Sjávarútvegurinn er að staðna 1. september 2011 06:00 Jóhann Jónasson Afli dreginn upp Framkvæmdastjóri 3X Technology segir sjávarútvegsfyrirtæki ekki hafa fjárfest í nýrri tækni og tækjabúnaði síðan um mitt ár 2007 þegar þorskkvóti var skorinn niður um 30 prósent. Óvissa bætir ekki ástandið, segir hann.Fréttablaðið/Jón Sigurður Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. „Það er sárara en tárum taki að íslenskur sjávarútvegur er að tapa forskoti sínu því tækniframfarir í sjávarútvegi eru að færast úr landi," segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði. Þetta er í samræmi við athugun Íslenska sjávarklasans á veltu tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Vinna við verkefnið hefur leitt í ljós að um sjötíu tæknifyrirtæki fluttu út tækjabúnað eða vörur tengdar sjávar-útvegi fyrir rúma sextán milljarða króna í fyrra. Áætlað er að hann aukist um fjóra milljarða á þessu ári, eða um 25 prósent. Á sama tíma nam veltan á innanlandsmarkaði ellefu milljörðum króna í fyrra. Búist er við lítils háttar samdrætti í ár. Ekki er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist á innanlandsmarkaði á næstunni þrátt fyrir uppsafnaða endurnýjunarþörf hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Tæknifyrirtækið 3X Technology hefur þróað tækjalausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki víða um heim frá 1994 og hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir fimm árum fyrir að hafa náð árangri í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnað. Jóhann bendir á að frá því um mitt ár 2007 þegar þorskkvótinn var skorinn niður um þrjátíu prósent hafi ríkt stöðnun í sjávarútvegi. Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið bæti ekki ástandið. „Það er ekki búist við að nokkuð gerist hér næstu árin. Maður myndi vilja vinna heima en það er ljóst að af því verður ekki," segir Jóhann sem staddur var í skosku hálöndunum í vikubyrjun þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við erum að ná okkur í verkefni þar," segir hann. jonab@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Afli dreginn upp Framkvæmdastjóri 3X Technology segir sjávarútvegsfyrirtæki ekki hafa fjárfest í nýrri tækni og tækjabúnaði síðan um mitt ár 2007 þegar þorskkvóti var skorinn niður um 30 prósent. Óvissa bætir ekki ástandið, segir hann.Fréttablaðið/Jón Sigurður Fyrirtæki í sjávarútvegi fjárfesta ekki lengur í nýrri íslenskri tækni. Framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði segir orðið ómögulegt að vinna hér. „Það er sárara en tárum taki að íslenskur sjávarútvegur er að tapa forskoti sínu því tækniframfarir í sjávarútvegi eru að færast úr landi," segir Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X Technology á Ísafirði. Þetta er í samræmi við athugun Íslenska sjávarklasans á veltu tæknifyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi. Vinna við verkefnið hefur leitt í ljós að um sjötíu tæknifyrirtæki fluttu út tækjabúnað eða vörur tengdar sjávar-útvegi fyrir rúma sextán milljarða króna í fyrra. Áætlað er að hann aukist um fjóra milljarða á þessu ári, eða um 25 prósent. Á sama tíma nam veltan á innanlandsmarkaði ellefu milljörðum króna í fyrra. Búist er við lítils háttar samdrætti í ár. Ekki er gert ráð fyrir að eftirspurn aukist á innanlandsmarkaði á næstunni þrátt fyrir uppsafnaða endurnýjunarþörf hjá sjávarútvegsfyrirtækjum. Tæknifyrirtækið 3X Technology hefur þróað tækjalausnir fyrir sjávarútvegsfyrirtæki víða um heim frá 1994 og hlaut Útflutningsverðlaun forseta Íslands fyrir fimm árum fyrir að hafa náð árangri í sölu og markaðssetningu á sérhönnuðum tækjum og tækjalausnum fyrir matvælaiðnað. Jóhann bendir á að frá því um mitt ár 2007 þegar þorskkvótinn var skorinn niður um þrjátíu prósent hafi ríkt stöðnun í sjávarútvegi. Óvissa um fiskveiðistjórnunarkerfið bæti ekki ástandið. „Það er ekki búist við að nokkuð gerist hér næstu árin. Maður myndi vilja vinna heima en það er ljóst að af því verður ekki," segir Jóhann sem staddur var í skosku hálöndunum í vikubyrjun þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. „Við erum að ná okkur í verkefni þar," segir hann. jonab@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira