Sigurður Ragnar: Lars væri góður í að byggja upp nýja liðsmenningu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. september 2011 08:00 Sigurður Ragnar segir Lagerbäck vera afar góðan kost fyrir íslenska landsliðið. Fréttablaðið/Stefán „Lars hefur komið nokkrum sinnum til okkar. Hann situr í nefnd UEFA um þjálfaragráður og hefur komið hingað til að veita okkur gæðastimpil. Hann hefur líka haldið fyrirlestra hér og verið með þjálfaramenntun. Það hefur ávallt verið gerður góður rómur að hans málflutningi enda fær maður og virtur í þjálfaraheiminum,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ og þjálfari kvennalandsliðsins, um Svíann Lars Lagerbäck sem er orðaður við þjálfarastöðuna hjá A-landsliðinu. Sigurður hefur kynnst Lagerbäck ágætlega og þekkir vel til hans sem þjálfara. „Lars er duglegur að taka þátt í þjálfaramenntun víða í Evrópu. Hann hefur mikinn áhuga á að viðhalda þekkingu. Þó svo hann sé orðinn 63 ára er hann nútímalegur þjálfari. Hann hefur kynnt hugmyndafræðina á bak við sænska landsliðið á sínum tíma en slíkir hlutir eru oft mikið leyndarmál. Það er ekki hjá honum enda opinn og til í að deila þekkingu með öðrum.“ Fræðslustjórinn ber Lagerbäck góða söguna og segir að þjálfarinn hafi lengi haft augastað á því að þjálfa á Íslandi. „Í þau skipti sem hann hefur komið hingað höfum við stundum gantast með það hvort hann gæti hugsað sér að þjálfa hér og hann hefur alltaf tekið vel í það,“ segir Sigurður, sem er ekki í vafa um að Lagerbäck yrði góður kostur fyrir íslenskan fótbolta. „Hann er mjög álitlegur kostur enda með mikla reynslu. Hann er líka sterkur karakter sem hefur til að mynda tekið fast á öllum agabrotum. Ég held að hann væri góður í að byggja upp nýja liðsmenningu hjá A-liðinu og móta hugmyndafræði í kringum liðið. Þar er hann sterkur. Það yrði hvalreki að fá slíkan mann hingað,“ segir Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
„Lars hefur komið nokkrum sinnum til okkar. Hann situr í nefnd UEFA um þjálfaragráður og hefur komið hingað til að veita okkur gæðastimpil. Hann hefur líka haldið fyrirlestra hér og verið með þjálfaramenntun. Það hefur ávallt verið gerður góður rómur að hans málflutningi enda fær maður og virtur í þjálfaraheiminum,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ og þjálfari kvennalandsliðsins, um Svíann Lars Lagerbäck sem er orðaður við þjálfarastöðuna hjá A-landsliðinu. Sigurður hefur kynnst Lagerbäck ágætlega og þekkir vel til hans sem þjálfara. „Lars er duglegur að taka þátt í þjálfaramenntun víða í Evrópu. Hann hefur mikinn áhuga á að viðhalda þekkingu. Þó svo hann sé orðinn 63 ára er hann nútímalegur þjálfari. Hann hefur kynnt hugmyndafræðina á bak við sænska landsliðið á sínum tíma en slíkir hlutir eru oft mikið leyndarmál. Það er ekki hjá honum enda opinn og til í að deila þekkingu með öðrum.“ Fræðslustjórinn ber Lagerbäck góða söguna og segir að þjálfarinn hafi lengi haft augastað á því að þjálfa á Íslandi. „Í þau skipti sem hann hefur komið hingað höfum við stundum gantast með það hvort hann gæti hugsað sér að þjálfa hér og hann hefur alltaf tekið vel í það,“ segir Sigurður, sem er ekki í vafa um að Lagerbäck yrði góður kostur fyrir íslenskan fótbolta. „Hann er mjög álitlegur kostur enda með mikla reynslu. Hann er líka sterkur karakter sem hefur til að mynda tekið fast á öllum agabrotum. Ég held að hann væri góður í að byggja upp nýja liðsmenningu hjá A-liðinu og móta hugmyndafræði í kringum liðið. Þar er hann sterkur. Það yrði hvalreki að fá slíkan mann hingað,“ segir Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira