Svekktur að spila ekki á Íslandi 3. september 2011 10:00 Árni Hjörvar Árnason og félagar í The Vaccines eru komnir í tæplega tveggja mánaða hlé frá tónleikahaldi.fréttablaðið/valli Árni Hjörvar Árnason er svekktur yfir því að spila ekki á Airwaves með The Vaccines. Hljómsveitin getur kennt sjálfri sér um veikindi söngvarans. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég var farinn að hlakka mikið til að koma,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hljómsveitin hætt við að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í október vegna hálsaðgerðar sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir. „Ég átti að vera í Bandaríkjunum núna. Þetta eru alveg fjörutíu tónleikar sem við erum að aflýsa,“ segir Árni Hjörvar, sem er staddur í London. „Við ætlum að nota tækifærið og reyna að semja fyrir næstu plötu fyrst við erum bara fastir heima.“ Bassaleikarinn býst einnig við því að kíkja í heimsókn til Íslands í pásunni og reiknar með því að mæta á Airwaves-hátíðina þrátt fyrir að vera ekki að spila sjálfur. Árni Hjörvar er aðdáandi enska fótboltaliðsins Tottenham og reiknar með því að fara eitthvað á völlinn líka, enda er heimavöllur liðsins í London. The Vaccines hefur verið á stífu tónleikaferðalagi á þessu ári og spilað á fjölmörgum tónlistarhátíðum í sumar við góðar undirtektir. „Við spiluðum á Reading- og Leeds-hátíðunum og það gekk rosalega vel. Það var hápunkturinn á sumrinu,“ segir hann. „Það má segja að við höfum verið uppteknasta bandið í bransanum. Við erum búnir að spila á örugglega 150 tónleikum á árinu.“ Álagið hefur tekið sinn toll því aðgerðin sem söngvarinn Young þarf að gangast undir er sú þriðja á þessu ári. „Við getum sjálfum okkur um kennt. Við gáfum honum ekki tíma til að slappa af. Um leið og hann var farinn að geta talað eftir síðustu aðgerð vorum við farnir að spila sex sinnum í viku. Núna ætlum við að gefa honum tíma til að jafna sig.“ Tónleikaferðalag The Vaccines hefst á nýjan leik í París 26. október og eftir það hitar hljómsveitin upp fyrir Arctic Monkeys á Bretlandseyjum. Á næsta ári hafa tónleikar verið bókaðir bæði í Japan og Suður-Ameríku. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Árni Hjörvar Árnason er svekktur yfir því að spila ekki á Airwaves með The Vaccines. Hljómsveitin getur kennt sjálfri sér um veikindi söngvarans. „Þetta er mjög svekkjandi. Ég var farinn að hlakka mikið til að koma,“ segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku rokksveitarinnar The Vaccines. Eins og Fréttablaðið greindi frá hefur hljómsveitin hætt við að spila á Iceland Airwaves-hátíðinni í október vegna hálsaðgerðar sem söngvarinn Justin Young þarf að gangast undir. „Ég átti að vera í Bandaríkjunum núna. Þetta eru alveg fjörutíu tónleikar sem við erum að aflýsa,“ segir Árni Hjörvar, sem er staddur í London. „Við ætlum að nota tækifærið og reyna að semja fyrir næstu plötu fyrst við erum bara fastir heima.“ Bassaleikarinn býst einnig við því að kíkja í heimsókn til Íslands í pásunni og reiknar með því að mæta á Airwaves-hátíðina þrátt fyrir að vera ekki að spila sjálfur. Árni Hjörvar er aðdáandi enska fótboltaliðsins Tottenham og reiknar með því að fara eitthvað á völlinn líka, enda er heimavöllur liðsins í London. The Vaccines hefur verið á stífu tónleikaferðalagi á þessu ári og spilað á fjölmörgum tónlistarhátíðum í sumar við góðar undirtektir. „Við spiluðum á Reading- og Leeds-hátíðunum og það gekk rosalega vel. Það var hápunkturinn á sumrinu,“ segir hann. „Það má segja að við höfum verið uppteknasta bandið í bransanum. Við erum búnir að spila á örugglega 150 tónleikum á árinu.“ Álagið hefur tekið sinn toll því aðgerðin sem söngvarinn Young þarf að gangast undir er sú þriðja á þessu ári. „Við getum sjálfum okkur um kennt. Við gáfum honum ekki tíma til að slappa af. Um leið og hann var farinn að geta talað eftir síðustu aðgerð vorum við farnir að spila sex sinnum í viku. Núna ætlum við að gefa honum tíma til að jafna sig.“ Tónleikaferðalag The Vaccines hefst á nýjan leik í París 26. október og eftir það hitar hljómsveitin upp fyrir Arctic Monkeys á Bretlandseyjum. Á næsta ári hafa tónleikar verið bókaðir bæði í Japan og Suður-Ameríku. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira