Lagið We Are the Champions með bresku hljómsveitinni Queen er mest grípandi lag allra tíma. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem var framkvæmd við Goldsmith-háskólann. Þar rannsökuðu vísindamenn hvað það er sem gerir lög grípandi og settu í framhaldinu saman lista yfir tíu mest grípandi lög allra tíma.
Við rannsóknina fylgdust þeir náið með þúsundum sjálfboðaliða syngja valin lög. Á eftir We Are the Champions í rannsókninni komu lög á borð við Y.M.C.A. með Village People, Fat Lip með Sum 41 og The Final Countdown með Europe.
