Telja línur í Veiðivötn umhverfismatsskyldar 29. september 2011 05:00 Við veiðivötn Mosaþembur eru í hættu ef rafstrengur og ljósleiðari eru plægðir niður í jöröina utan vegstæðis í Veiðivötnum, segir Hilmar J. Malmquist, sem er í stjórn Náttúruverndarsamtaka Íslands. Mynd/Hilmar J. Malmquist „Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Neyðarlínan og Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar að fyrirhugaðri lagningu 22 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara frá fjarskiptastöð á Vatnsfelli yfir í Veiðivötn og þaðan í Snjóöldu. Ætlunin er að auka öryggi á staðnum og koma í veg fyrir mengun af olíurafstöðvum. Í leyfisumsókn Neyðarlínunnar til Rangárþings ytra segir að plægja eigi strengina niður og fylgja vegslóðum að hluta. Framkvæmdin sé ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Hreppsráðið samþykkti málið en byggingarfulltrúi sendi það til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Starfsmaður stofnunarinnar fer á vettvang í dag til að skoða aðstæður. Hilmar segir Náttúruverndarsamtökin ekki sammála lagatúlkun framkvæmdaaðilanna. Vísar hann í annan viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem getið er um flutning á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru tíu kílómetrar eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk. „Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði,“ bendir Hilmar á. „Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands.“ Hilmar segir að þar sem strengirnir verði plægðir í sand fjúki yfir bæði plógfar og hjólför eftir tækið sem notað verði. „En þar sem eru ásar og hæðir með gróðri gegnir öðru máli. Þá er hætt við að förin verði lengur,“ segir Hilmar, sem kveður lausnina geta falist í að línurnar fylgdu vegslóðum alfarið. Hart sé undir víða og inn við Veiðivötn séu mosaþembur sem erfitt sé að raska ekki við framkvæmdir. „Við sjáum ekkert á móti þessu ef framkvæmdin fylgir veghelgunarsvæði Veiðivatnaleiðarinnar. Það lengir leiðina en fyrir vikið er engin áhætta tekin með umhverfisáhrifin. Það er þekkt að menn fara í alla slóða, meðal annars vegna ókunnugleika. Komi eitthvað fyrir og það þarf að fara í viðgerðir utan slóða eru menn farnir að setja mark sitt á landið. Þetta er einfaldlega þannig svæði að það á að kosta öllu til að forða því frá svona ummerkjum. Vegurinn er alveg nóg.“ gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
„Við mælumst eindregið til þess að þessi framkvæmd fari í umhverfismat,“ segir Hilmar J. Malmquist, stjórnarmaður í Náttúruverndarsamtökum Íslands, um áætlaða lagningu raflínu og ljósleiðara frá Vatnsfelli í Veiðivötn og Snjóöldu. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag standa Neyðarlínan og Veiði- og fiskiræktarfélag Landmannaafréttar að fyrirhugaðri lagningu 22 kílómetra rafstrengs og ljósleiðara frá fjarskiptastöð á Vatnsfelli yfir í Veiðivötn og þaðan í Snjóöldu. Ætlunin er að auka öryggi á staðnum og koma í veg fyrir mengun af olíurafstöðvum. Í leyfisumsókn Neyðarlínunnar til Rangárþings ytra segir að plægja eigi strengina niður og fylgja vegslóðum að hluta. Framkvæmdin sé ekki háð lögum um mat á umhverfisáhrifum. Hreppsráðið samþykkti málið en byggingarfulltrúi sendi það til umsagnar hjá Umhverfisstofnun. Starfsmaður stofnunarinnar fer á vettvang í dag til að skoða aðstæður. Hilmar segir Náttúruverndarsamtökin ekki sammála lagatúlkun framkvæmdaaðilanna. Vísar hann í annan viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum þar sem getið er um flutning á raforku með jarðstrengjum utan þéttbýlis sem eru tíu kílómetrar eða lengri og eru grafnir niður eða lagðir í stokk. „Veiðivötn eru á náttúruminjaskrá og Veiðimálastofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfistofnun hafa gert tillögu um að Veiðivatnasvæðið sé gert að friðlandi. Samkvæmt svæðisskipulagi miðhálendisins er allt svæðið sem strengurinn fer um annaðhvort náttúruverndarsvæði eða almennt verndarsvæði,“ bendir Hilmar á. „Þetta er eldfjallaland og víðerni sem eru eitt helsta náttúrufarseinkenni Íslands.“ Hilmar segir að þar sem strengirnir verði plægðir í sand fjúki yfir bæði plógfar og hjólför eftir tækið sem notað verði. „En þar sem eru ásar og hæðir með gróðri gegnir öðru máli. Þá er hætt við að förin verði lengur,“ segir Hilmar, sem kveður lausnina geta falist í að línurnar fylgdu vegslóðum alfarið. Hart sé undir víða og inn við Veiðivötn séu mosaþembur sem erfitt sé að raska ekki við framkvæmdir. „Við sjáum ekkert á móti þessu ef framkvæmdin fylgir veghelgunarsvæði Veiðivatnaleiðarinnar. Það lengir leiðina en fyrir vikið er engin áhætta tekin með umhverfisáhrifin. Það er þekkt að menn fara í alla slóða, meðal annars vegna ókunnugleika. Komi eitthvað fyrir og það þarf að fara í viðgerðir utan slóða eru menn farnir að setja mark sitt á landið. Þetta er einfaldlega þannig svæði að það á að kosta öllu til að forða því frá svona ummerkjum. Vegurinn er alveg nóg.“ gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira