Hjartaknúsarinn fimmtugi George Clooney er gríðarlega ánægður með kollega sinn Ryan Gosling og segir hann afar hæfileikaríkan. Gosling leikur á móti Clooney í myndinni The Ides of March, sem Clooney leikstýrir einnig.
Evan Rachel Wood, Paul Giamatti og Philip Seymour Hoffman leika einnig í myndinni. „Það besta við myndina er að fylgjast með Ryan Gosling frá upphafi til enda. Hann er frábær leikari,“ sagði George við Us Weekly.
„Hann er einn sá besti í bransanum. Hann er bara þrítugur, 25 ára eða 15 ára. Alla vega er hann ótrúlega hæfileikaríkur.“
