
„Í tíu mínútur var ég alveg brjáluð yfir þessu en svo hugsaði ég með mér að sá sem hefði tekið dótið mitt þyrfti örugglega meira á því að halda en ég.“ Elettra Rossellini er 28 ára gömul fyrirsæta og hefur meðal annars setið fyrir í tímaritunum Vogue og Harper’s Bazaar. Einnig er hún andlit Lancóme-snyrtivörumerkisins.
Í viðtalinu kemur fram að hún hafi verið stödd á Íslandi með föður sínum, Jonathan Wiedemann, sem er fyrrverandi fyrirsæta og nú hönnuður hjá Microsoft, stjúpmóður sinni og börnum þeirra. Fór Rossellini meðal annars í Bláa lónið, í jöklaferð og skoðaði hraun en ekki kemur fram hvar í Reykjavík hún varð fyrir barðinu á þjófunum.