Áfengislaus tónleikaröð Arnars 31. ágúst 2011 12:00 Tónleikaröð Arnars Eggerts Thoroddsen á þriðjudagskvöldum verður áfengislaus. Kaffi, kökur & rokk & ról nefnist ný tónleikaröð sem hefst í Vonar-húsi SÁÁ þriðjudaginn 6. september. Fram koma Benni Hemm Hemm og Prins Póló. Benedikt Hermann Hermannsson er fluttur til Íslands eftir þriggja ára búsetu í Skotlandi og hlakkar mikið til að koma fram. „Hún lítur vel út þessi tónleikaröð og það er alltaf gaman að spila fyrir edrú fólk. Það verður afslappaðri stemning sem er alltaf mjög skemmtilegt,“ segir Benni, sem er að fara aftur í gang með hljómsveitina sína. Hún ætlar að spila mánaðarlega á Faktorý og verða næstu tónleikar þar 21. september. Blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen er dagskrárstjóri tónleikaraðarinnar Hann fór í gang með verkefnið eftir að hafa fengið símtal frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni SÁÁ. „Gunnar Smári hringdi í mig í sumar og bað mig um að sjá um þessa röð fyrir SÁÁ. Ég gerði það með glöðu geði enda á ég þessum samtökum líf mitt að þakka,“ segir Arnar Eggert, sem hefur verið edrú í eitt og hálft ár. Tónleikaröðin, sem verður á þriðjudögum, verður haldin stundvíslega frá 20 til 22 og kaffi og kökur verða á boðstólum. Að sjálfsögðu verður áfengi hvergi nærri. „Það sem við erum að reyna með þessu er að búa til tónleikaröð sem snýst um tónleika, eins barnalega og það hljómar,“ segir Arnar Eggert. „Þetta á að vera eitthvað fyrir sælkerann, að hann geti komið í upphafi viku, og notið tónlistarinnar án þess að eyða fimm til sex tímum af dýrmætum helgartíma í það.“ Á meðal annarra flytjenda sem hafa boðað komu sína eru Mugison, Jónas Sig, Agent Fresco, Lára, Skálmöld og Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. - fb Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Kaffi, kökur & rokk & ról nefnist ný tónleikaröð sem hefst í Vonar-húsi SÁÁ þriðjudaginn 6. september. Fram koma Benni Hemm Hemm og Prins Póló. Benedikt Hermann Hermannsson er fluttur til Íslands eftir þriggja ára búsetu í Skotlandi og hlakkar mikið til að koma fram. „Hún lítur vel út þessi tónleikaröð og það er alltaf gaman að spila fyrir edrú fólk. Það verður afslappaðri stemning sem er alltaf mjög skemmtilegt,“ segir Benni, sem er að fara aftur í gang með hljómsveitina sína. Hún ætlar að spila mánaðarlega á Faktorý og verða næstu tónleikar þar 21. september. Blaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen er dagskrárstjóri tónleikaraðarinnar Hann fór í gang með verkefnið eftir að hafa fengið símtal frá Gunnari Smára Egilssyni, formanni SÁÁ. „Gunnar Smári hringdi í mig í sumar og bað mig um að sjá um þessa röð fyrir SÁÁ. Ég gerði það með glöðu geði enda á ég þessum samtökum líf mitt að þakka,“ segir Arnar Eggert, sem hefur verið edrú í eitt og hálft ár. Tónleikaröðin, sem verður á þriðjudögum, verður haldin stundvíslega frá 20 til 22 og kaffi og kökur verða á boðstólum. Að sjálfsögðu verður áfengi hvergi nærri. „Það sem við erum að reyna með þessu er að búa til tónleikaröð sem snýst um tónleika, eins barnalega og það hljómar,“ segir Arnar Eggert. „Þetta á að vera eitthvað fyrir sælkerann, að hann geti komið í upphafi viku, og notið tónlistarinnar án þess að eyða fimm til sex tímum af dýrmætum helgartíma í það.“ Á meðal annarra flytjenda sem hafa boðað komu sína eru Mugison, Jónas Sig, Agent Fresco, Lára, Skálmöld og Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. - fb
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira