Svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn 28. september 2011 08:00 „Þetta kom mér rosalega á óvart, ég var búinn að gleyma þessari keppni," segir Alexander Jarl Abu-Samrah, eða Alli abstrakt, sem er kominn í úrslit norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi 14. október og tekur einn keppandi frá hverju Norðurlandaríkjanna þátt. Alli mætir til leiks fyrir Íslands hönd með lagið Í mínu hverfi. „Ég syng um hvað er að gerast í mínu hverfi og hvað fólki finnst í mínu hverfi um alls kyns hluti. Ég er úr Vesturbænum og þetta er eiginlega um Vesturbæinn. En annars er þetta mest um Reykjavík, þannig séð," segir Alli, sem er nýorðinn tvítugur. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Palestínumaður en hefur alltaf búið hér á landi. Faðir hans, sem er palestínskur, skildi við móður Alla þegar Alli var ungur að aldri og hefur hann lítið sem ekkert búið á Íslandi. Alli hefur einu sinni komið til Palestínu. Þá var hann fimm ára og fór þangað með mömmu sinni og pabba, afa sínum og ömmu og frændsystkinum. „Það var rosalega gaman en þetta er mjög frábrugðinn heimur þarna," segir rapparinn um upplifun sína. „Það var svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn og fara í gegnum Ísrael til að komast þarna inn. Ég er líka alltaf stoppaður í Bandaríkjunum út af þessu eftirnafni." Aðspurður segist Alli hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum þegar hann var í grunnskóla hér heima en eftir að honum lauk hafi fordómarnir hætt. Þessa dagana er hann að vinna að sinni fyrstu rappplötu og mun eitt lagið fjalla um Palestínu og ástandið þar. „Ég er að reyna að plata Erp [Eyvindarson] með mér í það en hann er alltaf svo upptekinn." Alli hóf feril sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu plötuna Sincere Sunset sem komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að rappa og lítur mikið upp til rapparanna í Forgotten Lores. Fyrir efsta sætið í norrænu keppninni fást 1.000 evrur, eða um 160 þúsund krónur, auk upptökutíma hjá þekktum upptökustjórum í Svíþjóð sem kalla sig Salazar-bræður. Tónlistinni verður dreift á iTunes og Spotify. Einn Íslendingur er í dómnefndinni, Þorsteinn Lár Ragnarsson úr XXX Rottweiler. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira
„Þetta kom mér rosalega á óvart, ég var búinn að gleyma þessari keppni," segir Alexander Jarl Abu-Samrah, eða Alli abstrakt, sem er kominn í úrslit norrænu rappkeppninnar Rap It Up. Úrslitakeppnin fer fram í Stokkhólmi 14. október og tekur einn keppandi frá hverju Norðurlandaríkjanna þátt. Alli mætir til leiks fyrir Íslands hönd með lagið Í mínu hverfi. „Ég syng um hvað er að gerast í mínu hverfi og hvað fólki finnst í mínu hverfi um alls kyns hluti. Ég er úr Vesturbænum og þetta er eiginlega um Vesturbæinn. En annars er þetta mest um Reykjavík, þannig séð," segir Alli, sem er nýorðinn tvítugur. Hann er hálfur Íslendingur og hálfur Palestínumaður en hefur alltaf búið hér á landi. Faðir hans, sem er palestínskur, skildi við móður Alla þegar Alli var ungur að aldri og hefur hann lítið sem ekkert búið á Íslandi. Alli hefur einu sinni komið til Palestínu. Þá var hann fimm ára og fór þangað með mömmu sinni og pabba, afa sínum og ömmu og frændsystkinum. „Það var rosalega gaman en þetta er mjög frábrugðinn heimur þarna," segir rapparinn um upplifun sína. „Það var svakalegt vesen að vera með palestínskt eftirnafn og fara í gegnum Ísrael til að komast þarna inn. Ég er líka alltaf stoppaður í Bandaríkjunum út af þessu eftirnafni." Aðspurður segist Alli hafa orðið fyrir mjög miklum fordómum þegar hann var í grunnskóla hér heima en eftir að honum lauk hafi fordómarnir hætt. Þessa dagana er hann að vinna að sinni fyrstu rappplötu og mun eitt lagið fjalla um Palestínu og ástandið þar. „Ég er að reyna að plata Erp [Eyvindarson] með mér í það en hann er alltaf svo upptekinn." Alli hóf feril sinn sem upptökustjóri undir nafninu Abstrakt Idea. Sem slíkur gaf hann út ósungnu plötuna Sincere Sunset sem komst í 33. sæti á iTunes-listanum í Japan. Hann er tiltölulega nýbyrjaður að rappa og lítur mikið upp til rapparanna í Forgotten Lores. Fyrir efsta sætið í norrænu keppninni fást 1.000 evrur, eða um 160 þúsund krónur, auk upptökutíma hjá þekktum upptökustjórum í Svíþjóð sem kalla sig Salazar-bræður. Tónlistinni verður dreift á iTunes og Spotify. Einn Íslendingur er í dómnefndinni, Þorsteinn Lár Ragnarsson úr XXX Rottweiler. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Lífið Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fleiri fréttir Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Sjá meira