harða dóma. Gardner nýtir sér tengsl við virt tímarit sem segir sögu þessara manna og síðar eru gerðir leiknir sjónvarpsþættir um líf þeirra og lausn. Sem og þeirra sem vinna að málinu, sem komu svo gjarnan fram í eigin persónu í lokin. Þessir þættir munu hafa verið sýndir Bandaríkjunum árin 1957-1958 og aftur 1959-1960. Býsna langt síðan, en samt áhugavert. Earl Stanley Gardner var þekktastur fyrir þættina um lögfræðinginn Perry Mason. Hann lést í mars 1970, áttatíu og eins árs. Tveimur árum áður kvæntist hann Agnesi Jean, ritara sínum til margra ára, sem var hin raunverulega Della Street. Holl áminningUpphaf bókarinnar er umhugsunarefni. Holl áminning. Hér á landi er þetta orðað í einni setningu: Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Það er margt verra en að rifja upp öðru hvoru það sem maður á og hefur. Líka að láta eftir sér að njóta þess. Svo er líka hitt sem er okkur ekki að skapi. Við eigum að takast á við það án þess að láta það koma okkur úr jafnvægi. Það er til dæmis eitt af því sem er gott og gagnlegt að halda upp á. Jafnvægið. Það er ekki alltaf auðvelt, en það borgar sig. Svo er líka mannbætandi að gera eins og Gardner, standa með þeim sem eru ranglega dæmdir, ekki vera of fljótur að trúa því versta um náungann. Eitt er að vera raunsær og glöggur, annað að vera tortrygginn. Ætla öðrum allt hið versta að tilefnislausu. Að ekki sé talað um þann ræfildóm að búa beinlínis til sögur um aðra, og breiða þær út. Hvernig sem allt sveiflast til að byrja með, þá endar aurinn alltaf hjá þeim sem ber hann í sér, þótt hann reyni að klína honum á aðra. Svo er hitt svo miklu skemmtilegra! Bæði fyrir viðkomandi og aðra. Allt og sumtÉg held að Gardner hafi rétt fyrir sér þegar hann mærir frelsið. Og líka hvað það getur verið sárt þegar það er skert. En stundum er það gert á löngum tíma, þannig að viðkomandi áttar sig ekki á því fyrr en það er orðið of seint. Það á bæði við um persónulegt frelsi og samfélagslegt frelsi. Það þarf hvorki að vera skarpur né skyggn til að finna hvernig smám saman er þrengt að frelsi einstaklingsins á Íslandi í dag. Silkiklæddi kúgunarhanskinn er að herða tökin og forræðishyggjan verður æ sýnilegri. Samt er allt í spekt og huggulegheitum. Smá nöldur öðru hvoru. Skroppið milli flokka. Það er allt og sumt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jónína Michaelsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Manneskjan almennt metur ekki að verðleikum það sem hún hefur fyrr en hún er svipt því. Þá fer hún að trega það. Hún tekur gott heilsufar fyrir sjálfsagðan hlut þar til hún veikist. Hún gengur að því sem vísu að fá þrjár máltíðir á dag, þangað til hún kynnist hungri, vegna aðstæðna sem hún sá ekki fyrir. Frelsi er aðeins orð þar til hún missir það, og þá fyrst fer hún að skilja hvað það er dýrmætt að hafa frelsi til athafna og frelsi til að velja.“ Með þessum orðum hefst bók lögmannsins og sakamálahöfundarins Erle Stanley Gardner, The Court of Last Resort, sem kom fyrst út í nóvember 1952, og síðan í endurbættri útgáfu 1954. Sjálfur kveðst hann reyndar hafa lært að meta frelsið með því að njóta þeirra stórkostlegu forréttinda að fá að lifa lífinu eins og honum hentaði best, og þá farið að hugsa um hvað það hlyti að vera ömurlegt að vera sviptur þessu frelsi. Þegar athygli hans er vakin á manni sem hefur verið dæmdur til dauða á hæpnum forsendum kynnir hann sér málið og tekst með aðstoð sérfræðinga að finna rök sem bjarga þessum manni frá þeim örlögum. Í framhaldi af því fer hann að skoða mál einstaklinga sem hafa verið dæmdir á veikum forsendum, og stofnar með sex öðrum sérfræðingum í sakamálum þetta fyrirbæri: The Court of Last Resort, sem á næstu árum leggur gífurlega mikla vinnu í að rannsaka mál einstaklinga sem hafa verið kærðir án saka og fengið harða dóma. Gardner nýtir sér tengsl við virt tímarit sem segir sögu þessara manna og síðar eru gerðir leiknir sjónvarpsþættir um líf þeirra og lausn. Sem og þeirra sem vinna að málinu, sem komu svo gjarnan fram í eigin persónu í lokin. Þessir þættir munu hafa verið sýndir Bandaríkjunum árin 1957-1958 og aftur 1959-1960. Býsna langt síðan, en samt áhugavert. Earl Stanley Gardner var þekktastur fyrir þættina um lögfræðinginn Perry Mason. Hann lést í mars 1970, áttatíu og eins árs. Tveimur árum áður kvæntist hann Agnesi Jean, ritara sínum til margra ára, sem var hin raunverulega Della Street. Holl áminningUpphaf bókarinnar er umhugsunarefni. Holl áminning. Hér á landi er þetta orðað í einni setningu: Enginn veit hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Það er margt verra en að rifja upp öðru hvoru það sem maður á og hefur. Líka að láta eftir sér að njóta þess. Svo er líka hitt sem er okkur ekki að skapi. Við eigum að takast á við það án þess að láta það koma okkur úr jafnvægi. Það er til dæmis eitt af því sem er gott og gagnlegt að halda upp á. Jafnvægið. Það er ekki alltaf auðvelt, en það borgar sig. Svo er líka mannbætandi að gera eins og Gardner, standa með þeim sem eru ranglega dæmdir, ekki vera of fljótur að trúa því versta um náungann. Eitt er að vera raunsær og glöggur, annað að vera tortrygginn. Ætla öðrum allt hið versta að tilefnislausu. Að ekki sé talað um þann ræfildóm að búa beinlínis til sögur um aðra, og breiða þær út. Hvernig sem allt sveiflast til að byrja með, þá endar aurinn alltaf hjá þeim sem ber hann í sér, þótt hann reyni að klína honum á aðra. Svo er hitt svo miklu skemmtilegra! Bæði fyrir viðkomandi og aðra. Allt og sumtÉg held að Gardner hafi rétt fyrir sér þegar hann mærir frelsið. Og líka hvað það getur verið sárt þegar það er skert. En stundum er það gert á löngum tíma, þannig að viðkomandi áttar sig ekki á því fyrr en það er orðið of seint. Það á bæði við um persónulegt frelsi og samfélagslegt frelsi. Það þarf hvorki að vera skarpur né skyggn til að finna hvernig smám saman er þrengt að frelsi einstaklingsins á Íslandi í dag. Silkiklæddi kúgunarhanskinn er að herða tökin og forræðishyggjan verður æ sýnilegri. Samt er allt í spekt og huggulegheitum. Smá nöldur öðru hvoru. Skroppið milli flokka. Það er allt og sumt.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun