Lagerbäck er til í viðræður við KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 8. september 2011 07:00 Lars Lagerbäck er spenntur fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið og bíður eftir því að heyra frá forráðamönnum KSÍ. Hann er hér að þjálfa Nígeríu á síðasta HM. Nordic Photos / Getty Images Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhugaverðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lagerbäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lagerbäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðjudag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið," sagði Lagerbäck er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ," sagði Lagerbäck spurður hvort einhverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður." Lagerbäck er ágætlega kunnugur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfaranámskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálfsögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín," sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert greiningu á leik liðsins," sagði Lagerbäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kringum fótboltann." Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Það er um fátt annað talað í knattspyrnuheiminum þessa dagana en hver taki við íslenska landsliðinu af Ólafi Jóhannessyni. Ólafur á aðeins eftir að stýra landsliðinu í einum leik. Það er gegn Portúgal ytra í upphafi næsta mánaðar. Mikið hefur verið rætt og ritað um Roy Keane en á meðal áhugaverðra nafna sem hafa verið orðuð við liðið er Svíinn reyndi Lars Lagerbäck. Svíinn gerði frábæra hluti með sænska landsliðið á þeim níu árum sem hann stýrði liðinu og kom liðinu á fimm stórmót í röð. Hann stýrði liðinu ásamt Tommy Söderberg frá 2000 til 2004. Lagerbäck hætti síðan með liðið árið 2009 er honum mistókst að koma því á HM árið 2010. Lagerbäck fór reyndar á HM 2010 eftir allt saman, en hann var ráðinn landsliðsþjálfari Nígeríu fyrir mótið. Sú för var reyndar engin frægðarför. „Ég heyrði af því að ég væri orðaður við starfið í gær [þriðjudag] en þá fór síminn að hringja víða að og menn að spyrja mig út í málið," sagði Lagerbäck er Fréttablaðið sló á þráðinn til hans í gær og spurði hann út í sögusagnirnar varðandi íslenska landsliðið. „Ég hef ekki rætt við formann KSÍ né nokkurn hjá KSÍ," sagði Lagerbäck spurður hvort einhverjar viðræður hefðu þegar átt sér stað. Hinn 63 ára gamli Svíi segist þó vera opinn fyrir viðræðum við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, um starfið. „Ég fæ reglulega fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á hinum og þessum störfum. Ég hef alltaf sagt að ef eitthvað áhugavert komi upp þá sé ég tilbúinn að skoða málið. Starf landsliðsþjálfara Íslands er áhugavert og ef KSÍ hefur áhuga og vill ræða við mig þá er ég til í viðræður." Lagerbäck er ágætlega kunnugur íslenskum fótbolta enda stýrði hann Svíum gegn Íslandi margoft á sínum tíma og hefur síðan haldið fyrirlestra hér á landi á þjálfaranámskeiðum sem KSÍ hefur haldið. „Ég hef nokkrum sinnum komið til Íslands og þekki fólk þar. Mér finnst Knattspyrnusamband Íslands hafa staðið sig frábærlega og þess vegna mun ég að sjálfsögðu spjalla við fulltrúa þess ef þeir leita til mín," sagði Lagerbäck en hefur hann eitthvað fylgst með íslenska landsliðinu undanfarin ár? „Ég hef séð það sem sýnt er frá íslenska landsliðinu í sjónvarpinu. Maður fylgist alltaf sérstaklega vel með Norðurlandaþjóðunum en ég hef ekki kafað djúpt í leik íslenska landsliðsins né gert greiningu á leik liðsins," sagði Lagerbäck, sem veit þó af því að upp eru að koma afar efnilegir strákar. Lagerbäck hefur ekki þjálfað neitt lið síðan hann lét af þjálfun nígeríska landsliðsins eftir HM 2010. Þjálfarinn hefur þó ekki setið auðum höndum. „Ég hef verið að vinna með sænska knattspyrnusambandinu í fræðslumálunum. Hef einnig tekið þátt í verkefnum með nokkrum liðum. Ég kvarta því ekki. Það eru forréttindi að fá að starfa í kringum fótboltann."
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Í beinni: Athletic Bilbao - Arsenal | Skytturnar byrja í Baskalandi Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira