Borgríki þegar í endurgerðarferli í Hollywood 16. september 2011 11:00 Borgríki til Hollywood Byrjað er að vinna að endurgerð Borgríkis í Hollywood, þrátt fyrir að myndin hafi ekki verið frumsýnd. Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum. „Þetta gefur mér ákveðið sjálfstraust með verkið, að það skilst vel og sé greinilega eitthvað sem markaðurinn hefur áhuga á,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Þrátt fyrir að Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs, verði ekki frumsýnd fyrr en í október er endurgerðarferlið vestanhafs komið í gang. Ólafur hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment, sem undirbýr endurgerð Borgríkis. Vinnan fer þannig fram að fyrirtækið setur saman pakka með mögulegum leikurum, leikstjóra, framleiðanda og meira að segja lögfræðingi, en pappírsflóðið sem verður til í ferlinu verður jú að standast lög. Ólafur játar að velgengni skandinavískra glæpamynda á borð við Millennium-seríu Stiegs Larsson hafi aukið áhuga Hollywood á kvikmyndagerð á Norðurlöndunum. „Ekki spurning. Skandinavía hefur verið að skila af sér ótrúlega góðum og sterkum myndum mjög lengi. Sérstaklega undanfarið með Stieg Larsson-seríunni,“ segir hann og bendir á endurgerð Davids Fincher á Körlum sem hata konur, eftir Larsson. Þá bætir hann við að Baltasar Kormákur hafi rutt veginn, en hann vinnur sem kunnugt er að endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam í Hollywood. „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að við í þessu strumpalandi séum að gera fína hluti – það er mikið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. En menn standa ekki vörð um hana. Við erum með ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á kvikmyndagerð.“ Endurgerðarferlið felur í sér að frægir leikstjórar eru nú að skoða Borgríki, en Ólafur getur ekki sagt um hverja er að ræða. „Því miður. Það er tvennt sem veldur því að ég get ekkert sagt. Ég er ekki kominn í Hollywood-gírinn, að geta nefnt nöfn. Svo er þetta á viðkvæmu stigi, það má ekkert kvisast út strax.“ atlifannar@frettabladid.is Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
Kvikmyndin Borgríki eftir Ólaf Jóhannesson verður frumsýnd í október. Byrjað er að huga að endurgerð myndarinnar í Hollywood, en þar hafa menn mikinn áhuga á glæpamyndum frá Norðurlöndunum. „Þetta gefur mér ákveðið sjálfstraust með verkið, að það skilst vel og sé greinilega eitthvað sem markaðurinn hefur áhuga á,“ segir leikstjórinn Ólafur Jóhannesson. Þrátt fyrir að Borgríki, nýjasta kvikmynd Ólafs, verði ekki frumsýnd fyrr en í október er endurgerðarferlið vestanhafs komið í gang. Ólafur hefur skrifað undir samning við umboðsskrifstofuna Principal Entertainment, sem undirbýr endurgerð Borgríkis. Vinnan fer þannig fram að fyrirtækið setur saman pakka með mögulegum leikurum, leikstjóra, framleiðanda og meira að segja lögfræðingi, en pappírsflóðið sem verður til í ferlinu verður jú að standast lög. Ólafur játar að velgengni skandinavískra glæpamynda á borð við Millennium-seríu Stiegs Larsson hafi aukið áhuga Hollywood á kvikmyndagerð á Norðurlöndunum. „Ekki spurning. Skandinavía hefur verið að skila af sér ótrúlega góðum og sterkum myndum mjög lengi. Sérstaklega undanfarið með Stieg Larsson-seríunni,“ segir hann og bendir á endurgerð Davids Fincher á Körlum sem hata konur, eftir Larsson. Þá bætir hann við að Baltasar Kormákur hafi rutt veginn, en hann vinnur sem kunnugt er að endurgerð kvikmyndarinnar Reykjavík Rotterdam í Hollywood. „Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð. Að við í þessu strumpalandi séum að gera fína hluti – það er mikið í gangi í íslenskri kvikmyndagerð. En menn standa ekki vörð um hana. Við erum með ríkisstjórn sem hefur engan áhuga á kvikmyndagerð.“ Endurgerðarferlið felur í sér að frægir leikstjórar eru nú að skoða Borgríki, en Ólafur getur ekki sagt um hverja er að ræða. „Því miður. Það er tvennt sem veldur því að ég get ekkert sagt. Ég er ekki kominn í Hollywood-gírinn, að geta nefnt nöfn. Svo er þetta á viðkvæmu stigi, það má ekkert kvisast út strax.“ atlifannar@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira