Óútreiknanleg St. Vincent 29. september 2011 09:00 áhugaverð Nýjasta plata St. Vincent hefur fengið mjög góða dóma hjá gagnrýnendum. nordicphotos/getty Þriðja sólóplata bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent kom út fyrir skemmstu. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að þar sé á ferðinni mikið meistarastykki. St. Vincent gaf fyrr í mánuðinum út sína þriðju sólóplötu, Strange Mercy. Gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi og telja mikið spunnið í þessa bandarísku tónlistarkonu. St. Vincent heitir réttu nafni Annie Clark og er 29 ára. Hún fæddist í Oklahoma en ólst upp í Dallas. Fljótlega fékk hún mikinn áhuga á tónlist og byrjaði að læra á gítar. Hún stundaði nám við hinn fræga tónlistarskóla Berklee í borginni Boston þangað til hún hætti þremur árum síðar. Þegar heim til Dallas var komið gekk Clark til liðs við hljómsveitina The Polyphonic Spree skömmu fyrir tónleikaferð hennar um Evrópu. Árið 2006 hætti hún í þeirri sveit og fór að spila með Sufjan Stevens. Hún kom einmitt fram með honum á tónleikum í Fríkirkjunni á þessum tíma og hitaði sömuleiðis upp fyrir hann. Sama ár hóf Clark upptökur á sinni fyrstu sólóplötu undir nafninu St. Vincent. Það er tilvísun í kaþólska læknasetrið Saint Vincent þar sem ljóðskáldið Dylan Thomas frá Wales lést árið 1953. Frumburðurinn Marry Me kom út 2007 hjá útgáfunni Beggars Banquet. Gripurinn fékk góða dóma hjá gagnrýnendum og var St. Vincent líkt við Kate Bush og David Bowie. Útsetningarnar þóttu hressilegar og lögin aðgengileg þrátt fyrir ýmis skringileg hljóð og óvenjulega hljóðfæraskipanina en St. Vincent notar fiðlur, selló, flautur, trompet og klarinett iðulega í lögum sínum. Sjálf spilar hún á gítar, bassa, orgel og píanó. Eftir að hafa verið á löngu tónleikaferðalagi hóf St. Vincent upptökur á nýrri plötu 2008. Ári síðar kom Actor út á vegum 4AD Records og fékk platan enn meiri athygli en sú fyrsta. Með nýju plötunni, Strange Mercy, hefur St. Vincent svo stimplað sig rækilega inn því víðast hvar hefur platan fengið frábæra dóma, þar á meðal fullt hús hjá The Observer og The Telegraph, fjórar stjörnur af fimm í Mojo, Q, Clash og The Guardian og 90 af 100 mögulegum hjá Pitchfork. Tónlistin þykir óútreiknanleg og útsetningarnar margbrotnar þar sem ýmsum tónlistarstefnum, svo sem rokki, raftónlist, djassi og fönki, er hrært saman í áhugaverðan tónlistargraut. freyr@frettabladid.is Lífið Tónlist Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Þriðja sólóplata bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent kom út fyrir skemmstu. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að þar sé á ferðinni mikið meistarastykki. St. Vincent gaf fyrr í mánuðinum út sína þriðju sólóplötu, Strange Mercy. Gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi og telja mikið spunnið í þessa bandarísku tónlistarkonu. St. Vincent heitir réttu nafni Annie Clark og er 29 ára. Hún fæddist í Oklahoma en ólst upp í Dallas. Fljótlega fékk hún mikinn áhuga á tónlist og byrjaði að læra á gítar. Hún stundaði nám við hinn fræga tónlistarskóla Berklee í borginni Boston þangað til hún hætti þremur árum síðar. Þegar heim til Dallas var komið gekk Clark til liðs við hljómsveitina The Polyphonic Spree skömmu fyrir tónleikaferð hennar um Evrópu. Árið 2006 hætti hún í þeirri sveit og fór að spila með Sufjan Stevens. Hún kom einmitt fram með honum á tónleikum í Fríkirkjunni á þessum tíma og hitaði sömuleiðis upp fyrir hann. Sama ár hóf Clark upptökur á sinni fyrstu sólóplötu undir nafninu St. Vincent. Það er tilvísun í kaþólska læknasetrið Saint Vincent þar sem ljóðskáldið Dylan Thomas frá Wales lést árið 1953. Frumburðurinn Marry Me kom út 2007 hjá útgáfunni Beggars Banquet. Gripurinn fékk góða dóma hjá gagnrýnendum og var St. Vincent líkt við Kate Bush og David Bowie. Útsetningarnar þóttu hressilegar og lögin aðgengileg þrátt fyrir ýmis skringileg hljóð og óvenjulega hljóðfæraskipanina en St. Vincent notar fiðlur, selló, flautur, trompet og klarinett iðulega í lögum sínum. Sjálf spilar hún á gítar, bassa, orgel og píanó. Eftir að hafa verið á löngu tónleikaferðalagi hóf St. Vincent upptökur á nýrri plötu 2008. Ári síðar kom Actor út á vegum 4AD Records og fékk platan enn meiri athygli en sú fyrsta. Með nýju plötunni, Strange Mercy, hefur St. Vincent svo stimplað sig rækilega inn því víðast hvar hefur platan fengið frábæra dóma, þar á meðal fullt hús hjá The Observer og The Telegraph, fjórar stjörnur af fimm í Mojo, Q, Clash og The Guardian og 90 af 100 mögulegum hjá Pitchfork. Tónlistin þykir óútreiknanleg og útsetningarnar margbrotnar þar sem ýmsum tónlistarstefnum, svo sem rokki, raftónlist, djassi og fönki, er hrært saman í áhugaverðan tónlistargraut. freyr@frettabladid.is
Lífið Tónlist Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira