Tölurnar sem ekki var talað um Þorsteinn Pálsson skrifar 17. september 2011 06:00 Hagtölur eru fáum skemmtiefni. Eigi að síður eru þær nauðsynlegt viðmið fyrir stjórnendur þjóðarbúsins. Um leið eru þær undirstaða pólitískrar umræðu. Eðlilega álykta menn ólíkt eftir því frá hvaða bæjarhellu er horft. Þá getur skipt máli hvaða hagtölur eru valdar til umræðu. Á árunum fyrir hrun krónunnar var helst vitnað í tölur um ríflegan afgang af rekstri ríkissjóðs, tölur um góðan hagvöxt, tölur um vaxandi gildi krónunnar og tölur um stöðuga kaupmáttaraukningu. Þetta voru velsældartölur sem styrktu málflutning þáverandi ríkisstjórnar. Af sjálfu leiddi að stjórnarandstaðan fékk lítið púður í slíkum hagtölum í stríðið gegn ríkisstjórninni. Á þessum árum var hins vegar sjaldan vitnað í talnaröð sem sýndi vaxandi halla af viðskiptum við útlönd. Þó að hluti þeirrar þróunar skýrðist af miklum fjárfestingum sýndu þær tölur að þjóðin lifði um efni fram, í of ríkum mæli á erlendum lánum án þess að nægjanleg verðmætasköpun stæði að baki. Nú sjá allir að þessar hagtölur voru einmitt vísirinn sem benti á hrun gjaldmiðilsins. En hvers vegna notuðu þáverandi stjórnarandstöðuflokkar ekki þessar hagtölur til að veikja trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans? Skýringin er sú að þeir lögðu til aukin ríkisútgjöld og vísuðu á afganginn sem ríkisstjórnin hafði lagt til hliðar eða notað til að greiða niður skuldir. Þessi afgangur hefði hins vegar gufað upp ef ráðstafanir hefðu verið gerðar til að jafna viðskiptahallann. Viðskiptahallinn var þannig veikleiki bæði í stefnu stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Munurinn er aðeins sá að hrunið hefði orðið miklu meira og kreppan dýpri ef stjórnarandstaðan hefði ráðið för og náð að eyða meir en gert var. Umræður um viðskiptahallann trufluðu einfaldlega stöðu allra flokka.Tölurnar sem ekki er talað um Eftir að forsætisráðherra og fjármálaráðherra útskrifuðust úr skóla AGS á dögunum hafa hagtölur verið notaðar til vitnisburðar um árangurinn svo sem vera ber. Í þeim tilgangi er vísað í tölur sem sýna nokkurn árangur í ríkisfjármálum, lítils háttar hagvöxt, tiltölulega stöðugt verðgildi krónunnar og kaupmáttaraukningu. Hagtöluspár um viðskiptin við útlönd liggja hins vegar í þagnargildi. Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna nota þær ekki einu sinni til að koma hælkróki á stjórnina. Eitt af helstu markmiðunum í efnahagsáætlun AGS og fyrri ríkisstjórnar var að tryggja að nægjanlegur afgangur myndaðist í vöruviðskiptum við útlönd til að þjóðarbúið hefði gjaldeyri til að standa í skilum með afborganir og vexti af erlendum lánum. Gjaldeyrishöftunum var komið á í þessum tilgangi. Þetta ráð dugði. Ríflegur afgangur varð strax af vöruviðskiptum við útlönd. En það er ekki framtíðarlausn. Í nýjum hagtölum má sjá viðvörunarmerki. Afgangurinn af vöruviðskiptunum í ár er umtalsvert minni en á sama tíma í fyrra. Þá hefur spá Seðlabankans um afgang af heildarviðskiptum þjóðarinnar, að fráskildum hlut þeirra banka sem eru í slitameðferð, breyst á verri veg. Fyrri spár sýndu umtalsverðan afgang í ár og næstu ár. Nú sýna þær óverulegan afgang á þessu ári og því næsta og halla á árinu 2013. Þetta þýðir að tvísýnt er um áformin í AGS-áætluninni um sjálfbæran þjóðarbúskap.Að sjá hvað verða vill Eftir fyrri reynslu er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna er þessi mælikvarði ekki notaður í umræðum um mat á stöðu þjóðarbúsins og um nauðsyn á nýrri efnahagsáætlun? Svarið er þetta: Tölurnar rugla pólitískar átakalínur allra. Sterk tilhneiging hefur verið til að gera gott úr hruni krónunnar. Það bjargaði útflutningsgreinunum, segja menn. Flokkur fjármálaráðherrans og báðir stjórnarandstöðuflokkarnir fylgja þeirri línu. Blettur má ekki falla á þá kenningu. Framtíðarsýn þeirra er að nota gengisfellingar til að leiðrétta samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Það þýðir að stöðugleiki er aukaatriði. En þeirri spurningu er ósvarað hvert hlutverk markaðarins á að vera. Með hruni krónunnar færðust peningar frá almenningi til útflutningsfyrirtækja. Útflutningshagvöxturinn hefur á hinn bóginn ekki glæðst. Það veikir málflutning þeirra þriggja flokka sem ríghalda í óbreytta stefnu í peningamálum þó að hún eigi vissulega ekki alla sök. Stefnuleysið í orkunýtingarmálum á þar líka stóran hlut að máli. Samfylkingin vill síðan ekki viðurkenna að hún hafi gefið allt eftir gagnvart VG og jafnvel hopað í aðildarviðræðunum. Hún lokar því augunum fyrir þessum tölum eins og aðrir. Fólkið í landinu bíður bara eins og fyrir síðasta hrun krónunnar og sér hvað verða vill. Það á ekki annarra kosta völ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Hagtölur eru fáum skemmtiefni. Eigi að síður eru þær nauðsynlegt viðmið fyrir stjórnendur þjóðarbúsins. Um leið eru þær undirstaða pólitískrar umræðu. Eðlilega álykta menn ólíkt eftir því frá hvaða bæjarhellu er horft. Þá getur skipt máli hvaða hagtölur eru valdar til umræðu. Á árunum fyrir hrun krónunnar var helst vitnað í tölur um ríflegan afgang af rekstri ríkissjóðs, tölur um góðan hagvöxt, tölur um vaxandi gildi krónunnar og tölur um stöðuga kaupmáttaraukningu. Þetta voru velsældartölur sem styrktu málflutning þáverandi ríkisstjórnar. Af sjálfu leiddi að stjórnarandstaðan fékk lítið púður í slíkum hagtölum í stríðið gegn ríkisstjórninni. Á þessum árum var hins vegar sjaldan vitnað í talnaröð sem sýndi vaxandi halla af viðskiptum við útlönd. Þó að hluti þeirrar þróunar skýrðist af miklum fjárfestingum sýndu þær tölur að þjóðin lifði um efni fram, í of ríkum mæli á erlendum lánum án þess að nægjanleg verðmætasköpun stæði að baki. Nú sjá allir að þessar hagtölur voru einmitt vísirinn sem benti á hrun gjaldmiðilsins. En hvers vegna notuðu þáverandi stjórnarandstöðuflokkar ekki þessar hagtölur til að veikja trúverðugleika ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans? Skýringin er sú að þeir lögðu til aukin ríkisútgjöld og vísuðu á afganginn sem ríkisstjórnin hafði lagt til hliðar eða notað til að greiða niður skuldir. Þessi afgangur hefði hins vegar gufað upp ef ráðstafanir hefðu verið gerðar til að jafna viðskiptahallann. Viðskiptahallinn var þannig veikleiki bæði í stefnu stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar. Munurinn er aðeins sá að hrunið hefði orðið miklu meira og kreppan dýpri ef stjórnarandstaðan hefði ráðið för og náð að eyða meir en gert var. Umræður um viðskiptahallann trufluðu einfaldlega stöðu allra flokka.Tölurnar sem ekki er talað um Eftir að forsætisráðherra og fjármálaráðherra útskrifuðust úr skóla AGS á dögunum hafa hagtölur verið notaðar til vitnisburðar um árangurinn svo sem vera ber. Í þeim tilgangi er vísað í tölur sem sýna nokkurn árangur í ríkisfjármálum, lítils háttar hagvöxt, tiltölulega stöðugt verðgildi krónunnar og kaupmáttaraukningu. Hagtöluspár um viðskiptin við útlönd liggja hins vegar í þagnargildi. Talsmenn stjórnarandstöðuflokkanna nota þær ekki einu sinni til að koma hælkróki á stjórnina. Eitt af helstu markmiðunum í efnahagsáætlun AGS og fyrri ríkisstjórnar var að tryggja að nægjanlegur afgangur myndaðist í vöruviðskiptum við útlönd til að þjóðarbúið hefði gjaldeyri til að standa í skilum með afborganir og vexti af erlendum lánum. Gjaldeyrishöftunum var komið á í þessum tilgangi. Þetta ráð dugði. Ríflegur afgangur varð strax af vöruviðskiptum við útlönd. En það er ekki framtíðarlausn. Í nýjum hagtölum má sjá viðvörunarmerki. Afgangurinn af vöruviðskiptunum í ár er umtalsvert minni en á sama tíma í fyrra. Þá hefur spá Seðlabankans um afgang af heildarviðskiptum þjóðarinnar, að fráskildum hlut þeirra banka sem eru í slitameðferð, breyst á verri veg. Fyrri spár sýndu umtalsverðan afgang í ár og næstu ár. Nú sýna þær óverulegan afgang á þessu ári og því næsta og halla á árinu 2013. Þetta þýðir að tvísýnt er um áformin í AGS-áætluninni um sjálfbæran þjóðarbúskap.Að sjá hvað verða vill Eftir fyrri reynslu er eðlilegt að spyrja: Hvers vegna er þessi mælikvarði ekki notaður í umræðum um mat á stöðu þjóðarbúsins og um nauðsyn á nýrri efnahagsáætlun? Svarið er þetta: Tölurnar rugla pólitískar átakalínur allra. Sterk tilhneiging hefur verið til að gera gott úr hruni krónunnar. Það bjargaði útflutningsgreinunum, segja menn. Flokkur fjármálaráðherrans og báðir stjórnarandstöðuflokkarnir fylgja þeirri línu. Blettur má ekki falla á þá kenningu. Framtíðarsýn þeirra er að nota gengisfellingar til að leiðrétta samkeppnisstöðu þjóðarbúsins. Það þýðir að stöðugleiki er aukaatriði. En þeirri spurningu er ósvarað hvert hlutverk markaðarins á að vera. Með hruni krónunnar færðust peningar frá almenningi til útflutningsfyrirtækja. Útflutningshagvöxturinn hefur á hinn bóginn ekki glæðst. Það veikir málflutning þeirra þriggja flokka sem ríghalda í óbreytta stefnu í peningamálum þó að hún eigi vissulega ekki alla sök. Stefnuleysið í orkunýtingarmálum á þar líka stóran hlut að máli. Samfylkingin vill síðan ekki viðurkenna að hún hafi gefið allt eftir gagnvart VG og jafnvel hopað í aðildarviðræðunum. Hún lokar því augunum fyrir þessum tölum eins og aðrir. Fólkið í landinu bíður bara eins og fyrir síðasta hrun krónunnar og sér hvað verða vill. Það á ekki annarra kosta völ.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun