Biggi í Maus skrifar kvikmyndahandrit 16. september 2011 14:00 Nýtt tvíeyki Birgir Örn Steinarsson, Biggi í Maus, og Baldvin Z skrifa handrit að íslenskri kvikmynd sem fer í tökur seint á næsta ári.Fréttablaðið/Pjetur „Það er virkilega gaman að hafa hans sýn enda kemur hann ekki úr kvikmyndagerðarstéttinni,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z. Seint á næsta ári hefjast tökur á nýrri íslenskri kvikmynd eftir handriti Baldvins og Birgis Arnar Steinarssonar, betur þekkts sem Bigga í Maus. Þetta verður í fyrsta skipti sem skrif Birgis rata á hvíta tjaldið. „Þetta byrjaði þannig að ég hafði gengið með hugmynd í maganum frá því að ég kláraði Óróa en lenti í skelfilegri ritstíflu. Við Biggi vorum síðan að ræða saman og hann deildi því með mér að hann hefði alltaf dreymt um að skrifa kvikmyndahandrit.“ Baldvin bað Birgi um að leysa úr stíflunni fyrir sig og það gerði hann með glæsibrag. „Upp frá því byrjuðum við að vinna saman.“ Baldvin hefur haft í nægu að snúast á árinu, hann hefur verið á þönum um alla Evrópu að fylgja eftir kvikmynd sinni Óróa á kvikmyndahátíðum en myndin verður til að mynda frumsýnd í Þýskalandi á næstunni og verður þá sýnd í sjötíu kvikmyndahúsum í fimmtíu borgum. Þá er DVD-útgáfan væntanleg í næsta mánuði. Baldvin hefur þó ekki náð því að fara á allar þær kvikmyndahátíðir sem honum hafa staðið til boða, enda verið önnum kafinn við upptökur á gamanþáttaröðinni Hæ Gosi! Baldvin er jafnframt einn af fjórum handritshöfundum Áramótaskaupsins í ár. Og nærvera hans í þeim hópi kom honum sjálfum á óvart. „Enda gerði ég eina þunglyndislegustu unglingamynd Íslands frá upphafi,“ segir Baldvin og hlær.- fgg Lífið Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
„Það er virkilega gaman að hafa hans sýn enda kemur hann ekki úr kvikmyndagerðarstéttinni,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Baldvin Z. Seint á næsta ári hefjast tökur á nýrri íslenskri kvikmynd eftir handriti Baldvins og Birgis Arnar Steinarssonar, betur þekkts sem Bigga í Maus. Þetta verður í fyrsta skipti sem skrif Birgis rata á hvíta tjaldið. „Þetta byrjaði þannig að ég hafði gengið með hugmynd í maganum frá því að ég kláraði Óróa en lenti í skelfilegri ritstíflu. Við Biggi vorum síðan að ræða saman og hann deildi því með mér að hann hefði alltaf dreymt um að skrifa kvikmyndahandrit.“ Baldvin bað Birgi um að leysa úr stíflunni fyrir sig og það gerði hann með glæsibrag. „Upp frá því byrjuðum við að vinna saman.“ Baldvin hefur haft í nægu að snúast á árinu, hann hefur verið á þönum um alla Evrópu að fylgja eftir kvikmynd sinni Óróa á kvikmyndahátíðum en myndin verður til að mynda frumsýnd í Þýskalandi á næstunni og verður þá sýnd í sjötíu kvikmyndahúsum í fimmtíu borgum. Þá er DVD-útgáfan væntanleg í næsta mánuði. Baldvin hefur þó ekki náð því að fara á allar þær kvikmyndahátíðir sem honum hafa staðið til boða, enda verið önnum kafinn við upptökur á gamanþáttaröðinni Hæ Gosi! Baldvin er jafnframt einn af fjórum handritshöfundum Áramótaskaupsins í ár. Og nærvera hans í þeim hópi kom honum sjálfum á óvart. „Enda gerði ég eina þunglyndislegustu unglingamynd Íslands frá upphafi,“ segir Baldvin og hlær.- fgg
Lífið Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira