Undirbúa stærstu tónleika Íslandssögunnar á næsta ári 1. október 2011 11:00 Heimsviðburður Stefnt er að því að halda stórtónleika samtakanna 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hér á landi á næsta ári. Steinþór Helgi Arnsteinsson og Gunnlaugur Briem sitja í undirbúningshópi tónleikanna en borgarráð Reykjavíkur samþykkti fyrir skemmstu að styrkja undirbúningsvinnu þeirra um tvær milljónir. „Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta líklega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, tónleikahaldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúningshópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugardalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stórstjörnur komi fram, Samhliða tónleikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheimsátaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra samtakanna hér á landi að halda tónleika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbillinn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum samtakanna í London, Jóhannesarborg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjónvarpað til milljóna áhorfenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbúning tónleikanna um tvær milljónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmálaráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleikarnir fari fram. Að sögn Steinþórs hafa ekki enn borist svör frá ráðuneytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Mandela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundruð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þessum samtökum og fyrir tónlistarbransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira
„Þetta er á undirbúningsstigi en ef af þessu verður yrðu þetta líklega stærstu tónleikar sem haldnir hafa verið á Íslandi,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson, tónleikahaldari og útgefandi. Steinþór situr í undirbúningshópi sem vinnur að því að halda alþjóðlega stórtónleika í Laugardalshöll og Hörpu á næsta ári. Samtökin 46664, sem frelsishetjan Nelson Mandela stofnaði, hafa veg og vanda af tónleikunum og er búist við því að alþjóðlegar stórstjörnur komi fram, Samhliða tónleikunum yrði viðburðurinn nýttur til að hrinda af stað nýju alheimsátaki og söfnun. „Samtökin hafa lengi leitast eftir þessu við sendiherra samtakanna hér á landi að halda tónleika hér,“ segir Steinþór en það eru kvikmyndagerðamaðurinn Sigurjón Einarsson og trymbillinn Gunnlaugur Briem sem gegna þeim hlutverkum. Sigurjón kom að skipulagningu sambærilegra tónleika í Trömsö árið 2005. „Þeir fengu mig og fyrirtækið Faxaflóa með sér í lið og við erum að athuga hvort það sé grundvöllur fyrir þessu hér,“ segir Steinþór. Sjö alþjóðlegir stórtónleikar hafa verið haldnir á vegum samtakanna í London, Jóhannesarborg, Cape Town, Madrid og Trömsö og hefur þeim verið sjónvarpað til milljóna áhorfenda. Síðustu tónleikarnir fóru fram í New York og þar komu fram listamenn á borð við Alicia Keys og Stevie Wonder. Kostnaðurinn við að halda tónleikanna nemur tæplega 103 milljónum íslenskra króna. Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum fyrir skemmstu að styrkja undirbúning tónleikanna um tvær milljónir króna með fyrirvara um að mennta-og menningarmálaráðneytið og iðnaðarráðuneytið geri slíkt hið sama og að tónleikarnir fari fram. Að sögn Steinþórs hafa ekki enn borist svör frá ráðuneytunum. Í umsókn um styrkinn kemur fram að Reykjavik þurfi ekki að keppa við aðrar borgir um að halda tónleikana, samtök Mandela hafi lýst því yfir að þau hafi mikinn áhuga á að viðburðurinn fari fram í höfuðborginni. „Þetta er gríðarlega spennandi, við erum að tala um nokkur hundruð störf og það yrði jákvætt fyrir Ísland út á við að tengjast þessum samtökum og fyrir tónlistarbransann væri þetta gríðarlegur hvalreki.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Lífið Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu Lífið Fleiri fréttir Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sjá meira