Tugir bjóðast til að gefa 16 ára pilti nýra 29. september 2011 06:30 Skilunardeild 13B nýrnadeild Landspítali-háskólasjúkrahús Hringbraut Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. „Við erum heldur betur hissa, ég bara á ekki til orð,“ segir Katrín Lilja Gunnarsdóttir, móðir Sævars, um þau miklu viðbrögð sem fjölskyldan hefur fengið. Móðir hennar, Vigdís Óskarsdóttir, bjó til síðu á Facebook á þriðjudagskvöld þar sem hún lýsti aðstæðum fjölskyldunnar. Ástand Sævars hefur versnað mikið á þessu ári og nýrnastarfsemi hans er komin niður í níu prósent. Búið er að kanna flesta ættingja hans en enginn þeirra var talinn kjörinn nýrnagjafi. Vigdís vildi því óska eftir fjárframlögum til að létta fjölskyldunni róðurinn, en Katrín Lilja er einstæð tveggja barna móðir. „Ég ætlaði upphaflega bara að láta þetta á statusinn hjá mér,“ segir Vigdís, en síðan vakti strax mikla athygli og tugir hafa látið í ljós vilja til að athuga hvort þeir geti gefið úr sér nýra. Sævar þarf að eyða löngum stundum á spítala, og var fjölskyldan á leið þangað þegar Fréttablaðið ræddi við Katrínu í gær. „Hann er orðinn það mikið veikur að maður veit aldrei hvenær hann þarf næst að fara á sjúkrahúsið. En það er vel fylgst með honum.“ Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og Katrín segir sjaldgæft að fólk veikist eins alvarlega og hratt og Sævar. Katrín segir að fólk haldi sífellt áfram að bætast í hópinn. Hún tekur sjálf við pósti frá fólki og kemur upplýsingum svo áfram til lækna Sævars. Það fer því talsverð vinna í að safna saman upplýsingunum, en það er þessi virði, segir Katrín. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp í gærkvöldi (þriðjudag), ég var ekki búin að setja mig í neinar stellingar og ekki búin að ræða þetta við lækninn heldur. Hann verður ábyggilega mjög glaður.“ Fjölskyldan er djúpt snortin og Katrín vill koma á framfæri miklu þakklæti til fólks sem hefur haft samband við hana. „Þetta er sko ekki slæmt land að búa í. Samstaðan er ótrúleg.“ thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira
Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. „Við erum heldur betur hissa, ég bara á ekki til orð,“ segir Katrín Lilja Gunnarsdóttir, móðir Sævars, um þau miklu viðbrögð sem fjölskyldan hefur fengið. Móðir hennar, Vigdís Óskarsdóttir, bjó til síðu á Facebook á þriðjudagskvöld þar sem hún lýsti aðstæðum fjölskyldunnar. Ástand Sævars hefur versnað mikið á þessu ári og nýrnastarfsemi hans er komin niður í níu prósent. Búið er að kanna flesta ættingja hans en enginn þeirra var talinn kjörinn nýrnagjafi. Vigdís vildi því óska eftir fjárframlögum til að létta fjölskyldunni róðurinn, en Katrín Lilja er einstæð tveggja barna móðir. „Ég ætlaði upphaflega bara að láta þetta á statusinn hjá mér,“ segir Vigdís, en síðan vakti strax mikla athygli og tugir hafa látið í ljós vilja til að athuga hvort þeir geti gefið úr sér nýra. Sævar þarf að eyða löngum stundum á spítala, og var fjölskyldan á leið þangað þegar Fréttablaðið ræddi við Katrínu í gær. „Hann er orðinn það mikið veikur að maður veit aldrei hvenær hann þarf næst að fara á sjúkrahúsið. En það er vel fylgst með honum.“ Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og Katrín segir sjaldgæft að fólk veikist eins alvarlega og hratt og Sævar. Katrín segir að fólk haldi sífellt áfram að bætast í hópinn. Hún tekur sjálf við pósti frá fólki og kemur upplýsingum svo áfram til lækna Sævars. Það fer því talsverð vinna í að safna saman upplýsingunum, en það er þessi virði, segir Katrín. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp í gærkvöldi (þriðjudag), ég var ekki búin að setja mig í neinar stellingar og ekki búin að ræða þetta við lækninn heldur. Hann verður ábyggilega mjög glaður.“ Fjölskyldan er djúpt snortin og Katrín vill koma á framfæri miklu þakklæti til fólks sem hefur haft samband við hana. „Þetta er sko ekki slæmt land að búa í. Samstaðan er ótrúleg.“ thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Fleiri fréttir Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Sjá meira