Kærkomið að fá að vera heima með nýfæddum syni 15. september 2011 11:00 Pétur Jóhann tók á móti nýjum erfingja í byrjun mánaðarins. Leikarinn segir fæðinguna hafa verið einstaka stund og hann njóti þess nú að eiga kærkomna stund með fjölskyldunni enda hafi ekki gefist mikill tími til þess í sumar. Fréttablaðið/Anton Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið fastagestur í sjónvarpi landsmanna síðastliðin fjögur ár eða frá því að Næturvaktin tröllreið öllu. Í október fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu frá þessum vinsælasta gamanleikara landsins í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi. Freyr Gígja Gunnarsson ákvað hins vegar að ræða nýjan erfingja og vonlausa veiðimennsku við Pétur. „Jú, það er rétt, hann kom í heiminn 1. september. Það gekk allt eins og í sögu og ég var viðstaddur fæðinguna sem var náttúrlega einstök stund. Núna getur maður bara verið heima hjá honum og gírað sig aðeins niður eftir törnina," segir Pétur Jóhann Sigfússon. Þetta er fyrsta barn hans og unnustu hans, Sigrúnar Halldórsdóttur, en þau eiga bæði fyrir dætur frá fyrri samböndum. Pétur segir feðraorlofið koma á besta tíma. „Það gafst kannski ekki mikill tími til að vera með fjölskyldunni í sumar þannig að þetta er kærkomið. Og svo hefur veðrið verið alveg frábært." Það ríkir yfirleitt mikil eftirvænting á heimilum landsins þegar ný persóna frá Pétri birtist í nýrri þáttaröð en leikarinn vendir kvæði sín í kross í Heimsendi. Síðustu þrjár sjónvarpspersónur – Ólafur Ragnar úr Vaktar-seríunum, Davíð í Stóra planinu og Sigurður Guðmundsson, eigandi Hlemmavideós – hafa verið svolítið seinheppnar í sínu lífi en iðjuþjálfinn Lúðvík er bæði glaðlyndur og jákvæður. „Það eru ekki til vandamál heldur bara lausnir hjá honum. Og þannig eru iðjuþjálfarar, þeir sjá allt í lausnum." Pétur eyddi drjúgum tíma í að kynna sér hvað það er sem iðjuþjálfarar gera, fór og ræddi við þá um þeirra daglega starf og nálgun. „Og svo fékk ég að heimsækja Hlutverkasetrið og eyða þar broti úr degi og ræða við fólk sem á við geðræn vandamál að stríða." Það hefur oft loðað við leikara að þeir séu hálf-manískir í nálgun sinni á persónum, sökkvi tönnunum djúpt í persónuna en Pétur segir slíka lýsingu ekki eiga við sig. „Ég tek það sem ég er að gera mjög alvarlega en ég fór líka alveg í fellihýsaferðir og sumarbústað í sumar. Ég þurfti bara að passa mig á því að verða ekki brúnn, það var eina skipunin sem ég fékk enda gerist Heimsendir yfir eina helgi. Ég hefði kannski gert hlutina öðruvísi ef hlutverkið hefði verið öðruvísi, en þar sem ég leik dagfarsprúðan mann sem tekur lífið ekkert of alvarlega þá þurfti ég ekki að kafa neitt voðalega djúpt. Enda tel ég mig vera frekar dagfarsprúðan að eðlisfari." Pétri gafst ekki mikill tími til að sinna áhugamáli sínu, veiðimennskunni, í sumar en náði þó að fara í eina ferð með JörundiRagnarssyni þegar tökum á Heimsendi lauk. „Við veiddum ekkert. Og það er orðið svolítið einkennandi fyrir mínar veiðiferðir, ég fæ yfirleitt ekki mikið. Þetta „veiða/sleppa"-hugtak snýst eiginlega alveg við hjá mér, ég sleppi því bara að veiða fiskinn," segir Pétur og hlær. Hann kveðst ekki vera stressaður fyrir frumsýningar á myndum sínum eða sjónvarpsþáttum heldur sé hann bara miklu meira spenntur fyrir að heyra hvað fólki finnst. „Ég hef alltaf litið svo á að ég hafi gert mitt besta og meira geti ég ekki gert. Ég verð hins vegar alltaf stressaður þegar ég stíg á svið, ég losna aldrei við þann skrekk." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið fastagestur í sjónvarpi landsmanna síðastliðin fjögur ár eða frá því að Næturvaktin tröllreið öllu. Í október fá áhorfendur að kynnast nýrri persónu frá þessum vinsælasta gamanleikara landsins í sjónvarpsþáttaröðinni Heimsendi. Freyr Gígja Gunnarsson ákvað hins vegar að ræða nýjan erfingja og vonlausa veiðimennsku við Pétur. „Jú, það er rétt, hann kom í heiminn 1. september. Það gekk allt eins og í sögu og ég var viðstaddur fæðinguna sem var náttúrlega einstök stund. Núna getur maður bara verið heima hjá honum og gírað sig aðeins niður eftir törnina," segir Pétur Jóhann Sigfússon. Þetta er fyrsta barn hans og unnustu hans, Sigrúnar Halldórsdóttur, en þau eiga bæði fyrir dætur frá fyrri samböndum. Pétur segir feðraorlofið koma á besta tíma. „Það gafst kannski ekki mikill tími til að vera með fjölskyldunni í sumar þannig að þetta er kærkomið. Og svo hefur veðrið verið alveg frábært." Það ríkir yfirleitt mikil eftirvænting á heimilum landsins þegar ný persóna frá Pétri birtist í nýrri þáttaröð en leikarinn vendir kvæði sín í kross í Heimsendi. Síðustu þrjár sjónvarpspersónur – Ólafur Ragnar úr Vaktar-seríunum, Davíð í Stóra planinu og Sigurður Guðmundsson, eigandi Hlemmavideós – hafa verið svolítið seinheppnar í sínu lífi en iðjuþjálfinn Lúðvík er bæði glaðlyndur og jákvæður. „Það eru ekki til vandamál heldur bara lausnir hjá honum. Og þannig eru iðjuþjálfarar, þeir sjá allt í lausnum." Pétur eyddi drjúgum tíma í að kynna sér hvað það er sem iðjuþjálfarar gera, fór og ræddi við þá um þeirra daglega starf og nálgun. „Og svo fékk ég að heimsækja Hlutverkasetrið og eyða þar broti úr degi og ræða við fólk sem á við geðræn vandamál að stríða." Það hefur oft loðað við leikara að þeir séu hálf-manískir í nálgun sinni á persónum, sökkvi tönnunum djúpt í persónuna en Pétur segir slíka lýsingu ekki eiga við sig. „Ég tek það sem ég er að gera mjög alvarlega en ég fór líka alveg í fellihýsaferðir og sumarbústað í sumar. Ég þurfti bara að passa mig á því að verða ekki brúnn, það var eina skipunin sem ég fékk enda gerist Heimsendir yfir eina helgi. Ég hefði kannski gert hlutina öðruvísi ef hlutverkið hefði verið öðruvísi, en þar sem ég leik dagfarsprúðan mann sem tekur lífið ekkert of alvarlega þá þurfti ég ekki að kafa neitt voðalega djúpt. Enda tel ég mig vera frekar dagfarsprúðan að eðlisfari." Pétri gafst ekki mikill tími til að sinna áhugamáli sínu, veiðimennskunni, í sumar en náði þó að fara í eina ferð með JörundiRagnarssyni þegar tökum á Heimsendi lauk. „Við veiddum ekkert. Og það er orðið svolítið einkennandi fyrir mínar veiðiferðir, ég fæ yfirleitt ekki mikið. Þetta „veiða/sleppa"-hugtak snýst eiginlega alveg við hjá mér, ég sleppi því bara að veiða fiskinn," segir Pétur og hlær. Hann kveðst ekki vera stressaður fyrir frumsýningar á myndum sínum eða sjónvarpsþáttum heldur sé hann bara miklu meira spenntur fyrir að heyra hvað fólki finnst. „Ég hef alltaf litið svo á að ég hafi gert mitt besta og meira geti ég ekki gert. Ég verð hins vegar alltaf stressaður þegar ég stíg á svið, ég losna aldrei við þann skrekk." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira