Sinnti veikum manni í flugvél 27. september 2011 12:00 Efnilegur Elmar Johnson, fyrirsæta og læknanemi, sló í gegn á tískuvikunni í New York. Hann kom einnig bráðveikum manni til aðstoðar í flugi sínu heim til Íslands.fréttablaðið/hag Elmar Johnson, fyrirsæta hjá Eskimo og læknanemi, er nýkominn heim frá New York þar sem hann tók þátt í tískuvikunni. Í fluginu til Íslands nýttist námið honum vel því hann kom bráðveikum manni til aðstoðar. Elmar er á fimmta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands og kom námið sér að góðum notum þegar hann flaug heim frá New York um miðjan mánuðinn. Þá veiktist farþegi um borð í vélinni og í fréttum af atvikinu er greint frá því að læknir hafi verið um borð í vélinni sem sinnti sjúklingnum allt til lendingar, en þar var einmitt Elmar að verki. „Ég hafði brugðið mér á klósettið og þegar ég kom aftur fram var allt farið í háaloft. Okkur var tilkynnt að bráðveikur maður væri um borð og svo var óskað eftir lækni eða hjúkrunarfræðingi og ég gaf mig auðvitað fram og gerði svo bara mitt besta til að sinna manninum." Vélinni var nauðlent í Goose Bay í Kanada þar sem maðurinn var fluttur á sjúkrahús.Á pallinum Elmar gekk fjölda sýninga í New York, hér má sjá hann í sýningu hönnuðarins Simon Spurr.Á tískuvikunni í New York sýndi Elmar meðal annars á sýningum Stevens Alan, Andrews Buckler, Antonio Azzuolo, Simons Spurr og Rads Hourani og segir reynsluna hafa verið skemmtilega en að dagarnir hafi verið langir og strembnir. „Þetta var ekki stressandi en maður þurfti að hlaupa á milli staða og það kom fyrir að maður þurfti að vera á tveimur stöðum á sama tíma. Það að ganga sýningarpallana var líka skrítin reynsla, okkur var hent fram á sviðið og auðvitað varð maður svolítið stressaður en þetta var samt reynsla sem ég mundi ekki hafa viljað sleppa." Þegar Elmar er inntur eftir því hvort erfitt sé að setjast aftur á skólabekk eftir New York-dvölina játar hann því. „Þetta eru miklar andstæður og það tók mig nokkra daga að koma mér aftur í gömlu rútínuna mína. En mér finnst ég heppinn að geta upplifað báða heima."- sm Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
Elmar Johnson, fyrirsæta hjá Eskimo og læknanemi, er nýkominn heim frá New York þar sem hann tók þátt í tískuvikunni. Í fluginu til Íslands nýttist námið honum vel því hann kom bráðveikum manni til aðstoðar. Elmar er á fimmta ári í læknisfræði við Háskóla Íslands og kom námið sér að góðum notum þegar hann flaug heim frá New York um miðjan mánuðinn. Þá veiktist farþegi um borð í vélinni og í fréttum af atvikinu er greint frá því að læknir hafi verið um borð í vélinni sem sinnti sjúklingnum allt til lendingar, en þar var einmitt Elmar að verki. „Ég hafði brugðið mér á klósettið og þegar ég kom aftur fram var allt farið í háaloft. Okkur var tilkynnt að bráðveikur maður væri um borð og svo var óskað eftir lækni eða hjúkrunarfræðingi og ég gaf mig auðvitað fram og gerði svo bara mitt besta til að sinna manninum." Vélinni var nauðlent í Goose Bay í Kanada þar sem maðurinn var fluttur á sjúkrahús.Á pallinum Elmar gekk fjölda sýninga í New York, hér má sjá hann í sýningu hönnuðarins Simon Spurr.Á tískuvikunni í New York sýndi Elmar meðal annars á sýningum Stevens Alan, Andrews Buckler, Antonio Azzuolo, Simons Spurr og Rads Hourani og segir reynsluna hafa verið skemmtilega en að dagarnir hafi verið langir og strembnir. „Þetta var ekki stressandi en maður þurfti að hlaupa á milli staða og það kom fyrir að maður þurfti að vera á tveimur stöðum á sama tíma. Það að ganga sýningarpallana var líka skrítin reynsla, okkur var hent fram á sviðið og auðvitað varð maður svolítið stressaður en þetta var samt reynsla sem ég mundi ekki hafa viljað sleppa." Þegar Elmar er inntur eftir því hvort erfitt sé að setjast aftur á skólabekk eftir New York-dvölina játar hann því. „Þetta eru miklar andstæður og það tók mig nokkra daga að koma mér aftur í gömlu rútínuna mína. En mér finnst ég heppinn að geta upplifað báða heima."- sm
Lífið Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira