Tugir bjóðast til að gefa 16 ára pilti nýra 29. september 2011 06:30 Skilunardeild 13B nýrnadeild Landspítali-háskólasjúkrahús Hringbraut Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. „Við erum heldur betur hissa, ég bara á ekki til orð,“ segir Katrín Lilja Gunnarsdóttir, móðir Sævars, um þau miklu viðbrögð sem fjölskyldan hefur fengið. Móðir hennar, Vigdís Óskarsdóttir, bjó til síðu á Facebook á þriðjudagskvöld þar sem hún lýsti aðstæðum fjölskyldunnar. Ástand Sævars hefur versnað mikið á þessu ári og nýrnastarfsemi hans er komin niður í níu prósent. Búið er að kanna flesta ættingja hans en enginn þeirra var talinn kjörinn nýrnagjafi. Vigdís vildi því óska eftir fjárframlögum til að létta fjölskyldunni róðurinn, en Katrín Lilja er einstæð tveggja barna móðir. „Ég ætlaði upphaflega bara að láta þetta á statusinn hjá mér,“ segir Vigdís, en síðan vakti strax mikla athygli og tugir hafa látið í ljós vilja til að athuga hvort þeir geti gefið úr sér nýra. Sævar þarf að eyða löngum stundum á spítala, og var fjölskyldan á leið þangað þegar Fréttablaðið ræddi við Katrínu í gær. „Hann er orðinn það mikið veikur að maður veit aldrei hvenær hann þarf næst að fara á sjúkrahúsið. En það er vel fylgst með honum.“ Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og Katrín segir sjaldgæft að fólk veikist eins alvarlega og hratt og Sævar. Katrín segir að fólk haldi sífellt áfram að bætast í hópinn. Hún tekur sjálf við pósti frá fólki og kemur upplýsingum svo áfram til lækna Sævars. Það fer því talsverð vinna í að safna saman upplýsingunum, en það er þessi virði, segir Katrín. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp í gærkvöldi (þriðjudag), ég var ekki búin að setja mig í neinar stellingar og ekki búin að ræða þetta við lækninn heldur. Hann verður ábyggilega mjög glaður.“ Fjölskyldan er djúpt snortin og Katrín vill koma á framfæri miklu þakklæti til fólks sem hefur haft samband við hana. „Þetta er sko ekki slæmt land að búa í. Samstaðan er ótrúleg.“ thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Tugir Íslendinga hafa boðist til að gefa sextán ára dreng nýra úr sér eftir að amma hans sendi út neyðarkall á Facebook. Drengurinn, Sævar Ingi, berst við bandvefssjúkdóm sem heitir Alport-syndrome og þarf á nýrnaígræðslu að halda. „Við erum heldur betur hissa, ég bara á ekki til orð,“ segir Katrín Lilja Gunnarsdóttir, móðir Sævars, um þau miklu viðbrögð sem fjölskyldan hefur fengið. Móðir hennar, Vigdís Óskarsdóttir, bjó til síðu á Facebook á þriðjudagskvöld þar sem hún lýsti aðstæðum fjölskyldunnar. Ástand Sævars hefur versnað mikið á þessu ári og nýrnastarfsemi hans er komin niður í níu prósent. Búið er að kanna flesta ættingja hans en enginn þeirra var talinn kjörinn nýrnagjafi. Vigdís vildi því óska eftir fjárframlögum til að létta fjölskyldunni róðurinn, en Katrín Lilja er einstæð tveggja barna móðir. „Ég ætlaði upphaflega bara að láta þetta á statusinn hjá mér,“ segir Vigdís, en síðan vakti strax mikla athygli og tugir hafa látið í ljós vilja til að athuga hvort þeir geti gefið úr sér nýra. Sævar þarf að eyða löngum stundum á spítala, og var fjölskyldan á leið þangað þegar Fréttablaðið ræddi við Katrínu í gær. „Hann er orðinn það mikið veikur að maður veit aldrei hvenær hann þarf næst að fara á sjúkrahúsið. En það er vel fylgst með honum.“ Sjúkdómurinn er sjaldgæfur og Katrín segir sjaldgæft að fólk veikist eins alvarlega og hratt og Sævar. Katrín segir að fólk haldi sífellt áfram að bætast í hópinn. Hún tekur sjálf við pósti frá fólki og kemur upplýsingum svo áfram til lækna Sævars. Það fer því talsverð vinna í að safna saman upplýsingunum, en það er þessi virði, segir Katrín. „Þetta er bara eitthvað sem kom upp í gærkvöldi (þriðjudag), ég var ekki búin að setja mig í neinar stellingar og ekki búin að ræða þetta við lækninn heldur. Hann verður ábyggilega mjög glaður.“ Fjölskyldan er djúpt snortin og Katrín vill koma á framfæri miklu þakklæti til fólks sem hefur haft samband við hana. „Þetta er sko ekki slæmt land að búa í. Samstaðan er ótrúleg.“ thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira