Upp og niður að vinna mikið með sjálfum sér 7. september 2011 16:30 Fyrsta plata Sóleyjar Stefánsdóttur í fullri lengd, We Sink, er komin út. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út erlendis en hér heima annast Kimi Records útgáfuna. Sóley var í eitt ár að semja plötuna og taka upp og gekk það allt saman mjög vel. „Auðvitað komu stundir þar sem ég fékk algjörlega nóg af því að hlusta á sjálfa mig. Þetta er rosalega mikið upp og niður að vinna svona mikið með sjálfum sér," segir Sóley. Aðspurð segist hún ekki hafa lagt upp með neitt sérstakt þema fyrir plötuna. „Ekki beint, fyrir utan að mig langaði að þróa það sem ég gerði á EP-plötunni minni (Theater Island) og halda áfram með sama hljóðheim og stemningu." Þar var tónlistin píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum. We Sink kemur út á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu. Platan var tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugarvarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Sóley, sem er einnig meðlimur í Seabear og Sin Fang, er þessa dagana á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Þar spilar hún sín lög en einnig lög með Sin Fang. Með henni í ferðalaginu eru eintómir strákar, eða þeir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, Arnljótur Sigurðsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Jón Óskar slagverksleikari. Aðspurð segir hún það ekkert erfitt að vera eina stelpan í hópnum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg frábært að vera með þessum strákum. Þeir eru náttúrulega strákar og haga sér eftir því en nú er búið að skipa Magga trommara sem trúnaðarmann minn þannig að þegar einhver segir eitthvað dónalegt horfi ég á Magga, hann ranghvolfir augunum og ég segi: Já, ég veit, þessir strákar." Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru áætlaðir í byrjun október í Reykjavík eftir að tónleikaferðinni um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Sjá meira
Fyrsta plata Sóleyjar Stefánsdóttur í fullri lengd, We Sink, er komin út. Þýska útgáfufyrirtækið Morr Music gefur plötuna út erlendis en hér heima annast Kimi Records útgáfuna. Sóley var í eitt ár að semja plötuna og taka upp og gekk það allt saman mjög vel. „Auðvitað komu stundir þar sem ég fékk algjörlega nóg af því að hlusta á sjálfa mig. Þetta er rosalega mikið upp og niður að vinna svona mikið með sjálfum sér," segir Sóley. Aðspurð segist hún ekki hafa lagt upp með neitt sérstakt þema fyrir plötuna. „Ekki beint, fyrir utan að mig langaði að þróa það sem ég gerði á EP-plötunni minni (Theater Island) og halda áfram með sama hljóðheim og stemningu." Þar var tónlistin píanóskotin en með lágstemmdum poppáhrifum. We Sink kemur út á geisladiski og tvöfaldri vínylplötu. Platan var tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugarvarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Sóley, sem er einnig meðlimur í Seabear og Sin Fang, er þessa dagana á þriggja vikna tónleikaferðalagi um Evrópu til að fylgja plötunni eftir. Þar spilar hún sín lög en einnig lög með Sin Fang. Með henni í ferðalaginu eru eintómir strákar, eða þeir Sindri Már Sigfússon, forsprakki Sin Fang, Arnljótur Sigurðsson bassaleikari, Róbert Reynisson gítarleikari, Magnús Tryggvason Eliassen trommari og Jón Óskar slagverksleikari. Aðspurð segir hún það ekkert erfitt að vera eina stelpan í hópnum. „Ég verð að viðurkenna að mér finnst alveg frábært að vera með þessum strákum. Þeir eru náttúrulega strákar og haga sér eftir því en nú er búið að skipa Magga trommara sem trúnaðarmann minn þannig að þegar einhver segir eitthvað dónalegt horfi ég á Magga, hann ranghvolfir augunum og ég segi: Já, ég veit, þessir strákar." Útgáfutónleikar vegna plötunnar eru áætlaðir í byrjun október í Reykjavík eftir að tónleikaferðinni um Evrópu lýkur. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Lífið Már Gunnars genginn út Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Sjá meira