Syngur um ást og reiði 8. september 2011 10:00 Þriðja sólóplata ensku tónlistarkonunnar Lauru Marling, A Creature I Don"t Know, kemur út eftir helgi. Breska pressan kallar tónlistina nu-folk. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gefur enska söngkonan og lagahöfundurinn Laura Marling út sína þriðju sólóplötu, A Creature I Don’t Know, eftir helgi. Tónlist Marling á sér rætur í breskri og amerískri þjóðlagatónlist og hefur hún verið nefnd í sömu andrá og Crosby, Stills and Nash, Joni Mitchell, Neil Young og Leonard Cohen. Marling fæddist í Hampshire á Englandi 1990 og lærði snemma á gítar. Pabbi hennar, sem rekur hljóðver, kynnti hana fyrir þjóðlagatónlist og kenndi henni á gítar. Sextán ára flutti Marling til London og kynntist hljómsveitum á borð við Noah and the Whale og Mumford & Sons, sem báðar spila melódískt þjóðlagapopp. Breska pressan var ekki lengi að setja stimpil á þessa nýju hreyfingu og kallaði hana „nu-folk“, heiti sem Marling er ekki hrifin af. Fyrsta plata hennar, Alas, I Cannot Swim, kom út þegar Marling var aðeins átján ára og fékk hún tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Næsta plata, I Speak Because I Can, kom út í fyrra. Upptökustjóri var Ethan Johns sem hefur unnið með Kings of Leon, Ryan Adams og Ray Lamontagne. Hljómurinn var þroskaðri en á frumburðinum og textarnir voru vandaðri og fjölluðu um ábyrgðina sem fylgir því að vera kona. Platan náði fjórða sæti á breska breiðskífulistanum og aftur var Marling tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Fyrr á þessu ári vann hún svo Brit-verðlaunin sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn þrátt fyrir að tónlist hennar væri staðsett langt frá meginstraums vinsældapoppinu. Á nýju plötunni syngur Marling um ást, reiði, fjölskyldu, engla og djöfla og hlutverk kvenna. Lagið Sophia fjallar um samnefnda forna vísdómsgyðju og Salinas fjallar um móðurhlutverkið. Marling fékk innblásturinn að því lagi eftir að hafa lesið um rithöfundinn John Steinbeck. Gagnrýnendur eru hrifnir af plötunni, segja útsetningarnar viðameiri en áður og margir telja hana þá bestu til þessa, þar á meðal breska tímaritið Q sem gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Marling fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Norður-Ameríku og Bretland á næstunni, þar sem kassagítarinn verður að sjálfsögðu með í för. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þriðja sólóplata ensku tónlistarkonunnar Lauru Marling, A Creature I Don"t Know, kemur út eftir helgi. Breska pressan kallar tónlistina nu-folk. Þrátt fyrir að vera aðeins 21 árs gefur enska söngkonan og lagahöfundurinn Laura Marling út sína þriðju sólóplötu, A Creature I Don’t Know, eftir helgi. Tónlist Marling á sér rætur í breskri og amerískri þjóðlagatónlist og hefur hún verið nefnd í sömu andrá og Crosby, Stills and Nash, Joni Mitchell, Neil Young og Leonard Cohen. Marling fæddist í Hampshire á Englandi 1990 og lærði snemma á gítar. Pabbi hennar, sem rekur hljóðver, kynnti hana fyrir þjóðlagatónlist og kenndi henni á gítar. Sextán ára flutti Marling til London og kynntist hljómsveitum á borð við Noah and the Whale og Mumford & Sons, sem báðar spila melódískt þjóðlagapopp. Breska pressan var ekki lengi að setja stimpil á þessa nýju hreyfingu og kallaði hana „nu-folk“, heiti sem Marling er ekki hrifin af. Fyrsta plata hennar, Alas, I Cannot Swim, kom út þegar Marling var aðeins átján ára og fékk hún tilnefningu til hinna virtu Mercury-verðlauna. Næsta plata, I Speak Because I Can, kom út í fyrra. Upptökustjóri var Ethan Johns sem hefur unnið með Kings of Leon, Ryan Adams og Ray Lamontagne. Hljómurinn var þroskaðri en á frumburðinum og textarnir voru vandaðri og fjölluðu um ábyrgðina sem fylgir því að vera kona. Platan náði fjórða sæti á breska breiðskífulistanum og aftur var Marling tilnefnd til Mercury-verðlaunanna. Fyrr á þessu ári vann hún svo Brit-verðlaunin sem besti kvenkyns sólólistamaðurinn þrátt fyrir að tónlist hennar væri staðsett langt frá meginstraums vinsældapoppinu. Á nýju plötunni syngur Marling um ást, reiði, fjölskyldu, engla og djöfla og hlutverk kvenna. Lagið Sophia fjallar um samnefnda forna vísdómsgyðju og Salinas fjallar um móðurhlutverkið. Marling fékk innblásturinn að því lagi eftir að hafa lesið um rithöfundinn John Steinbeck. Gagnrýnendur eru hrifnir af plötunni, segja útsetningarnar viðameiri en áður og margir telja hana þá bestu til þessa, þar á meðal breska tímaritið Q sem gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Marling fylgir plötunni eftir með tónleikaferð um Norður-Ameríku og Bretland á næstunni, þar sem kassagítarinn verður að sjálfsögðu með í för. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira