Edda hjálpar liðinu úr stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. september 2011 06:00 Sigurður Ragnar var kátur á blaðamannafundi í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Við erum með svona hátt í 30 leikmenn sem eru í A-landsliðsklassa og gætu auðveldlega spilað A-landsleik án þess að veikja hópinn okkar mikið. Þetta var mjög snúið að það eru góðir leikmenn fyrir utan sem komust því miður ekki hópinn,“ sagði Sigurður Ragnar. „Okkur finnst það raunhæft markmið að við getum unnið riðilinn en auðvitað er það krefjandi og erfitt en við viljum hafa eitthvað erfitt og krefjandi að stefna á. Þetta er markmið sem stelpurnar settu sjálfar og þetta er það sem við vinnum eftir. Við viljum ekki fara umspilsleið því við getum verið heppin og óheppin með andstæðing þar. Við viljum reyna að vinna riðilinn og þá verður við að taka þessa heimaleiki og helst ná fullu húsi þar,“ sagði Sigurður Ragnar og hann vonast eftir góðum stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega mikilvægt að fólk komi á völlinn og sýni stuðninginn í verki. Við eigum frábært lið og höfum náð frábærum árangri á þessu ári í Algarve-bikarinn sem er eitt sterkasta mótið sem hægt er að komast á í kvennafótboltanum. Þar vorum við að vinna mjög sterkar þjóðir og vonandi náum við að sýna það sama hérna á heimavelli á móti sterkum andstæðingi.“ Sigurður Ragnar hefur nánast alltaf getað stólað á Eddu Garðarsdóttur en að þessu sinni er hún frá vegna meiðsla. „Edda er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hún stefnir samt á það að koma hingað og horfa á leikinn. Þá ætluðum við að nýta hana með því að láta hana vera upp í stúku og horfa á fyrri hálfleikinn og sjá hvort hún reki augun í eitthvað. Hún er taktísk mjög góð og les leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt að þjálfa þegar hún hættir að spila og ég held að þetta verði bara fín æfing fyrir hana og þarna nýtist hún liðinu líka. Það er gott ef að við getum nýtt hana og það er gott að hún sé kringum liðið því hún er einn af leiðtogum liðsins. Vonandi verður hún svo fljót að ná sér og klár í októberleikina,“ segir Sigurður Ragnar en hann kallaði nú á Laufeyju Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið eftir fimm ára fjarveru. „Ég er mjög spenntur að sjá það sjálfur hvar hún stendur á móti okkar bestu leikmönnum. Ef hún er nógu góð á æfingunum þá verður hún í 18 manna hópnum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist eftir það. Það er mjög jákvætt fyrir liðið okkar að hún var tilbúin að gefa sig í þetta verkefni. Hún hefur mikla reynslu og smitar út frá sér jákvæðni, leikgleði og hvernig hún nálgast leikinn. Hún hefur svo marga kosti að bjóða liðinu,“ sagði Sigurður Ragnar. Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru. „Við erum með svona hátt í 30 leikmenn sem eru í A-landsliðsklassa og gætu auðveldlega spilað A-landsleik án þess að veikja hópinn okkar mikið. Þetta var mjög snúið að það eru góðir leikmenn fyrir utan sem komust því miður ekki hópinn,“ sagði Sigurður Ragnar. „Okkur finnst það raunhæft markmið að við getum unnið riðilinn en auðvitað er það krefjandi og erfitt en við viljum hafa eitthvað erfitt og krefjandi að stefna á. Þetta er markmið sem stelpurnar settu sjálfar og þetta er það sem við vinnum eftir. Við viljum ekki fara umspilsleið því við getum verið heppin og óheppin með andstæðing þar. Við viljum reyna að vinna riðilinn og þá verður við að taka þessa heimaleiki og helst ná fullu húsi þar,“ sagði Sigurður Ragnar og hann vonast eftir góðum stuðningi. „Það er liðinu gríðarlega mikilvægt að fólk komi á völlinn og sýni stuðninginn í verki. Við eigum frábært lið og höfum náð frábærum árangri á þessu ári í Algarve-bikarinn sem er eitt sterkasta mótið sem hægt er að komast á í kvennafótboltanum. Þar vorum við að vinna mjög sterkar þjóðir og vonandi náum við að sýna það sama hérna á heimavelli á móti sterkum andstæðingi.“ Sigurður Ragnar hefur nánast alltaf getað stólað á Eddu Garðarsdóttur en að þessu sinni er hún frá vegna meiðsla. „Edda er mjög mikilvægur leikmaður fyrir okkur. Hún stefnir samt á það að koma hingað og horfa á leikinn. Þá ætluðum við að nýta hana með því að láta hana vera upp í stúku og horfa á fyrri hálfleikinn og sjá hvort hún reki augun í eitthvað. Hún er taktísk mjög góð og les leikinn mjög vel. Hún fer pottþétt að þjálfa þegar hún hættir að spila og ég held að þetta verði bara fín æfing fyrir hana og þarna nýtist hún liðinu líka. Það er gott ef að við getum nýtt hana og það er gott að hún sé kringum liðið því hún er einn af leiðtogum liðsins. Vonandi verður hún svo fljót að ná sér og klár í októberleikina,“ segir Sigurður Ragnar en hann kallaði nú á Laufeyju Ólafsdóttur sem kemur inn í liðið eftir fimm ára fjarveru. „Ég er mjög spenntur að sjá það sjálfur hvar hún stendur á móti okkar bestu leikmönnum. Ef hún er nógu góð á æfingunum þá verður hún í 18 manna hópnum og svo verðum við bara að sjá hvað gerist eftir það. Það er mjög jákvætt fyrir liðið okkar að hún var tilbúin að gefa sig í þetta verkefni. Hún hefur mikla reynslu og smitar út frá sér jákvæðni, leikgleði og hvernig hún nálgast leikinn. Hún hefur svo marga kosti að bjóða liðinu,“ sagði Sigurður Ragnar.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira