Óvíst að hægt sé að halda verðbólgu lágri 2. september 2011 03:00 Íslandsbanka í gær Málstofan í gær var hluti af fundaröð sem VÍB, eignastýringarþjónusta Íslandsbanka, hefur staðið fyrir.Fréttablaðið/GVA Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verðtryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verðtryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vandinn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáanleg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verðbólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántakendum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefjast áhættuálags vegna verðbólgu-áhættu. Þá myndi endurgreiðsluferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verðbólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántakendum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis lánsins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verðtryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingarmynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtímamarkmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hægt er að afnema verðtryggingu án mikils kostnaðar ef verðbólga helst lág og stöðug. Hvort það sé raunhæft er hins vegar önnur og flóknari spurning. Þetta sagði Ásgeir Daníelsson, forstöðumaður á hagfræðisviði Seðlabankans, á málstofu um verðtryggingu sem Íslandsbanki stóð fyrir í gær. Í máli sínu velti Ásgeir því fyrir sér hverjar afleiðingar þess yrðu að afnema verðtryggingu á Íslandi. Slíkt væri hægt að gera með ýmsum hætti; banna hana með lögum eða þá vinna gegn notkun hennar með því að skapa þannig aðstæður að fólk væri ólíklegra til að gera verðtryggða samninga. „Lykilatriði til að það sé hægt er hins vegar að verðbólga sé lág og stöðug, fyrst og fremst þarf hún þó að vera stöðug,“ sagði Ásgeir. „Vandinn er að verðbólga, sérstaklega ef hún er veruleg, er mjög ófyrirsjáanleg. Hér á landi höfum við til dæmis haft á þessari öld tvö eða þrjú verðbólguskot. Þau valda óvissu sem er langt umfram það sem þekkist víðast hvar annars staðar og því er eðlilegt að það skapist viðleitni, bæði hjá lánveitendum og lántakendum, til að verðtryggja lán.“ Ásgeir sagði kostnaðinn af afnámi verðtryggingar skiptast í tvennt. Raunvextir yrðu hærri þar sem lánveitendur myndu krefjast áhættuálags vegna verðbólgu-áhættu. Þá myndi endurgreiðsluferilinn af óverðtryggðum lánum verða mjög framhlaðinn ef verðbólga myndi skyndilega hækka töluvert. Það myndi valda lántakendum miklum vandræðum þar sem stærstur hluti raunvirðis lánsins yrði greiddur upp á skömmum tíma. Ásgeir sagði þó hægt að leysa þessi vandamál að hluta með því að setja tíð endurskoðunarákvæði inn í lánasamninga. Þá sagði Ásgeir það ekki rétt sem oft væri haldið fram að ábyrgðin og hættan af verðtryggðum lánum væri alfarið hjá lántakendum. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og formaður efnahags- og viðskiptanefnda, sagði alveg ljóst að hægt væri að reka hagkerfi án verðtryggingar. Víðast hvar væri málum háttað þannig. „Verðtrygging er hins vegar ekki orsök vandans heldur birtingarmynd óstjórnar í efnahagsmálum,“ sagði Helgi og bætti við að langtímamarkmiðið ætti að sínu mati að vera að yfirgefa krónuna og taka upp evru sem tryggði lægri raunvexti og verðbólgu. Það gæti hins vegar tekið tíma og þangað til ætti að draga úr vægi verðtryggingarinnar eins og ríkisstjórnin stefndi að. Þá sagði Helgi mikilvægt að bankarnir sem og Íbúðalánasjóður byðu neytendum upp á óverðtryggð lán samliða verðtryggðum. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira